Hvað vitum við? Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 7. október 2024 14:01 Á nýafstöðnu málþingi um verðmæti menningar og skapandi greina var kynnt skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman fyrir menningar og viðskiptaráðuneytið. Skýrslan nefnist Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi – Greining og tillögur. Í kynningu sinni á skýrslunni benti Ágúst m.a. á að beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi eru um 3.5% af landsframleiðslu eða rúmlega 190 milljarðar króna. Þetta er nánast á pari við fiskveiðar og fiskeldi sem skapar 4%. Ágúst benti einnig á að virðisauki menningar og skapandi greina í hagkerfinu hefur aukist um 70% á 10 árum. Samkvæmt greiningu hans eru skattaívilnanir og opinbert framlag til menningarstarfssemi fjárfesting þar sem hver króna skilar þremur til baka. Hraðari vöxtur á Íslandi Allt frá 2011 þegar Kortlagning á efnahagslegum áhrifum skapandi greina var fyrst gerð hefur það verið skjalfest að nýr atvinnuvegur sem lætur verulega að sér kveða er að þróast. Það var þó ekki fyrr en árið 2021 sem menningarvísar á Hagstofu Íslands litu fyrst dagsins ljós. Í bráðabirgðarkortlagningu sem ástralski fræðimaðurinn Stuart Cunningham gerði ásamt teymi sínu á þeim tölum sem þar komu fram er ljóst að á Íslandi er hraðari vöxtur í þessari atvinnugrein heldur en í Bretlandi og í Ástralíu sem voru samanburðarlöndin í úttektinni. Uppfærðir menningarvísar litu svo dagsins ljós vorið 2023 sem greining og tillögur Ágústs byggja á. Það sama haust hófst starfssemi Rannsóknarseturs skapandi greina. Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona setursins kynnti starfssemina á málþinginu með erindi sem hún kallaði: Hvað vitum við? Mikilvægi þekkingarsköpunar. Hún rakti þar þróun þekkingar á sviðinu. Hvað vitum við ekki? Í máli hennar kom hins vegar fram að okkur vantar margvíslegar upplýsingar. Við eigum ekki nema takmarkaðar tölur um útflutningstekjur í skapandi greinum. Við eigum ekki sundurliðun á tölum um opinbera og almenna markaðinn. Við getum ekki séð niðurbrot á tölum eftir landshlutum. Við eigum ekki upplýsingar um menningar- og miðlaneyslu. Og margt fleira er hægt að týna til. Gögn af þessu tagi eru forsenda þess að hægt sé að stunda samanburðarhæfar rannsóknir við nágrannaríki okkar og um leið efla okkar eigin þekkingu og stefnumótun á þessum mikilvæga atvinnuvegi. Þess utan er mikilvægt að skoða áhrif listiðkunar og menningar á heilsu þjóðar í miklu stærra samhengi og finna uppmælingar sem byggja ekki endilega á aurum og krónum heldur velsæld sem lítur öðrum mælikvörðum. Mikilvægi þekkingarsköpunar Af þessu má sjá að tækifærin til rannsókna í þessum geira eru mikil. Við þurfum að bretta upp ermar og sækja fram í þekkingarsköpun okkar á þessu sviði til þess að vita betur hvernig opinber stefnumótun og aðgerðir eru að nýtast samfélaginu, hvar eru brotalamir og hvernig er hægt er að gera enn betur? Í þessu samhengi er óskandi að sjóðir gefi rannsóknum í þessum geira aukinn gaum. Skref í á átt er styrkur sem Rannsóknasetur skapandi greina veitir til meistaranema sem eru að vinna 30-60 eininga rannsóknir til lokaverkefna á þessu sviði og er næsti umsóknafrestur 15. nóvember nk. Höfundur er formaður stjórnar rannsóknaseturs skapandi greina og fagstjóri skapandi greina við Háskólann Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Skóla- og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu málþingi um verðmæti menningar og skapandi greina var kynnt skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman fyrir menningar og viðskiptaráðuneytið. Skýrslan nefnist Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi – Greining og tillögur. Í kynningu sinni á skýrslunni benti Ágúst m.a. á að beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi eru um 3.5% af landsframleiðslu eða rúmlega 190 milljarðar króna. Þetta er nánast á pari við fiskveiðar og fiskeldi sem skapar 4%. Ágúst benti einnig á að virðisauki menningar og skapandi greina í hagkerfinu hefur aukist um 70% á 10 árum. Samkvæmt greiningu hans eru skattaívilnanir og opinbert framlag til menningarstarfssemi fjárfesting þar sem hver króna skilar þremur til baka. Hraðari vöxtur á Íslandi Allt frá 2011 þegar Kortlagning á efnahagslegum áhrifum skapandi greina var fyrst gerð hefur það verið skjalfest að nýr atvinnuvegur sem lætur verulega að sér kveða er að þróast. Það var þó ekki fyrr en árið 2021 sem menningarvísar á Hagstofu Íslands litu fyrst dagsins ljós. Í bráðabirgðarkortlagningu sem ástralski fræðimaðurinn Stuart Cunningham gerði ásamt teymi sínu á þeim tölum sem þar komu fram er ljóst að á Íslandi er hraðari vöxtur í þessari atvinnugrein heldur en í Bretlandi og í Ástralíu sem voru samanburðarlöndin í úttektinni. Uppfærðir menningarvísar litu svo dagsins ljós vorið 2023 sem greining og tillögur Ágústs byggja á. Það sama haust hófst starfssemi Rannsóknarseturs skapandi greina. Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona setursins kynnti starfssemina á málþinginu með erindi sem hún kallaði: Hvað vitum við? Mikilvægi þekkingarsköpunar. Hún rakti þar þróun þekkingar á sviðinu. Hvað vitum við ekki? Í máli hennar kom hins vegar fram að okkur vantar margvíslegar upplýsingar. Við eigum ekki nema takmarkaðar tölur um útflutningstekjur í skapandi greinum. Við eigum ekki sundurliðun á tölum um opinbera og almenna markaðinn. Við getum ekki séð niðurbrot á tölum eftir landshlutum. Við eigum ekki upplýsingar um menningar- og miðlaneyslu. Og margt fleira er hægt að týna til. Gögn af þessu tagi eru forsenda þess að hægt sé að stunda samanburðarhæfar rannsóknir við nágrannaríki okkar og um leið efla okkar eigin þekkingu og stefnumótun á þessum mikilvæga atvinnuvegi. Þess utan er mikilvægt að skoða áhrif listiðkunar og menningar á heilsu þjóðar í miklu stærra samhengi og finna uppmælingar sem byggja ekki endilega á aurum og krónum heldur velsæld sem lítur öðrum mælikvörðum. Mikilvægi þekkingarsköpunar Af þessu má sjá að tækifærin til rannsókna í þessum geira eru mikil. Við þurfum að bretta upp ermar og sækja fram í þekkingarsköpun okkar á þessu sviði til þess að vita betur hvernig opinber stefnumótun og aðgerðir eru að nýtast samfélaginu, hvar eru brotalamir og hvernig er hægt er að gera enn betur? Í þessu samhengi er óskandi að sjóðir gefi rannsóknum í þessum geira aukinn gaum. Skref í á átt er styrkur sem Rannsóknasetur skapandi greina veitir til meistaranema sem eru að vinna 30-60 eininga rannsóknir til lokaverkefna á þessu sviði og er næsti umsóknafrestur 15. nóvember nk. Höfundur er formaður stjórnar rannsóknaseturs skapandi greina og fagstjóri skapandi greina við Háskólann Bifröst.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun