Skrepp í skimun, október tími umhugsunar Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir skrifa 10. október 2024 13:03 Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsuverkefni sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameina hefur aukist frá því skráningar hófust fyrir 70 árum. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars aukinn mannfjöldi, aukin krabbameinsáhætta, hækkandi meðalaldur þjóðar, skimanir og bætt greiningartækni. Tilgangur skimunar fyrir krabbameini er að bjarga mannslífum, draga úr nýgengi (tíðni) og dánartíðni af völdum ákveðinna tegunda krabbameina. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna og rannsóknir sýna að regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini getur lækkað dánartíðni vegna sjúkdómsins um 20%. Gjald fyrir brjóstaskimun fer í 500 kr. Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hefur úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópnum, þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Ástæður sem nefndar eru sem hindrun fyrir að mæta í skimun eru of hátt verð og að þurfa að taka frí frá vinnu til að mæta. Nú hefur heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ákveðið að mæta gagnrýni um að kostnaður við skimun dragi úr vilja kvenna til að mæta og brjóstaskimun mun því aðeins kosta 500 krónur frá og með 14. október n.k. Það jafn mikið og konur greiða fyrir leghálsskimun hjá heilsugæslunni. Atvinnurekendur með í átakið Konur eiga rétt á fríi úr vinnu til að mæta í skimun það er ástæða til að atvinnurekendur komi með í átakið „skrepp í skimun“ Það er ánægjulegt að sjá að Félag kvenna í atvinnulífinu taki höndum saman með Krabbameinsfélaginu í árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein. Vinnustaðir þurfa líka að sýna sveigjanleika, sér í lagi úti á landi þar sem brjóstaskimun stendur aðeins yfir í nokkra daga í einu í hverjum landshluta. Þá þarf að koma á móts við konur sem ferðast milli staða til að sækja skimun sem oft þýðir 2-4 klukkustundir frá vinnu. Þegar um stóra kvennavinnustaði er að ræða er mikilvægt að skipuleggja vinnuna þessa daga þannig að svigrúm myndist til að skreppa frá. Það er allra hagur að fylgst sé reglulega með heilsufari á vinnustöðum, skimun fyrir krabbameini er einn liður í því. Sýnum kærleik og minnum konur á að mæta, á vinnustöðum, innan fjölskyldna og vinahópa. Það er mikilvægt. Höfundar eru þingmenn Framsóknar og nefndarmenn í velferðarnefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkurinn Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsuverkefni sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameina hefur aukist frá því skráningar hófust fyrir 70 árum. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars aukinn mannfjöldi, aukin krabbameinsáhætta, hækkandi meðalaldur þjóðar, skimanir og bætt greiningartækni. Tilgangur skimunar fyrir krabbameini er að bjarga mannslífum, draga úr nýgengi (tíðni) og dánartíðni af völdum ákveðinna tegunda krabbameina. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna og rannsóknir sýna að regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini getur lækkað dánartíðni vegna sjúkdómsins um 20%. Gjald fyrir brjóstaskimun fer í 500 kr. Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hefur úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópnum, þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Ástæður sem nefndar eru sem hindrun fyrir að mæta í skimun eru of hátt verð og að þurfa að taka frí frá vinnu til að mæta. Nú hefur heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ákveðið að mæta gagnrýni um að kostnaður við skimun dragi úr vilja kvenna til að mæta og brjóstaskimun mun því aðeins kosta 500 krónur frá og með 14. október n.k. Það jafn mikið og konur greiða fyrir leghálsskimun hjá heilsugæslunni. Atvinnurekendur með í átakið Konur eiga rétt á fríi úr vinnu til að mæta í skimun það er ástæða til að atvinnurekendur komi með í átakið „skrepp í skimun“ Það er ánægjulegt að sjá að Félag kvenna í atvinnulífinu taki höndum saman með Krabbameinsfélaginu í árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein. Vinnustaðir þurfa líka að sýna sveigjanleika, sér í lagi úti á landi þar sem brjóstaskimun stendur aðeins yfir í nokkra daga í einu í hverjum landshluta. Þá þarf að koma á móts við konur sem ferðast milli staða til að sækja skimun sem oft þýðir 2-4 klukkustundir frá vinnu. Þegar um stóra kvennavinnustaði er að ræða er mikilvægt að skipuleggja vinnuna þessa daga þannig að svigrúm myndist til að skreppa frá. Það er allra hagur að fylgst sé reglulega með heilsufari á vinnustöðum, skimun fyrir krabbameini er einn liður í því. Sýnum kærleik og minnum konur á að mæta, á vinnustöðum, innan fjölskyldna og vinahópa. Það er mikilvægt. Höfundar eru þingmenn Framsóknar og nefndarmenn í velferðarnefnd Alþingis.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun