Orkuskipti við hafnir á Norðurlandi eystra Ottó Elíasson skrifar 10. október 2024 14:30 Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og það er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Til að efla þessa umræðu er nú komin út komin skýrsla um orkuskipti í haftengdri starfsemi á Norðurlandi eystra, unnin af okkur hjá Eimi: samstarfsvettvangi orkufyrirtækja, ríkis og sveitar á Norðurlandi um bætta nýtingu auðlinda. Verkefnið var fjármagnað af LIFE styrkaráætlun ESB gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET), og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Fyrir utan að þjóna skipum og bátum geta hafnarsvæði leikið lykilhlutverk í orkuskiptum fyrir farartæki á landi. Víða, sérstaklega á landsbyggðinni, eru hafnarsvæði hjarta atvinnulífsins og krefjast því bæði orku og öflugra innviða sem mætti með góðu skipulagi samnýta fyrir flutningabíla, hverra akstur um hafnarsvæði er iðulega þungur. Í þessu samhengi þarf að hugsa fyrir því fram í tímann hvernig anna eigi raforkuþörf við hafnir og koma fyrir raf- eða lífeldsneyti til afhendingar. Í skýrslunni eru áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra greind útfrá stærð flota smærri báta í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Sambærilegar greiningar hafa þegar verið unnar af kollegum okkar í Bláma fyrir Vestfirði, sjá hér og hér. Ein mikilvægasta niðurstaðan úr þessari vinnu er það að ekkert eiginlegt innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum svo tryggt sé að þær beri bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta vel eins og það er sett upp í dag. Raforkukerfið á svæðinu ætti þannig hæglega að geta borið þá aflaukningu sem nauðsynleg er fyrir smærri báta svæðisins enda er það niðurstaðan að mest aukanotkun á raforku komi til nóttunni þegar samfélagið notar almennt minni orku, og svo á sumrin í takt við ferðamannastraum þegar framboð af raforku er betra en á veturna. Landtengingar fyrir stór skip og báta með aflþörf sem jafnast getur á við framleiðslu nokkurra smávirkjana (5 til 15 MW) geta hinsvegar verið afar krefjandi í rekstri fyrir rafkerfi sér í lagi í minni bæjum. Ef skemmtiferðaskip leggst að höfn í litlu bæjarfélagi, getur landtenging slíks skips margfaldað raforkunotkun bæjarins á hverjum tíma. Hugsa þarf fyrir því hvar stórir og aflfrekir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti slíkum skipum til landtenginga. Skynsamlegt væri að sveitarfélög sammælist um móttöku á stærri skipum með hliðsjón af framgangi orkuskipta. Orkuskiptin verða ekki af sjálfu sér. Sveitarfélög, ríki og atvinnulíf þurfa að leysa þessi vandamál í sameiningu og knappur tími er til stefnu. Margt gott er í farvatninu en til að ná alvöru árangri þarf að setja aukinn kraft og fjármagn í orkuskiptin og skipulagningu þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Sjávarútvegur Orkumál Hafnarmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og það er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Til að efla þessa umræðu er nú komin út komin skýrsla um orkuskipti í haftengdri starfsemi á Norðurlandi eystra, unnin af okkur hjá Eimi: samstarfsvettvangi orkufyrirtækja, ríkis og sveitar á Norðurlandi um bætta nýtingu auðlinda. Verkefnið var fjármagnað af LIFE styrkaráætlun ESB gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET), og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Fyrir utan að þjóna skipum og bátum geta hafnarsvæði leikið lykilhlutverk í orkuskiptum fyrir farartæki á landi. Víða, sérstaklega á landsbyggðinni, eru hafnarsvæði hjarta atvinnulífsins og krefjast því bæði orku og öflugra innviða sem mætti með góðu skipulagi samnýta fyrir flutningabíla, hverra akstur um hafnarsvæði er iðulega þungur. Í þessu samhengi þarf að hugsa fyrir því fram í tímann hvernig anna eigi raforkuþörf við hafnir og koma fyrir raf- eða lífeldsneyti til afhendingar. Í skýrslunni eru áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra greind útfrá stærð flota smærri báta í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Sambærilegar greiningar hafa þegar verið unnar af kollegum okkar í Bláma fyrir Vestfirði, sjá hér og hér. Ein mikilvægasta niðurstaðan úr þessari vinnu er það að ekkert eiginlegt innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum svo tryggt sé að þær beri bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta vel eins og það er sett upp í dag. Raforkukerfið á svæðinu ætti þannig hæglega að geta borið þá aflaukningu sem nauðsynleg er fyrir smærri báta svæðisins enda er það niðurstaðan að mest aukanotkun á raforku komi til nóttunni þegar samfélagið notar almennt minni orku, og svo á sumrin í takt við ferðamannastraum þegar framboð af raforku er betra en á veturna. Landtengingar fyrir stór skip og báta með aflþörf sem jafnast getur á við framleiðslu nokkurra smávirkjana (5 til 15 MW) geta hinsvegar verið afar krefjandi í rekstri fyrir rafkerfi sér í lagi í minni bæjum. Ef skemmtiferðaskip leggst að höfn í litlu bæjarfélagi, getur landtenging slíks skips margfaldað raforkunotkun bæjarins á hverjum tíma. Hugsa þarf fyrir því hvar stórir og aflfrekir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti slíkum skipum til landtenginga. Skynsamlegt væri að sveitarfélög sammælist um móttöku á stærri skipum með hliðsjón af framgangi orkuskipta. Orkuskiptin verða ekki af sjálfu sér. Sveitarfélög, ríki og atvinnulíf þurfa að leysa þessi vandamál í sameiningu og knappur tími er til stefnu. Margt gott er í farvatninu en til að ná alvöru árangri þarf að setja aukinn kraft og fjármagn í orkuskiptin og skipulagningu þeirra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun