Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Árni Sæberg skrifar 8. október 2024 11:32 Manndrápið var framið á bílastæðinu við Fjarðarkaup eftir að upp úr sauð á Íslenska rokkbarnum. Vísir/Vilhelm Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir manndráp við Fjarðarkaup í apríl í fyrra, afplánar nú á áfangaheimilinu Vernd. Þar má hann vera í átján mánuði og eftir það fer hann í rafrænt eftirlit, gangi allt að óskum. Ríkisútvarpið greinir frá því að Sæmundur Tryggvi sé kominn á Vernd. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál og því ekki staðfest fregnirnar. Dómurinn þyngdur í Landsrétti og þarf að afplána fjögur ár Sæmundur Tryggvi var dæmdur í tíu ára fangelsi í héraði fyrir fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Landsréttur þyngdi dóm hans í tólf ár og dæmdi tvo félaga hans fjögurra ára fangelsi. Refsing stúlku sem tók manndrápið upp á síma sinn var milduð í sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Landsréttur taldi sannað að Sæmundur Tryggvi hefði stungið fórnarlambið sex sinnum og að ein stungan hefði dregið það til bana. Honum hefði ekki getað dulist að líklegasta afleiðing gjörða hans væri að fórnarlambið hlyti bana af. Sæmundur Tryggvi var átján ára gamall þegar hann framdi manndrápið og í lögum um fullnustu refsinga segir að heimilt sé að veita fanga lausn til reynslu þegar einn þriðji hluti refsitímans er liðinn, enda hafi fangi verið 21 árs eða yngri þegar hann framdi afbrot það sem hann situr í fangelsi fyrir, hegðun hans og framkoma verið með ágætum og hann þegið viðeigandi meðferð í afplánun og tekist á við vímuefnavanda sinn, hafi hann verið til staðar. Fjórir mánuðir í lokuðu fangelsi eftir uppsögu Endanlegur dómur Sæmundar Tryggva var kveðinn upp þann 7. júlí síðastliðinn og því eru aðeins fjórir mánuðir frá dómsuppsögu. Frá þeirri refsingu kemur til frádráttar óslitið gæsluvarðhald hans frá 21. apríl 2023. Í lögum um fullnustu refsinga segir að þegar einn þriðji refsingar er reiknaður út skuli frádráttur tekinn með í reikninginn. Því hefur Sæmundur Tryggvi þegar afplánað rétt tæplega eitt og hálft ár af refsingu hans. Einn þriðji hluti refsingar hans er fjögur ár. Má einungis vera í eitt og hálft ár á Vernd Sem áður segir hefur Sæmundur Tryggvi nú verið færður úr lokuðu fangelsi á áfangaheimilið Vernd. Í lögum um fullnustu refsinga segir að Fangelsismálastofnun geti leyft fanga að afplána hluta refsitímans utan fangelsis, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Meðal skilyrða er að hann búi á sérstakri stofnun eða heimili sem stofnunin hefur gert samkomulag við og sé þar undir eftirliti. Á vef Fangelsismálastofnunar segir að áfangaheimilið Vernd sé það áfangaheimili sem Fangelsismálastofnun hafi gert samkomulag við og langflestir dómþolar sem uppfylla skilyrði afplána á. Einstaklingur sem þar dvelur skuli dvelja á áfangaheimilinu milli klukkan 23:00 og 07:00 alla daga vikunnar, þar að auki skuli hann vera á heimilinu milli klukkan 18:00 og 19:00 mánudaga til föstudaga og hann skuli fylgja öllum húsreglum sem þar gilda. Jafnframt beri þeim sem þar búa að stunda vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem forsvarsmenn Verndar hafa samþykkt. Í reglum Fangelsismálastofnunar segir að dvöl á vernd geti að hámarki orðið átján mánuðir þegar dæmd refsing er 10 ára og 6 mánaða fangelsi eða lengri. Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum manndrápið Af þessu leiðir að Sæmundur Tryggvi mun ekki dvelja lengur á Vernd en þangað til þrjú ár eru liðin frá því að hann framdi manndrápið. Sem áður segir kveðst settur fangelsismálastjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál en hann ræddi refsivörslukerfið á almennum nótum við Vísi. Birgir segir að að lokinni afplánun á Vernd sé almennt ekki gert ráð fyrir því að fangar fari þaðan aftur í lokað fangelsi. Næsta úrræði á eftir áfangaheimili er rafrænt eftirlit, sem fangar mega sæta í allt að eitt ár. Þannig munu fjögur ár vera liðin frá upphafi afplánunar Sæmundar Tryggva þegar sá tími sem hann má sæta rafrænu eftirliti líður. Birgir ítrekar að vistun á Vernd og rafrænt eftirlit sé háð ströngum skilyrðum um hegðun og annað slíkt. Stefnt að því að ungir afbrotamenn afpláni ekki lengi í lokuðu fangelsi Á almennum nótum segir Birgir að stefnt sé að því að ungir afbrotamenn afpláni ekki lengi í lokuðum fangelsum. Frekar sé stefnt að virkri betrun og því að hjálpa ungum afbrotamönnum að fóta sig í samfélaginu á ný eftir að hafa tekið út sína refsingu. „Við erum ekki að horfa á þessu klassísku gjaldastefnu, að viðkomandi eigi að sitja inni af því að hann á það skilið.“ Þessi sjónarmið endurspeglist bæði í lögum, til að mynda í ákvæðum um átta ára hámarkslengd refsidóma afbrotamanna undir átján ára og skemmri afplánunartíma afbrotamanna undir 21 árs, og vinnureglum Fangelsismálastofnunar um nánari útfærslu afplánunar. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Fangelsismál Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Piltar fyrir Landsrétt í manndrápsmáli Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja Fjarðarkaupsmálinu svokallaða til Landsréttar. Fyrir tæpum mánuði síðan sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness þrjá unga menn og stúlku fyrir sína þætti í manndrápi á 27 ára gömlum pólskum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. 1. desember 2023 15:31 Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 3. nóvember 2023 18:25 Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3. nóvember 2023 15:19 Réttað yfir ungmennum fyrir luktum dyrum Aðalmeðferð í Fjarðarkaupsmálinu svokallaða stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Fjögur ungmenni eru ákærð í málinu en þinghald í málinu er lokað. 5. október 2023 12:21 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá því að Sæmundur Tryggvi sé kominn á Vernd. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál og því ekki staðfest fregnirnar. Dómurinn þyngdur í Landsrétti og þarf að afplána fjögur ár Sæmundur Tryggvi var dæmdur í tíu ára fangelsi í héraði fyrir fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Landsréttur þyngdi dóm hans í tólf ár og dæmdi tvo félaga hans fjögurra ára fangelsi. Refsing stúlku sem tók manndrápið upp á síma sinn var milduð í sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Landsréttur taldi sannað að Sæmundur Tryggvi hefði stungið fórnarlambið sex sinnum og að ein stungan hefði dregið það til bana. Honum hefði ekki getað dulist að líklegasta afleiðing gjörða hans væri að fórnarlambið hlyti bana af. Sæmundur Tryggvi var átján ára gamall þegar hann framdi manndrápið og í lögum um fullnustu refsinga segir að heimilt sé að veita fanga lausn til reynslu þegar einn þriðji hluti refsitímans er liðinn, enda hafi fangi verið 21 árs eða yngri þegar hann framdi afbrot það sem hann situr í fangelsi fyrir, hegðun hans og framkoma verið með ágætum og hann þegið viðeigandi meðferð í afplánun og tekist á við vímuefnavanda sinn, hafi hann verið til staðar. Fjórir mánuðir í lokuðu fangelsi eftir uppsögu Endanlegur dómur Sæmundar Tryggva var kveðinn upp þann 7. júlí síðastliðinn og því eru aðeins fjórir mánuðir frá dómsuppsögu. Frá þeirri refsingu kemur til frádráttar óslitið gæsluvarðhald hans frá 21. apríl 2023. Í lögum um fullnustu refsinga segir að þegar einn þriðji refsingar er reiknaður út skuli frádráttur tekinn með í reikninginn. Því hefur Sæmundur Tryggvi þegar afplánað rétt tæplega eitt og hálft ár af refsingu hans. Einn þriðji hluti refsingar hans er fjögur ár. Má einungis vera í eitt og hálft ár á Vernd Sem áður segir hefur Sæmundur Tryggvi nú verið færður úr lokuðu fangelsi á áfangaheimilið Vernd. Í lögum um fullnustu refsinga segir að Fangelsismálastofnun geti leyft fanga að afplána hluta refsitímans utan fangelsis, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Meðal skilyrða er að hann búi á sérstakri stofnun eða heimili sem stofnunin hefur gert samkomulag við og sé þar undir eftirliti. Á vef Fangelsismálastofnunar segir að áfangaheimilið Vernd sé það áfangaheimili sem Fangelsismálastofnun hafi gert samkomulag við og langflestir dómþolar sem uppfylla skilyrði afplána á. Einstaklingur sem þar dvelur skuli dvelja á áfangaheimilinu milli klukkan 23:00 og 07:00 alla daga vikunnar, þar að auki skuli hann vera á heimilinu milli klukkan 18:00 og 19:00 mánudaga til föstudaga og hann skuli fylgja öllum húsreglum sem þar gilda. Jafnframt beri þeim sem þar búa að stunda vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem forsvarsmenn Verndar hafa samþykkt. Í reglum Fangelsismálastofnunar segir að dvöl á vernd geti að hámarki orðið átján mánuðir þegar dæmd refsing er 10 ára og 6 mánaða fangelsi eða lengri. Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum manndrápið Af þessu leiðir að Sæmundur Tryggvi mun ekki dvelja lengur á Vernd en þangað til þrjú ár eru liðin frá því að hann framdi manndrápið. Sem áður segir kveðst settur fangelsismálastjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál en hann ræddi refsivörslukerfið á almennum nótum við Vísi. Birgir segir að að lokinni afplánun á Vernd sé almennt ekki gert ráð fyrir því að fangar fari þaðan aftur í lokað fangelsi. Næsta úrræði á eftir áfangaheimili er rafrænt eftirlit, sem fangar mega sæta í allt að eitt ár. Þannig munu fjögur ár vera liðin frá upphafi afplánunar Sæmundar Tryggva þegar sá tími sem hann má sæta rafrænu eftirliti líður. Birgir ítrekar að vistun á Vernd og rafrænt eftirlit sé háð ströngum skilyrðum um hegðun og annað slíkt. Stefnt að því að ungir afbrotamenn afpláni ekki lengi í lokuðu fangelsi Á almennum nótum segir Birgir að stefnt sé að því að ungir afbrotamenn afpláni ekki lengi í lokuðum fangelsum. Frekar sé stefnt að virkri betrun og því að hjálpa ungum afbrotamönnum að fóta sig í samfélaginu á ný eftir að hafa tekið út sína refsingu. „Við erum ekki að horfa á þessu klassísku gjaldastefnu, að viðkomandi eigi að sitja inni af því að hann á það skilið.“ Þessi sjónarmið endurspeglist bæði í lögum, til að mynda í ákvæðum um átta ára hámarkslengd refsidóma afbrotamanna undir átján ára og skemmri afplánunartíma afbrotamanna undir 21 árs, og vinnureglum Fangelsismálastofnunar um nánari útfærslu afplánunar.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Fangelsismál Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Piltar fyrir Landsrétt í manndrápsmáli Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja Fjarðarkaupsmálinu svokallaða til Landsréttar. Fyrir tæpum mánuði síðan sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness þrjá unga menn og stúlku fyrir sína þætti í manndrápi á 27 ára gömlum pólskum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. 1. desember 2023 15:31 Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 3. nóvember 2023 18:25 Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3. nóvember 2023 15:19 Réttað yfir ungmennum fyrir luktum dyrum Aðalmeðferð í Fjarðarkaupsmálinu svokallaða stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Fjögur ungmenni eru ákærð í málinu en þinghald í málinu er lokað. 5. október 2023 12:21 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Piltar fyrir Landsrétt í manndrápsmáli Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja Fjarðarkaupsmálinu svokallaða til Landsréttar. Fyrir tæpum mánuði síðan sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness þrjá unga menn og stúlku fyrir sína þætti í manndrápi á 27 ára gömlum pólskum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. 1. desember 2023 15:31
Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 3. nóvember 2023 18:25
Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3. nóvember 2023 15:19
Réttað yfir ungmennum fyrir luktum dyrum Aðalmeðferð í Fjarðarkaupsmálinu svokallaða stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Fjögur ungmenni eru ákærð í málinu en þinghald í málinu er lokað. 5. október 2023 12:21