Lagarammi um lögbrot Lára G. Sigurðardóttir skrifar 8. október 2024 11:03 Rómverjar voru lengi vel með óskrifuð lög. Þegar veldi þeirra stækkaði og varð flóknara varð að koma á betri röð og reglu í samfélaginu. Fyrstu rómversku lögin “lex duodecim tabularum” voru kunngjörð árið 449 fyrir Krist og skráð á tólf bronstöflur. Menn þurftu ekki lengur að munnhöggvast, heldur voru nú komin lög sem urðu strax öflugt stjórntæki. Um daginn hnaut ég um ólöglega áfengisauglýsingu frá ólöglegum söluaðila áfengis. Áfengisauglýsingar eru ólöglegar samkvæmt áfengislögum af augljósum ástæðum - þær hvetja til neyslu. Þar að auki hefur ÁTVR einkarétt á smásölu áfengis og netsala því er ekkert annað en ólögleg smásala með rafrænum hætti. Í einfeldni minni ákvað ég að gera tilraun og tilkynna lögbrotið, þótt mér þyki ekkert skemmtilegt að klaga. Byrjaði á að senda skjáskot af auglýsingunni á netfang lögreglunnar fyrir ábendingar. Lögreglan hafði engan áhuga á erindi mínu og benti á Neytendastofu. Ég áframsendi því tölvupóstinn á Neytendastofu sem svaraði um hæl með þeim rökum að lögreglan ætti að taka málið í sínar hendur þar sem auglýsingin birtist á samfélagsmiðlum. Enn og aftur hafði ég samband við lögregluna og fékk þar engin svör. Niðurstaða þessarar litlu tilraunar er því sú að við erum með bronsslegin áfengislög en engan til að framfylgja þeim. Dómsmálaráðherra hefur nú stigið fram og bent á að hér þrífist netsala áfengis í skjóli lagalegrar óvissu. Hið sanna í málinu er að netsalan var kærð fyrir rúmum fjórum árum til lögreglu en lítið hefur fréttst af því máli. Það hefur því enn ekki reynt á lögin. Við gætum allt eins verið uppi á tímum fyrir lagasetninguna í Rómarveldi. Útspil dómsmálaráðherra vekur furðu því í stað þess að láta reyna á lögin eða styrkja þau með því að taka sérstaklega fram einkarétt ÁTVR á allri smásölu þá hyggst hún opna fyrir kranann og leyfa áfengi að flæða um samfélagið sem aldrei fyrr. Orð dómsmálaráðherra um að ætlun flokksins sé ekki að auka neyslu í samfélaginu er tálsýn og í engu samræmi við niðurstöður rannsókna eða einföld markaðslögmál. Við eigum að krefjast þess að embættismenn axli ábyrgð með þessu skaðlega áfengisfrumvarpi sem þeir leggja nafn sitt við. Því nái það fram að ganga megum við búa okkur undir stigvaxandi neyslu í samfélaginu með tilheyrandi sjúkdómsbyrði og öðrum kostnaði sem fellur á flesta kima samfélagsins - gleymum ekki að hér á landi látast um 140 einstaklingar árlega af völdum áfengisneyslu. Að stuðla að auknum samfélagsskaða er undir venjulegum kringumstæðum glæpsamlegt. Ef heilbrigðisstarfsmaður verður uppvís að skaða sjúkling sinn er hann dreginn fyrir dóm. Sama á að gilda um ráðherra og aðra þingmenn, því þeir standa vörð um lýðheilsu og eru því einnig heilbrigðisstarfsmenn samfélagsins. Þeir bera ábyrgð á að stýra samfélaginu í heilbrigðan farveg. Sjálfstæðisflokkurinn gæti til dæmis beitt sér fyrir að bæta heldur aðgengi að lífrænu grænmeti og öðrum þáttum sem stuðla að góðri heilsu og heilbrigðara samfélagi. Núverandi áfengislög eru upp á tíu, fyrir utan kannski að skilgreina betur netsölu sem smásölu. Norðmenn eru með svipað kerfi og við. Öll smásala á netinu er í gegnum þeirra ÁTVR. Þegar fólk pantar erlendis frá leggjast ýmiss gjöld á, svo sem tollur, umsýslugjald og svo virðisauki ofan á allt saman þannig að vín keypt erlendis frá verður alltaf dýrara en það sem keypt er í ÁTVR. Það tekur líka lengri tíma að berast. Báðir þessir þættir eru mikilvægir til að draga úr neyslu. Auk þess einskorðast afhending vínsins við dagvinnutíma. Það er gott módel. Norðmenn leyfa þó smásölu á bjór sem er allt að 4,7%. Við gætum skoðað það, enda er nú þegar leyft að selja bjór beint frá innlendum framleiðendum, en það er algjör óþarfi að leyfa smásölu á öllu víni. Í raun er það ekki bara óþarfi heldur glapræði. Með því að opna á smásölu myndu innlendu áfengisverslanirnar heyja innbyrðis verðsamkeppni og keppast um að auglýsa, eins og raun ber nú þegar vitni, enda tilgangurinn að selja sem mest. Verum skynsöm og verndum það sem gott er - í stað þess að setja lagaramma um lögbrot sem hefur viðgengist í mörg ár í skjóli lögreglunnar sem aðhefst ekki neitt. Viljum við virkilega flytja sölu og dreifingu hættulegs efnis til einstaklinga sem kæra sig kollótta um velferð okkar allra og borga ekki fyrir samfélagsskaðann? Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Rómverjar voru lengi vel með óskrifuð lög. Þegar veldi þeirra stækkaði og varð flóknara varð að koma á betri röð og reglu í samfélaginu. Fyrstu rómversku lögin “lex duodecim tabularum” voru kunngjörð árið 449 fyrir Krist og skráð á tólf bronstöflur. Menn þurftu ekki lengur að munnhöggvast, heldur voru nú komin lög sem urðu strax öflugt stjórntæki. Um daginn hnaut ég um ólöglega áfengisauglýsingu frá ólöglegum söluaðila áfengis. Áfengisauglýsingar eru ólöglegar samkvæmt áfengislögum af augljósum ástæðum - þær hvetja til neyslu. Þar að auki hefur ÁTVR einkarétt á smásölu áfengis og netsala því er ekkert annað en ólögleg smásala með rafrænum hætti. Í einfeldni minni ákvað ég að gera tilraun og tilkynna lögbrotið, þótt mér þyki ekkert skemmtilegt að klaga. Byrjaði á að senda skjáskot af auglýsingunni á netfang lögreglunnar fyrir ábendingar. Lögreglan hafði engan áhuga á erindi mínu og benti á Neytendastofu. Ég áframsendi því tölvupóstinn á Neytendastofu sem svaraði um hæl með þeim rökum að lögreglan ætti að taka málið í sínar hendur þar sem auglýsingin birtist á samfélagsmiðlum. Enn og aftur hafði ég samband við lögregluna og fékk þar engin svör. Niðurstaða þessarar litlu tilraunar er því sú að við erum með bronsslegin áfengislög en engan til að framfylgja þeim. Dómsmálaráðherra hefur nú stigið fram og bent á að hér þrífist netsala áfengis í skjóli lagalegrar óvissu. Hið sanna í málinu er að netsalan var kærð fyrir rúmum fjórum árum til lögreglu en lítið hefur fréttst af því máli. Það hefur því enn ekki reynt á lögin. Við gætum allt eins verið uppi á tímum fyrir lagasetninguna í Rómarveldi. Útspil dómsmálaráðherra vekur furðu því í stað þess að láta reyna á lögin eða styrkja þau með því að taka sérstaklega fram einkarétt ÁTVR á allri smásölu þá hyggst hún opna fyrir kranann og leyfa áfengi að flæða um samfélagið sem aldrei fyrr. Orð dómsmálaráðherra um að ætlun flokksins sé ekki að auka neyslu í samfélaginu er tálsýn og í engu samræmi við niðurstöður rannsókna eða einföld markaðslögmál. Við eigum að krefjast þess að embættismenn axli ábyrgð með þessu skaðlega áfengisfrumvarpi sem þeir leggja nafn sitt við. Því nái það fram að ganga megum við búa okkur undir stigvaxandi neyslu í samfélaginu með tilheyrandi sjúkdómsbyrði og öðrum kostnaði sem fellur á flesta kima samfélagsins - gleymum ekki að hér á landi látast um 140 einstaklingar árlega af völdum áfengisneyslu. Að stuðla að auknum samfélagsskaða er undir venjulegum kringumstæðum glæpsamlegt. Ef heilbrigðisstarfsmaður verður uppvís að skaða sjúkling sinn er hann dreginn fyrir dóm. Sama á að gilda um ráðherra og aðra þingmenn, því þeir standa vörð um lýðheilsu og eru því einnig heilbrigðisstarfsmenn samfélagsins. Þeir bera ábyrgð á að stýra samfélaginu í heilbrigðan farveg. Sjálfstæðisflokkurinn gæti til dæmis beitt sér fyrir að bæta heldur aðgengi að lífrænu grænmeti og öðrum þáttum sem stuðla að góðri heilsu og heilbrigðara samfélagi. Núverandi áfengislög eru upp á tíu, fyrir utan kannski að skilgreina betur netsölu sem smásölu. Norðmenn eru með svipað kerfi og við. Öll smásala á netinu er í gegnum þeirra ÁTVR. Þegar fólk pantar erlendis frá leggjast ýmiss gjöld á, svo sem tollur, umsýslugjald og svo virðisauki ofan á allt saman þannig að vín keypt erlendis frá verður alltaf dýrara en það sem keypt er í ÁTVR. Það tekur líka lengri tíma að berast. Báðir þessir þættir eru mikilvægir til að draga úr neyslu. Auk þess einskorðast afhending vínsins við dagvinnutíma. Það er gott módel. Norðmenn leyfa þó smásölu á bjór sem er allt að 4,7%. Við gætum skoðað það, enda er nú þegar leyft að selja bjór beint frá innlendum framleiðendum, en það er algjör óþarfi að leyfa smásölu á öllu víni. Í raun er það ekki bara óþarfi heldur glapræði. Með því að opna á smásölu myndu innlendu áfengisverslanirnar heyja innbyrðis verðsamkeppni og keppast um að auglýsa, eins og raun ber nú þegar vitni, enda tilgangurinn að selja sem mest. Verum skynsöm og verndum það sem gott er - í stað þess að setja lagaramma um lögbrot sem hefur viðgengist í mörg ár í skjóli lögreglunnar sem aðhefst ekki neitt. Viljum við virkilega flytja sölu og dreifingu hættulegs efnis til einstaklinga sem kæra sig kollótta um velferð okkar allra og borga ekki fyrir samfélagsskaðann? Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun