Vandaverk vængbrotinna FH-inga: „Gefum allt í botn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. október 2024 10:00 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Meiðsli herja á FH-inga sem mæta sterkum frönskum andstæðingi í Evrópudeild karla í handbolta síðdegis í dag. Aron Pálmarsson fór ekki með liðinu út og aðrir sterkir póstar verða fjarverandi. Þjálfari liðsins segir þetta tækifæri fyrir aðra að sýna sig á stóra sviðinu. FH mætir Fenix Toulouse í fyrsta leik liðsins í riðli liðsins í Evrópudeild karla í handbolta klukkan 16:45 í dag. Menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Toulouse er gríðarsterkt lið sem hefur farið vel af stað í frönsku deildinni. Klippa: Þeir yngri þurfa að stíga upp í meiðslunum „Verkefnið leggst vel í mig. Það er gaman að vera kominn hérna í þessa geggjuðu höll. Við erum að mæta virkilega öflugu liði, það verður ekki hægt að segja annað. Þetta lið er búið að vinna alla sína leiki í frönsku deildinni og eru í fyrsta sæti eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum á öllu okkar að halda,“ segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Lykilpóstar fjarverandi og Ágúst tæpur Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli og fór ekki með liðinu út. Ólafur Gústafsson á enn eftir að spila fyrir félagið eftir skipti sín til uppeldisfélagsins í sumar og þá Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari, er enn einn leikmaðurinn í útilínu FH-inga sem getur ekki spilað í dag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gengur vel.vísir/Diego „Þeir sem eru hérna eru glaðir og kátir. En það er búið að reyna aðeins á hópinn. Aron [Pálmasson] og Óli [Ólafur Gústafsson] fóru ekki með út og það er ljóst að Ási [Ásbjörn Friðriksson] mun ekki spila. Nú liggur Gústi Birgis [Ágúst Birgisson] veikur uppi á hóteli,“ segir Sigursteinn og ljóst að FH-ingar hafa verið betur mannaðir. Í þessu felist hins vegar tækifæri fyrir yngri menn að sýna sig og sanna. „Þetta verður eitthvað verkefni að finna út úr en á sama tíma eru alltaf tækifæri fólgin í þessu. Það þýðir að aðrir taka við keflinu. Það eru ungir og öflugir FH strákar sem ég veit að iða í skinninu að koma hérna út á völl,“ segir Sigursteinn. „Við reynum að tækla þetta verkefni saman sem lið, eins og við höfum alltaf gert. Við höfum verið að nýta tímann vel. Það var fínt ferðalag í gær og við lentum uppi á hóteli á góðum tíma. Það var gott að eiga þennan dag í dag [í gær] til að fara yfir málin. Við komum vel undirbúnir og gefum allt í botn.“ segir Sigursteinn enn fremur. FH mætir Fenix Toulouse klukkan 16:45 í dag. Valur verður einnig í eldlínunni í sömu keppni. Valsmenn eru í Norður-Makedóníu hvar þeir mæta liði Vardar í Skopje klukkan 18:45. Viðtalið við Sigurstein má sjá að ofan. Að neðan má sjá leikgreiningu Ásbjörns Friðrikssonar, spilandi aðstoðarþjálfara liðsins sem verður ekki með á eftir. Klippa: Ásbjörn leikgreinir andstæðing FH-inga FH Evrópudeild karla í handbolta Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
FH mætir Fenix Toulouse í fyrsta leik liðsins í riðli liðsins í Evrópudeild karla í handbolta klukkan 16:45 í dag. Menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Toulouse er gríðarsterkt lið sem hefur farið vel af stað í frönsku deildinni. Klippa: Þeir yngri þurfa að stíga upp í meiðslunum „Verkefnið leggst vel í mig. Það er gaman að vera kominn hérna í þessa geggjuðu höll. Við erum að mæta virkilega öflugu liði, það verður ekki hægt að segja annað. Þetta lið er búið að vinna alla sína leiki í frönsku deildinni og eru í fyrsta sæti eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum á öllu okkar að halda,“ segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Lykilpóstar fjarverandi og Ágúst tæpur Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli og fór ekki með liðinu út. Ólafur Gústafsson á enn eftir að spila fyrir félagið eftir skipti sín til uppeldisfélagsins í sumar og þá Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari, er enn einn leikmaðurinn í útilínu FH-inga sem getur ekki spilað í dag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gengur vel.vísir/Diego „Þeir sem eru hérna eru glaðir og kátir. En það er búið að reyna aðeins á hópinn. Aron [Pálmasson] og Óli [Ólafur Gústafsson] fóru ekki með út og það er ljóst að Ási [Ásbjörn Friðriksson] mun ekki spila. Nú liggur Gústi Birgis [Ágúst Birgisson] veikur uppi á hóteli,“ segir Sigursteinn og ljóst að FH-ingar hafa verið betur mannaðir. Í þessu felist hins vegar tækifæri fyrir yngri menn að sýna sig og sanna. „Þetta verður eitthvað verkefni að finna út úr en á sama tíma eru alltaf tækifæri fólgin í þessu. Það þýðir að aðrir taka við keflinu. Það eru ungir og öflugir FH strákar sem ég veit að iða í skinninu að koma hérna út á völl,“ segir Sigursteinn. „Við reynum að tækla þetta verkefni saman sem lið, eins og við höfum alltaf gert. Við höfum verið að nýta tímann vel. Það var fínt ferðalag í gær og við lentum uppi á hóteli á góðum tíma. Það var gott að eiga þennan dag í dag [í gær] til að fara yfir málin. Við komum vel undirbúnir og gefum allt í botn.“ segir Sigursteinn enn fremur. FH mætir Fenix Toulouse klukkan 16:45 í dag. Valur verður einnig í eldlínunni í sömu keppni. Valsmenn eru í Norður-Makedóníu hvar þeir mæta liði Vardar í Skopje klukkan 18:45. Viðtalið við Sigurstein má sjá að ofan. Að neðan má sjá leikgreiningu Ásbjörns Friðrikssonar, spilandi aðstoðarþjálfara liðsins sem verður ekki með á eftir. Klippa: Ásbjörn leikgreinir andstæðing FH-inga
FH Evrópudeild karla í handbolta Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti