Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 10:17 Lögreglumenn með sprengueyðingarvélmenni við fyrirtækið Elbit Systems í Gautaborg þar sem skotárás var gerð í morgun. Vísir/EPA Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði. Árásin átti sér stað við fyrirtækið Elbit Systems í Kallebäck í Gautaborg. Það er sænskt dótturfélag ísraelska hergagnaframleiðandans Elbit Systems. Talsmaður lögreglunnar segir að nokkrar sveitir lögreglumanna og þyrlur hafi verið sendar á staðinn þegar tilkynning barst um skotárás. Sá handtekni er yngri en fimmtán ára, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Staðarblaðið Gautaborgarpósturinn segir að sá sem var handtekinn sé þrettán ára gamall piltur. Lögreglan segir að ekki séu fleiri grunaðir um aðild að árásinni að svo stöddu. Tilkynningar bárust einnig um mögulegar sprengingar við fyrirtækið en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki sé þó hægt að útiloka að kanna þurfi tortryggilega hluti á svæðinu. Sprengjusveit lögreglunnar hefur sést á svæðinu. Elbit Systems sér Ísraelsher meðal annars fyrir ýmis konar hergögnum. Dótturfélagið í Svíþjóð er með samninga við sænska herinn um framleiðslu á ýmis konar búnaði, meðal annars fjarskiptakerfum. Mótmælt hefur verið fyrir utan fyrirtækið og skemmdarverk unnin. Í sumar var sprengju komið fyrir við inngang fyrirtækisins. Sérfræðingur sænska ríkisútvarpsins í öryggismálum segir að herferðin gegn Elbit tengist óánægju með hernað Ísraela í Miðausturlöndum. Ekki sé ljóst hvort að uppákoman í dag tengist því. Hann veltir upp möguleikanum á að írönsk stjórnvöld standi að baki árásum sem þessari á ísraelsk fyrirtæki. Nokkrar uppákomur hafa orðið við ísraelskar stofnanir á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur. Þrír ungir Svíar voru handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Degi áður var skotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Fréttin verður uppfærð. Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Árásin átti sér stað við fyrirtækið Elbit Systems í Kallebäck í Gautaborg. Það er sænskt dótturfélag ísraelska hergagnaframleiðandans Elbit Systems. Talsmaður lögreglunnar segir að nokkrar sveitir lögreglumanna og þyrlur hafi verið sendar á staðinn þegar tilkynning barst um skotárás. Sá handtekni er yngri en fimmtán ára, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Staðarblaðið Gautaborgarpósturinn segir að sá sem var handtekinn sé þrettán ára gamall piltur. Lögreglan segir að ekki séu fleiri grunaðir um aðild að árásinni að svo stöddu. Tilkynningar bárust einnig um mögulegar sprengingar við fyrirtækið en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki sé þó hægt að útiloka að kanna þurfi tortryggilega hluti á svæðinu. Sprengjusveit lögreglunnar hefur sést á svæðinu. Elbit Systems sér Ísraelsher meðal annars fyrir ýmis konar hergögnum. Dótturfélagið í Svíþjóð er með samninga við sænska herinn um framleiðslu á ýmis konar búnaði, meðal annars fjarskiptakerfum. Mótmælt hefur verið fyrir utan fyrirtækið og skemmdarverk unnin. Í sumar var sprengju komið fyrir við inngang fyrirtækisins. Sérfræðingur sænska ríkisútvarpsins í öryggismálum segir að herferðin gegn Elbit tengist óánægju með hernað Ísraela í Miðausturlöndum. Ekki sé ljóst hvort að uppákoman í dag tengist því. Hann veltir upp möguleikanum á að írönsk stjórnvöld standi að baki árásum sem þessari á ísraelsk fyrirtæki. Nokkrar uppákomur hafa orðið við ísraelskar stofnanir á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur. Þrír ungir Svíar voru handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Degi áður var skotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Fréttin verður uppfærð.
Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira