Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 09:55 Nóbelverðlaunahafarnir í eðlisfræði árið 2024 eru John Hopfield og Geoffrey Hinton. Sænska vísindaakademían Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. John J. Hopfield, eðlisfræðingur frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, og Geoffrey E. Hinton, bresk-kanadískur tölvunarfræðingur frá Toronto-háskóla í Kanada, hlutu verðlaunin sameiginlega. Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú klukkan 9:45. BREAKING NEWSThe Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2024 #NobelPrize in Physics to John J. Hopfield and Geoffrey E. Hinton “for foundational discoveries and inventions that enable machine learning with artificial neural networks.” pic.twitter.com/94LT8opG79— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2024 Í tilkynningu frá Sænsku vísindaakademíunni segir að báðir vísindamennirnir hafi notað tól eðlisfræðinnar til þess að þróað aðferðir sem lögðu grunninn að öflugu vélrænu námi samtímans. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir að Hopfield og Hinton virðist fá Nóbelsverðlaunin sem viðurkenningu á að þeir hafi verið á meðal þeirra sem tóku fyrstu skrefin að því sem varð að gervigreinarfræðum. „Þeir hafa báðir haft gífurleg áhrif. Báðir voru að vinna að gervigreindartengdum hlutum mjög snemma í fæðingu þessa gervigreindarsviðs,“ segir Hafsteinn. Sérstaklega er vísað til svonefnds Hopfield-nets sem kennt er við Hopfield. Hafsteinn lýsir því sem fræðilegu neti gervitauganóða þar sem hægt er að vista og kalla fram minningar í frjálslegum skilningi þess orðs. „Þau hafa haft gífurleg áhrif, sérstaklega í tölvunarfræði og gervigreind. Fólk hefur í seinni tíð verið að þróa nýrri og öflugri gervigreindarlíkön sem meðal annars byggja á Hopfield-netum. Þau eru ekki aðalundirstaðan í þeirri gervigreind sem er verið að nota í dag en það er ákveðnar tengingar á milli,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2 Hinton, sem Hafsteinn segir að sé kallaður einn þriggja guðfeðra gervigreindartækninnar, er þekktastur fyrir að hafa þróað reiknirit sem er notað til þess að þjálfa djúptauganet. Nóbelsnefndin talar um Boltzmann-vélar sem Hinton þróaði og byggði á Hopfield-neti. Hafsteinn segir Boltzmann-vélina tauganetsnálgun til þess að læra tengingar á milli gagna. Djúptauganet eru sögð henta vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á flóknu og miklu gagnamagni, í grein sem birtist á Vísindavefnum um vélrænt nám í fyrra. Slík gervitauganet virki einkum vel þegar óljóst sé hvaða reglum og aðferðum mætti beita við að finna ákveðin merki í gögnum, til dæmis hvort ákveðna hluti megi finna á myndum eða hvort hljóðupptökusafn innihaldi ákveðin hljóð eða orð. Þá séu gervitauganetin mótuð með völdu safni gagna með þar til gerðum reikniaðgerðum, og sé það kallað „nám“ eða „þjálfun“ gervitauganetsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Kanada Bretland Tengdar fréttir Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
John J. Hopfield, eðlisfræðingur frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, og Geoffrey E. Hinton, bresk-kanadískur tölvunarfræðingur frá Toronto-háskóla í Kanada, hlutu verðlaunin sameiginlega. Sænska Nóbelsnefndin tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú klukkan 9:45. BREAKING NEWSThe Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2024 #NobelPrize in Physics to John J. Hopfield and Geoffrey E. Hinton “for foundational discoveries and inventions that enable machine learning with artificial neural networks.” pic.twitter.com/94LT8opG79— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 8, 2024 Í tilkynningu frá Sænsku vísindaakademíunni segir að báðir vísindamennirnir hafi notað tól eðlisfræðinnar til þess að þróað aðferðir sem lögðu grunninn að öflugu vélrænu námi samtímans. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir að Hopfield og Hinton virðist fá Nóbelsverðlaunin sem viðurkenningu á að þeir hafi verið á meðal þeirra sem tóku fyrstu skrefin að því sem varð að gervigreinarfræðum. „Þeir hafa báðir haft gífurleg áhrif. Báðir voru að vinna að gervigreindartengdum hlutum mjög snemma í fæðingu þessa gervigreindarsviðs,“ segir Hafsteinn. Sérstaklega er vísað til svonefnds Hopfield-nets sem kennt er við Hopfield. Hafsteinn lýsir því sem fræðilegu neti gervitauganóða þar sem hægt er að vista og kalla fram minningar í frjálslegum skilningi þess orðs. „Þau hafa haft gífurleg áhrif, sérstaklega í tölvunarfræði og gervigreind. Fólk hefur í seinni tíð verið að þróa nýrri og öflugri gervigreindarlíkön sem meðal annars byggja á Hopfield-netum. Þau eru ekki aðalundirstaðan í þeirri gervigreind sem er verið að nota í dag en það er ákveðnar tengingar á milli,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2 Hinton, sem Hafsteinn segir að sé kallaður einn þriggja guðfeðra gervigreindartækninnar, er þekktastur fyrir að hafa þróað reiknirit sem er notað til þess að þjálfa djúptauganet. Nóbelsnefndin talar um Boltzmann-vélar sem Hinton þróaði og byggði á Hopfield-neti. Hafsteinn segir Boltzmann-vélina tauganetsnálgun til þess að læra tengingar á milli gagna. Djúptauganet eru sögð henta vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á flóknu og miklu gagnamagni, í grein sem birtist á Vísindavefnum um vélrænt nám í fyrra. Slík gervitauganet virki einkum vel þegar óljóst sé hvaða reglum og aðferðum mætti beita við að finna ákveðin merki í gögnum, til dæmis hvort ákveðna hluti megi finna á myndum eða hvort hljóðupptökusafn innihaldi ákveðin hljóð eða orð. Þá séu gervitauganetin mótuð með völdu safni gagna með þar til gerðum reikniaðgerðum, og sé það kallað „nám“ eða „þjálfun“ gervitauganetsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Kanada Bretland Tengdar fréttir Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40