Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem skrifar 8. október 2024 13:32 Við í Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir stafrænni byltingu síðustu ár til að bæta þjónustu og minnka sóun, vesen og mengun. Eitt lykilverkefnið Betri borg fyrir börn sem snýr að því að straumlínulaga þjónustu við börn og fjölskyldur og grípa börn á þeirra forsendum með snemmtækri íhlutun hefur verið valið í lokaúrtaki vegna verðlaunananna Seoul Smart City Prize á stórri ráðstefnu um stafræna þjónustu sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu og hefst á morgun. Við erum tilnefnd í flokki sem varðar nýsköpun og þróun tæknilausna til að bæta hreyfanleika, öryggi, velferð, menningu, stjórnsýslu og fara vel með orkuna og umhverfið í leiðinni. Ég hef hlotið þann heiður að vera fulltrúi Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni og mun ég þar kynna verkefnið fyrir heimsbyggðinni um leið og ég fæ tækifæri til að kynnast umbreytingarverkefnum í öðrum borgum. Mynda tengsl og deila hugmyndum með öðrum og njóta innblásturs frá opinberum þjónustuveitendum í heimsklassa. Um leið er þetta ákveðin staðfesting á því að í dag telst Reykjavíkurborg til leiðandi borga í stafrænni þjónustuumbreytingu á heimsvísu. Í þessu verkefni hefur náðst ótrúlegur árangur í að umbreyta úreltu verklagi í þjónustu við börn sem þurfa sérstakan stuðning. Viðhöfum eflt stafræna innviði og utanumhald til þess að bæta þjónustuna og er þetta skref í átt að enn einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem við tökum utan um börn þar sem þau eru stödd. Stjórnsýslan í kringum verkefnið hefur verið einfölduð sömuleiðis en áður voru ótal umsóknareyðublöð sem þurfti að fylla út og senda inn, núna er eitt stafrænt viðmót. Þetta verklag er betra, skýrara og auðveldar bæði foreldrum að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem barnið fær, og auðveldar sérfræðingum að halda utan um vinnuna. Þetta hefur gert snemmtæka íhlutun auðveldari, fært þjónustuna út í hverfin og lækkað þröskuldinn til að setja þjónustu í gang. Þetta er nefnilega ekki bara innleiðing á stafrænni tækni og stafræn umbreyting snýst ekki bara um eitthvað tæknibras. Við erum í grunninn að tala um uppfært og nútímalegt verklag og þjónustumenningu, sem byggir á grunni betri stafrænna innviða og þjónustustefnu borgarinnar. Svona nýtum við tíma og orku betur, förum betur með fjármagn og gerum Reykjavíkurborg að alvöru þjónustustofnun í þágu íbúa. Þannig búum við til betri borg fyrir börn. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Borgarstjórn Reykjavík Píratar Stafræn þróun Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Við í Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir stafrænni byltingu síðustu ár til að bæta þjónustu og minnka sóun, vesen og mengun. Eitt lykilverkefnið Betri borg fyrir börn sem snýr að því að straumlínulaga þjónustu við börn og fjölskyldur og grípa börn á þeirra forsendum með snemmtækri íhlutun hefur verið valið í lokaúrtaki vegna verðlaunananna Seoul Smart City Prize á stórri ráðstefnu um stafræna þjónustu sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu og hefst á morgun. Við erum tilnefnd í flokki sem varðar nýsköpun og þróun tæknilausna til að bæta hreyfanleika, öryggi, velferð, menningu, stjórnsýslu og fara vel með orkuna og umhverfið í leiðinni. Ég hef hlotið þann heiður að vera fulltrúi Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni og mun ég þar kynna verkefnið fyrir heimsbyggðinni um leið og ég fæ tækifæri til að kynnast umbreytingarverkefnum í öðrum borgum. Mynda tengsl og deila hugmyndum með öðrum og njóta innblásturs frá opinberum þjónustuveitendum í heimsklassa. Um leið er þetta ákveðin staðfesting á því að í dag telst Reykjavíkurborg til leiðandi borga í stafrænni þjónustuumbreytingu á heimsvísu. Í þessu verkefni hefur náðst ótrúlegur árangur í að umbreyta úreltu verklagi í þjónustu við börn sem þurfa sérstakan stuðning. Viðhöfum eflt stafræna innviði og utanumhald til þess að bæta þjónustuna og er þetta skref í átt að enn einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem við tökum utan um börn þar sem þau eru stödd. Stjórnsýslan í kringum verkefnið hefur verið einfölduð sömuleiðis en áður voru ótal umsóknareyðublöð sem þurfti að fylla út og senda inn, núna er eitt stafrænt viðmót. Þetta verklag er betra, skýrara og auðveldar bæði foreldrum að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem barnið fær, og auðveldar sérfræðingum að halda utan um vinnuna. Þetta hefur gert snemmtæka íhlutun auðveldari, fært þjónustuna út í hverfin og lækkað þröskuldinn til að setja þjónustu í gang. Þetta er nefnilega ekki bara innleiðing á stafrænni tækni og stafræn umbreyting snýst ekki bara um eitthvað tæknibras. Við erum í grunninn að tala um uppfært og nútímalegt verklag og þjónustumenningu, sem byggir á grunni betri stafrænna innviða og þjónustustefnu borgarinnar. Svona nýtum við tíma og orku betur, förum betur með fjármagn og gerum Reykjavíkurborg að alvöru þjónustustofnun í þágu íbúa. Þannig búum við til betri borg fyrir börn. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun