Orkuskipti við hafnir á Norðurlandi eystra Ottó Elíasson skrifar 10. október 2024 14:30 Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og það er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Til að efla þessa umræðu er nú komin út komin skýrsla um orkuskipti í haftengdri starfsemi á Norðurlandi eystra, unnin af okkur hjá Eimi: samstarfsvettvangi orkufyrirtækja, ríkis og sveitar á Norðurlandi um bætta nýtingu auðlinda. Verkefnið var fjármagnað af LIFE styrkaráætlun ESB gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET), og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Fyrir utan að þjóna skipum og bátum geta hafnarsvæði leikið lykilhlutverk í orkuskiptum fyrir farartæki á landi. Víða, sérstaklega á landsbyggðinni, eru hafnarsvæði hjarta atvinnulífsins og krefjast því bæði orku og öflugra innviða sem mætti með góðu skipulagi samnýta fyrir flutningabíla, hverra akstur um hafnarsvæði er iðulega þungur. Í þessu samhengi þarf að hugsa fyrir því fram í tímann hvernig anna eigi raforkuþörf við hafnir og koma fyrir raf- eða lífeldsneyti til afhendingar. Í skýrslunni eru áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra greind útfrá stærð flota smærri báta í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Sambærilegar greiningar hafa þegar verið unnar af kollegum okkar í Bláma fyrir Vestfirði, sjá hér og hér. Ein mikilvægasta niðurstaðan úr þessari vinnu er það að ekkert eiginlegt innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum svo tryggt sé að þær beri bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta vel eins og það er sett upp í dag. Raforkukerfið á svæðinu ætti þannig hæglega að geta borið þá aflaukningu sem nauðsynleg er fyrir smærri báta svæðisins enda er það niðurstaðan að mest aukanotkun á raforku komi til nóttunni þegar samfélagið notar almennt minni orku, og svo á sumrin í takt við ferðamannastraum þegar framboð af raforku er betra en á veturna. Landtengingar fyrir stór skip og báta með aflþörf sem jafnast getur á við framleiðslu nokkurra smávirkjana (5 til 15 MW) geta hinsvegar verið afar krefjandi í rekstri fyrir rafkerfi sér í lagi í minni bæjum. Ef skemmtiferðaskip leggst að höfn í litlu bæjarfélagi, getur landtenging slíks skips margfaldað raforkunotkun bæjarins á hverjum tíma. Hugsa þarf fyrir því hvar stórir og aflfrekir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti slíkum skipum til landtenginga. Skynsamlegt væri að sveitarfélög sammælist um móttöku á stærri skipum með hliðsjón af framgangi orkuskipta. Orkuskiptin verða ekki af sjálfu sér. Sveitarfélög, ríki og atvinnulíf þurfa að leysa þessi vandamál í sameiningu og knappur tími er til stefnu. Margt gott er í farvatninu en til að ná alvöru árangri þarf að setja aukinn kraft og fjármagn í orkuskiptin og skipulagningu þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Sjávarútvegur Orkumál Hafnarmál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og það er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Til að efla þessa umræðu er nú komin út komin skýrsla um orkuskipti í haftengdri starfsemi á Norðurlandi eystra, unnin af okkur hjá Eimi: samstarfsvettvangi orkufyrirtækja, ríkis og sveitar á Norðurlandi um bætta nýtingu auðlinda. Verkefnið var fjármagnað af LIFE styrkaráætlun ESB gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET), og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Fyrir utan að þjóna skipum og bátum geta hafnarsvæði leikið lykilhlutverk í orkuskiptum fyrir farartæki á landi. Víða, sérstaklega á landsbyggðinni, eru hafnarsvæði hjarta atvinnulífsins og krefjast því bæði orku og öflugra innviða sem mætti með góðu skipulagi samnýta fyrir flutningabíla, hverra akstur um hafnarsvæði er iðulega þungur. Í þessu samhengi þarf að hugsa fyrir því fram í tímann hvernig anna eigi raforkuþörf við hafnir og koma fyrir raf- eða lífeldsneyti til afhendingar. Í skýrslunni eru áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra greind útfrá stærð flota smærri báta í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Sambærilegar greiningar hafa þegar verið unnar af kollegum okkar í Bláma fyrir Vestfirði, sjá hér og hér. Ein mikilvægasta niðurstaðan úr þessari vinnu er það að ekkert eiginlegt innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum svo tryggt sé að þær beri bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta vel eins og það er sett upp í dag. Raforkukerfið á svæðinu ætti þannig hæglega að geta borið þá aflaukningu sem nauðsynleg er fyrir smærri báta svæðisins enda er það niðurstaðan að mest aukanotkun á raforku komi til nóttunni þegar samfélagið notar almennt minni orku, og svo á sumrin í takt við ferðamannastraum þegar framboð af raforku er betra en á veturna. Landtengingar fyrir stór skip og báta með aflþörf sem jafnast getur á við framleiðslu nokkurra smávirkjana (5 til 15 MW) geta hinsvegar verið afar krefjandi í rekstri fyrir rafkerfi sér í lagi í minni bæjum. Ef skemmtiferðaskip leggst að höfn í litlu bæjarfélagi, getur landtenging slíks skips margfaldað raforkunotkun bæjarins á hverjum tíma. Hugsa þarf fyrir því hvar stórir og aflfrekir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti slíkum skipum til landtenginga. Skynsamlegt væri að sveitarfélög sammælist um móttöku á stærri skipum með hliðsjón af framgangi orkuskipta. Orkuskiptin verða ekki af sjálfu sér. Sveitarfélög, ríki og atvinnulíf þurfa að leysa þessi vandamál í sameiningu og knappur tími er til stefnu. Margt gott er í farvatninu en til að ná alvöru árangri þarf að setja aukinn kraft og fjármagn í orkuskiptin og skipulagningu þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun