Hvað vitum við? Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 7. október 2024 14:01 Á nýafstöðnu málþingi um verðmæti menningar og skapandi greina var kynnt skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman fyrir menningar og viðskiptaráðuneytið. Skýrslan nefnist Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi – Greining og tillögur. Í kynningu sinni á skýrslunni benti Ágúst m.a. á að beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi eru um 3.5% af landsframleiðslu eða rúmlega 190 milljarðar króna. Þetta er nánast á pari við fiskveiðar og fiskeldi sem skapar 4%. Ágúst benti einnig á að virðisauki menningar og skapandi greina í hagkerfinu hefur aukist um 70% á 10 árum. Samkvæmt greiningu hans eru skattaívilnanir og opinbert framlag til menningarstarfssemi fjárfesting þar sem hver króna skilar þremur til baka. Hraðari vöxtur á Íslandi Allt frá 2011 þegar Kortlagning á efnahagslegum áhrifum skapandi greina var fyrst gerð hefur það verið skjalfest að nýr atvinnuvegur sem lætur verulega að sér kveða er að þróast. Það var þó ekki fyrr en árið 2021 sem menningarvísar á Hagstofu Íslands litu fyrst dagsins ljós. Í bráðabirgðarkortlagningu sem ástralski fræðimaðurinn Stuart Cunningham gerði ásamt teymi sínu á þeim tölum sem þar komu fram er ljóst að á Íslandi er hraðari vöxtur í þessari atvinnugrein heldur en í Bretlandi og í Ástralíu sem voru samanburðarlöndin í úttektinni. Uppfærðir menningarvísar litu svo dagsins ljós vorið 2023 sem greining og tillögur Ágústs byggja á. Það sama haust hófst starfssemi Rannsóknarseturs skapandi greina. Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona setursins kynnti starfssemina á málþinginu með erindi sem hún kallaði: Hvað vitum við? Mikilvægi þekkingarsköpunar. Hún rakti þar þróun þekkingar á sviðinu. Hvað vitum við ekki? Í máli hennar kom hins vegar fram að okkur vantar margvíslegar upplýsingar. Við eigum ekki nema takmarkaðar tölur um útflutningstekjur í skapandi greinum. Við eigum ekki sundurliðun á tölum um opinbera og almenna markaðinn. Við getum ekki séð niðurbrot á tölum eftir landshlutum. Við eigum ekki upplýsingar um menningar- og miðlaneyslu. Og margt fleira er hægt að týna til. Gögn af þessu tagi eru forsenda þess að hægt sé að stunda samanburðarhæfar rannsóknir við nágrannaríki okkar og um leið efla okkar eigin þekkingu og stefnumótun á þessum mikilvæga atvinnuvegi. Þess utan er mikilvægt að skoða áhrif listiðkunar og menningar á heilsu þjóðar í miklu stærra samhengi og finna uppmælingar sem byggja ekki endilega á aurum og krónum heldur velsæld sem lítur öðrum mælikvörðum. Mikilvægi þekkingarsköpunar Af þessu má sjá að tækifærin til rannsókna í þessum geira eru mikil. Við þurfum að bretta upp ermar og sækja fram í þekkingarsköpun okkar á þessu sviði til þess að vita betur hvernig opinber stefnumótun og aðgerðir eru að nýtast samfélaginu, hvar eru brotalamir og hvernig er hægt er að gera enn betur? Í þessu samhengi er óskandi að sjóðir gefi rannsóknum í þessum geira aukinn gaum. Skref í á átt er styrkur sem Rannsóknasetur skapandi greina veitir til meistaranema sem eru að vinna 30-60 eininga rannsóknir til lokaverkefna á þessu sviði og er næsti umsóknafrestur 15. nóvember nk. Höfundur er formaður stjórnar rannsóknaseturs skapandi greina og fagstjóri skapandi greina við Háskólann Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Skóla- og menntamál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu málþingi um verðmæti menningar og skapandi greina var kynnt skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman fyrir menningar og viðskiptaráðuneytið. Skýrslan nefnist Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi – Greining og tillögur. Í kynningu sinni á skýrslunni benti Ágúst m.a. á að beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi eru um 3.5% af landsframleiðslu eða rúmlega 190 milljarðar króna. Þetta er nánast á pari við fiskveiðar og fiskeldi sem skapar 4%. Ágúst benti einnig á að virðisauki menningar og skapandi greina í hagkerfinu hefur aukist um 70% á 10 árum. Samkvæmt greiningu hans eru skattaívilnanir og opinbert framlag til menningarstarfssemi fjárfesting þar sem hver króna skilar þremur til baka. Hraðari vöxtur á Íslandi Allt frá 2011 þegar Kortlagning á efnahagslegum áhrifum skapandi greina var fyrst gerð hefur það verið skjalfest að nýr atvinnuvegur sem lætur verulega að sér kveða er að þróast. Það var þó ekki fyrr en árið 2021 sem menningarvísar á Hagstofu Íslands litu fyrst dagsins ljós. Í bráðabirgðarkortlagningu sem ástralski fræðimaðurinn Stuart Cunningham gerði ásamt teymi sínu á þeim tölum sem þar komu fram er ljóst að á Íslandi er hraðari vöxtur í þessari atvinnugrein heldur en í Bretlandi og í Ástralíu sem voru samanburðarlöndin í úttektinni. Uppfærðir menningarvísar litu svo dagsins ljós vorið 2023 sem greining og tillögur Ágústs byggja á. Það sama haust hófst starfssemi Rannsóknarseturs skapandi greina. Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona setursins kynnti starfssemina á málþinginu með erindi sem hún kallaði: Hvað vitum við? Mikilvægi þekkingarsköpunar. Hún rakti þar þróun þekkingar á sviðinu. Hvað vitum við ekki? Í máli hennar kom hins vegar fram að okkur vantar margvíslegar upplýsingar. Við eigum ekki nema takmarkaðar tölur um útflutningstekjur í skapandi greinum. Við eigum ekki sundurliðun á tölum um opinbera og almenna markaðinn. Við getum ekki séð niðurbrot á tölum eftir landshlutum. Við eigum ekki upplýsingar um menningar- og miðlaneyslu. Og margt fleira er hægt að týna til. Gögn af þessu tagi eru forsenda þess að hægt sé að stunda samanburðarhæfar rannsóknir við nágrannaríki okkar og um leið efla okkar eigin þekkingu og stefnumótun á þessum mikilvæga atvinnuvegi. Þess utan er mikilvægt að skoða áhrif listiðkunar og menningar á heilsu þjóðar í miklu stærra samhengi og finna uppmælingar sem byggja ekki endilega á aurum og krónum heldur velsæld sem lítur öðrum mælikvörðum. Mikilvægi þekkingarsköpunar Af þessu má sjá að tækifærin til rannsókna í þessum geira eru mikil. Við þurfum að bretta upp ermar og sækja fram í þekkingarsköpun okkar á þessu sviði til þess að vita betur hvernig opinber stefnumótun og aðgerðir eru að nýtast samfélaginu, hvar eru brotalamir og hvernig er hægt er að gera enn betur? Í þessu samhengi er óskandi að sjóðir gefi rannsóknum í þessum geira aukinn gaum. Skref í á átt er styrkur sem Rannsóknasetur skapandi greina veitir til meistaranema sem eru að vinna 30-60 eininga rannsóknir til lokaverkefna á þessu sviði og er næsti umsóknafrestur 15. nóvember nk. Höfundur er formaður stjórnar rannsóknaseturs skapandi greina og fagstjóri skapandi greina við Háskólann Bifröst.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun