Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. október 2024 07:02 Tryggvi Helgason, barnalæknir, hefur beitt sér fyrir því að gripið verði til aðgerða vegna aukinnar offitu barna. VÍSIR Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Hröð en skiljanleg aukning Tryggvi Helgason, barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitumeðferð var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir aukningu í notkun á lyfjunum skiljanlega. „Þetta er hröð aukning en hún er skiljanleg að því leyti að það eru mjög margir á Íslandi sem eru með offitu, það er mjög hátt hlutfall af þjóðinni með offitu. Það þarf ekkert endilega að koma á óvart að margir vilji fara á lyf sem hjálpar við offitu þannig það eitt og er ekki endilega eitthvað brjálæðislega óvænt.“ Hátt í hundrað börn á lyfjunum Hann segir mismunandi hvað veldur offitu hjá einstaklingum. Um 75 til 100 börn eru á þessum lyfjum. „Við vitum ekki alveg hvort börn þurfi að vera á þessum lyfjum ævilangt og vonum að við getum stoppað notkun hjá einhverjum, en það er líklegt að einhverjir verði á þeim til lengri tíma.“ Er réttlætanlegt að setja börn á lyf sem ekki er vitað nægilega mikið um til langs tíma? „Í rauninni er svarið mjög persónubundið fyrir hvert og eitt barn og það gildi um allar ákvarðanir sem læknar taka. Þú þarft að horfa á það hvaða sjúkdóm þú ert að meðhöndla og hvað gerist ef ég geri það ekki?“ Læknar þurfi að spyrja sig hvort afleiðingar offitu séu verri en hugsanlegar aukaverkanir lyfsins. „Ef svarið er já, þá er það algjörlega réttlætanleg ákvörðun.“ Hann segir vitað um langtímaafleiðingar lyfjanna að vissu leyti og segir Tryggvi að öll þau börn sem hann hafi sett á lyfin þurfi virkilega á þeim að halda til að snúa sinni þróun við. „Valkosturinn er alltaf að meðhöndla ekki og ég vel það oft.“ Ein heimsókn á heilsugæslu eigi ekki að duga Í Kompás kom fram að hvaða læknir sem er má ávísa lyfjunum og er algengt að fólk fái þau með einni heimsókn á heilsugæsluna. Læknir sagði of marga á lyfjunum sem eigi ekki að vera á þeim. „Heilsugæslulæknar eru sérfræðingar þannig það er ekkert að því að þeir vinni með sínum skjólstæðingum ef þeir þekkja þá vel, en það skiptir miklu máli að læknirinn þekki lyfið og þekki skjólstæðinginn.“ En er ekkert óeðlilegt að ein heimsókn á heilsugæsluna dugi til að fá lyfin? „Það er ekki þannig sem þetta lyf á að vera notað, það er bara svoleiðis. Ef þú ert með einhvern sjúkling fyrir framan þig sem þú þekkir ekkert þá áttu ekki að skrifa upp á lyf nema búa til eitthvað plan með viðkomandi um hvað á að gera og hvað er búið að gera og svo framvegis. Þannig þetta er ekki lausn eitt og sér.“ Lyfin leysi ekki offituvandann Offita hefur aukist gríðarlega og segir Tryggvi þróunina ekki góða. „Ég er búinn að vara við því í mörg ár að Íslendingar séu að auka við offitu hjá bæði fullorðnum og börnum. En þá þurfa heilbrigðisyfirvöld að koma inn í það verkefni, forvarnaryfirvöld, landlæknir og stjórnmálin öll þurfa að koma að því að breyta landslaginu á Íslandi.“ Huga þurfi að mörgum þáttum. Fólk þurfi að gefa sér tíma til að elda hollan mat, hreyfa sig og minnka bílanotkun á milli staða. „Þetta eru hlutir sem við þurfum að vinna með ef við ætlum að fækka þeim sem eru með offitu á Íslandi, lyfin leysa það ekki. Við erum með lyfjunum að hjálpa þeim sem eru komnir í vandræði.“ Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Hröð en skiljanleg aukning Tryggvi Helgason, barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitumeðferð var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir aukningu í notkun á lyfjunum skiljanlega. „Þetta er hröð aukning en hún er skiljanleg að því leyti að það eru mjög margir á Íslandi sem eru með offitu, það er mjög hátt hlutfall af þjóðinni með offitu. Það þarf ekkert endilega að koma á óvart að margir vilji fara á lyf sem hjálpar við offitu þannig það eitt og er ekki endilega eitthvað brjálæðislega óvænt.“ Hátt í hundrað börn á lyfjunum Hann segir mismunandi hvað veldur offitu hjá einstaklingum. Um 75 til 100 börn eru á þessum lyfjum. „Við vitum ekki alveg hvort börn þurfi að vera á þessum lyfjum ævilangt og vonum að við getum stoppað notkun hjá einhverjum, en það er líklegt að einhverjir verði á þeim til lengri tíma.“ Er réttlætanlegt að setja börn á lyf sem ekki er vitað nægilega mikið um til langs tíma? „Í rauninni er svarið mjög persónubundið fyrir hvert og eitt barn og það gildi um allar ákvarðanir sem læknar taka. Þú þarft að horfa á það hvaða sjúkdóm þú ert að meðhöndla og hvað gerist ef ég geri það ekki?“ Læknar þurfi að spyrja sig hvort afleiðingar offitu séu verri en hugsanlegar aukaverkanir lyfsins. „Ef svarið er já, þá er það algjörlega réttlætanleg ákvörðun.“ Hann segir vitað um langtímaafleiðingar lyfjanna að vissu leyti og segir Tryggvi að öll þau börn sem hann hafi sett á lyfin þurfi virkilega á þeim að halda til að snúa sinni þróun við. „Valkosturinn er alltaf að meðhöndla ekki og ég vel það oft.“ Ein heimsókn á heilsugæslu eigi ekki að duga Í Kompás kom fram að hvaða læknir sem er má ávísa lyfjunum og er algengt að fólk fái þau með einni heimsókn á heilsugæsluna. Læknir sagði of marga á lyfjunum sem eigi ekki að vera á þeim. „Heilsugæslulæknar eru sérfræðingar þannig það er ekkert að því að þeir vinni með sínum skjólstæðingum ef þeir þekkja þá vel, en það skiptir miklu máli að læknirinn þekki lyfið og þekki skjólstæðinginn.“ En er ekkert óeðlilegt að ein heimsókn á heilsugæsluna dugi til að fá lyfin? „Það er ekki þannig sem þetta lyf á að vera notað, það er bara svoleiðis. Ef þú ert með einhvern sjúkling fyrir framan þig sem þú þekkir ekkert þá áttu ekki að skrifa upp á lyf nema búa til eitthvað plan með viðkomandi um hvað á að gera og hvað er búið að gera og svo framvegis. Þannig þetta er ekki lausn eitt og sér.“ Lyfin leysi ekki offituvandann Offita hefur aukist gríðarlega og segir Tryggvi þróunina ekki góða. „Ég er búinn að vara við því í mörg ár að Íslendingar séu að auka við offitu hjá bæði fullorðnum og börnum. En þá þurfa heilbrigðisyfirvöld að koma inn í það verkefni, forvarnaryfirvöld, landlæknir og stjórnmálin öll þurfa að koma að því að breyta landslaginu á Íslandi.“ Huga þurfi að mörgum þáttum. Fólk þurfi að gefa sér tíma til að elda hollan mat, hreyfa sig og minnka bílanotkun á milli staða. „Þetta eru hlutir sem við þurfum að vinna með ef við ætlum að fækka þeim sem eru með offitu á Íslandi, lyfin leysa það ekki. Við erum með lyfjunum að hjálpa þeim sem eru komnir í vandræði.“
Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02
Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02