Af ofurhetjum og störfum þeirra Kristín Björnsdóttir skrifar 5. október 2024 15:31 Í dag er alþjóðlegur dagur kennara og við það tilefni er mikilvægt að kennarar taki höndum saman og veki athygli á því góða og öfluga starfi sem þeir inna af hendi daglega í skólum landsins. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og það skiptir miklu máli að í samfélaginu sé virðing borin fyrir þeirra störfum. Víða er pottur brotinn í starfsumhverfi kennara og álag í starfinu er mikið. Þau sem ekki starfa innan grunnskólanna gera sér mörg hver ekki grein fyrir þeim afrekum sem kennarar vinna með því að efla færni ólíkra einstaklinga á mjög fjölbreyttan hátt þrátt fyrir ýmsar hindranir í veginum. Skortur á námsefni, skortur á úrræðum, skortur á heilnæmu húsnæði, skortur á fjármagni og skortur á fagmenntuðu starfsfólki og sérfræðingum eru þeirra á meðal. Þar að auki mætti nefna skort á kjarasamningi en kjaradeila kennara er komin á borð ríkissáttasemjara. Á covid tímum unnu kennarar mikið afrek þegar þeim tókst með einstakri samheldni og einhug að halda íslenskum skólum opnum og umturna öllu skipulagi starfsins til að geta haldið kennslu áfram fyrir nemendur. Á mjög skömmum tíma urðu miklar tæknilegar og skipulagslegar breytingar en afrek sem þessi vilja gleymast í umræðunni um skólamál. Það fennir óþægilega fljótt yfir það sem vel er gert og því þarf að breyta! Samfélagið á að bera traust til kennara og ráðamenn sem hafa áhrif í umræðunni ættu að gera það líka. Ég minnist þess að hafa sem ung stúlka fylgt móður minni, grunnskólakennaranum, í húsnæði í Hlíðunum þar sem hópur kennara í verkfalli hittist. Þeir ræddu málin, hughreystu og stöppuðu stálinu hver í annan. Ég man þrátt fyrir ungan aldur eftir þungu andrúmsloftinu sem ríkti yfir hópnum. Það er þyngra en tárum taki að við skulum ennþá vera í þeirri stöðu um fjörutíu árum síðar að þurfa að setjast við borð ríkissáttasemjara til að ræða leiðréttingu á launum okkar og knýja fram breytingar. Kennarar eru ofurhetjur og ég er þakklát fyrir að tilheyra þeirra hópi. Ofurhetjur hugsa nefnilega út fyrir boxið og eru óhræddar við að feta ótroðnar slóðir á vegferð sinni. Bestu kveðjur til ykkar kæru kennarar og njótið dagsins! Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur kennara og við það tilefni er mikilvægt að kennarar taki höndum saman og veki athygli á því góða og öfluga starfi sem þeir inna af hendi daglega í skólum landsins. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og það skiptir miklu máli að í samfélaginu sé virðing borin fyrir þeirra störfum. Víða er pottur brotinn í starfsumhverfi kennara og álag í starfinu er mikið. Þau sem ekki starfa innan grunnskólanna gera sér mörg hver ekki grein fyrir þeim afrekum sem kennarar vinna með því að efla færni ólíkra einstaklinga á mjög fjölbreyttan hátt þrátt fyrir ýmsar hindranir í veginum. Skortur á námsefni, skortur á úrræðum, skortur á heilnæmu húsnæði, skortur á fjármagni og skortur á fagmenntuðu starfsfólki og sérfræðingum eru þeirra á meðal. Þar að auki mætti nefna skort á kjarasamningi en kjaradeila kennara er komin á borð ríkissáttasemjara. Á covid tímum unnu kennarar mikið afrek þegar þeim tókst með einstakri samheldni og einhug að halda íslenskum skólum opnum og umturna öllu skipulagi starfsins til að geta haldið kennslu áfram fyrir nemendur. Á mjög skömmum tíma urðu miklar tæknilegar og skipulagslegar breytingar en afrek sem þessi vilja gleymast í umræðunni um skólamál. Það fennir óþægilega fljótt yfir það sem vel er gert og því þarf að breyta! Samfélagið á að bera traust til kennara og ráðamenn sem hafa áhrif í umræðunni ættu að gera það líka. Ég minnist þess að hafa sem ung stúlka fylgt móður minni, grunnskólakennaranum, í húsnæði í Hlíðunum þar sem hópur kennara í verkfalli hittist. Þeir ræddu málin, hughreystu og stöppuðu stálinu hver í annan. Ég man þrátt fyrir ungan aldur eftir þungu andrúmsloftinu sem ríkti yfir hópnum. Það er þyngra en tárum taki að við skulum ennþá vera í þeirri stöðu um fjörutíu árum síðar að þurfa að setjast við borð ríkissáttasemjara til að ræða leiðréttingu á launum okkar og knýja fram breytingar. Kennarar eru ofurhetjur og ég er þakklát fyrir að tilheyra þeirra hópi. Ofurhetjur hugsa nefnilega út fyrir boxið og eru óhræddar við að feta ótroðnar slóðir á vegferð sinni. Bestu kveðjur til ykkar kæru kennarar og njótið dagsins! Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar