Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2024 20:24 Magnús Þór Jónsson. vísir Magnús Þór Jónsson formaður KÍ er þögull sem gröfin um nöfn þeirra skóla þar sem verkfall gæti hafist í lok mánaðar. Greidd verða atkvæði um verkfall í níu skólum og atkvæðagreiðslu lýkur á fimmtudag. Í tilkynningu frá KÍ í dag var greint frá atkvæðagreiðslunni í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll. Í dag bættist tónlistarskóli við þennan hóp. Magnús Þór ræddi fyrirhuguð verkföll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við hjá Kennarasambandinu höfum verið að benda á stóra verkefnið. Stóra verkefnið er það að við sem samfélag horfum til fjárfestinga í skólastarfinu. Eflum fagmennsku í skólastarfi og treystum stöðugleikann í þeim sessi sem við viljum,“ segir Magnús Þór. Varðandi verkfallsaðgerðirnar segir Magnús að aðgerðirnar séu einungis innlegg í kjaraviðræðurnar, án þess að svara því um hvaða skóla ræði. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað.“ Magnús Þór segir verkefnið vera að leiða deilur til lykta. „Við þurfum að þrýsta á umræðu um að við fjárfestum í kennurum og fyllum skólana af fagfólki. Þá verður sannarlega tími fyrir okkur, fulltrúa Kennarasambandsins, og fulltrúa opinberra launagreiðanda að leiða það til lykta áður en til aðgerða kemur sem verður einhvern tímann í lok mánaðarins.“ Hann segir um langtímaverkefni að ræða. „Það samtal sem við viljum eiga á að snúast um að við eflum fagmennsku, treystum kerfið og fyllum skólana af fagfólki. Foreldrar eru svo sannarlega með okkur í liði, það höfum við fundið síðustu vikur,“ segir Magnús Þór að lokum. Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Stéttarfélög Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Í tilkynningu frá KÍ í dag var greint frá atkvæðagreiðslunni í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll. Í dag bættist tónlistarskóli við þennan hóp. Magnús Þór ræddi fyrirhuguð verkföll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við hjá Kennarasambandinu höfum verið að benda á stóra verkefnið. Stóra verkefnið er það að við sem samfélag horfum til fjárfestinga í skólastarfinu. Eflum fagmennsku í skólastarfi og treystum stöðugleikann í þeim sessi sem við viljum,“ segir Magnús Þór. Varðandi verkfallsaðgerðirnar segir Magnús að aðgerðirnar séu einungis innlegg í kjaraviðræðurnar, án þess að svara því um hvaða skóla ræði. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað.“ Magnús Þór segir verkefnið vera að leiða deilur til lykta. „Við þurfum að þrýsta á umræðu um að við fjárfestum í kennurum og fyllum skólana af fagfólki. Þá verður sannarlega tími fyrir okkur, fulltrúa Kennarasambandsins, og fulltrúa opinberra launagreiðanda að leiða það til lykta áður en til aðgerða kemur sem verður einhvern tímann í lok mánaðarins.“ Hann segir um langtímaverkefni að ræða. „Það samtal sem við viljum eiga á að snúast um að við eflum fagmennsku, treystum kerfið og fyllum skólana af fagfólki. Foreldrar eru svo sannarlega með okkur í liði, það höfum við fundið síðustu vikur,“ segir Magnús Þór að lokum.
Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Stéttarfélög Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira