Heyrn er mannréttindi Kristbjörg Pálsdóttir skrifar 10. október 2024 15:32 Íslenska ríkið hefur í gegnum tíðina ekki horft á heyrnarheilsu sem part af heilbrigðiskerfinu sem styðja þarf við. Gerir það í illri nauðsyn, eins lítið og það kemst upp með. Norðurlöndin sem og flest önnur Evrópuríki niðurgreiða heyrnartæki að lang stærstu eða öllu leiti, hvort sem farið er á opinbera stofnun eða til einkafyrirtækja. Einkafyrirtækin eru með samninga við heilbrigðiskerfin um úthlutun og eftirfylgd með heyrnartækjum. Sérhæfðari tilfelli eins og börn, kuðungsígræðsluþegar og aðrar þyngri heyrnarskerðingar eru inni á heyrnardeildum sjúkrahúsa, sumstaðar einnig einfaldari tilfellin.. Löndin eiga það þó sameiginlegt að kostnaður einstaklingsins er hverfandi fyrir þau hjálpartæki sem hann þarf. Hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, gervilimir, hjálpartæki fyrir blinda eða önnur hjálpatæki fyrir athafnir daglegs lífs. En hér á Íslandi þar sem málaflokkurinn er settur í eina litla ríkisstofnun sem á að sinna öllum en hefur ekki bolmagn til að sinna nema fáum vegna fjárskorts. Hér á Íslandi er kökunni ekki jafnt skipt þegar heyrnarskerðing er borin saman við aðrar fatlanir og/eða hamlanir. Oftar en ekki er niðurgreiðsla annara hjálpartækja, en fyrir heyrn, 100% og jafnvel viðgerðir á þeim. Það á ekki við um heyrnartæki. Mörg dæmi er um að fólk spari notkun heyrnartækja því þau eru svo dýr og þau eru svo hrædd um að týna þeim. Hugsið ykkur ef fólk sparaði notkun blindrastafa, gervifóta eða göngugrinda því þetta er svo dýr búnaður! Heyrnarskertir í Evrópuríkjum þurfa ekki að spyrja sig „hef ég efni á því að heyra og taka þátt í samfélaginu; í vinnu, í skólanum, í félagsstörfum“. Það þurfa fullorðnir Íslendingar svo sannarlega að gera. Það eru ekki allt yngra fólk sem á foreldra sem geta aðstoðað við að greiða heyrnartæki þeirra og annan hjálparbúnaðinn til að stunda skóla. Hér á landi hefur fólk þurft að greiða stærri og stærri hluta af ráðstöfunartekjum í heyrnartæki þar sem niðurgreiðslan er föst, fyrir stærsta hópinn, og ekki endurskoðuð með tilliti verðlagsþróunar. Fleiri og fleiri neita sér um heyrnartæki og annan búnað vegna kostnaðar. Hér áður fyrr dugði niðurgreiðsla fyrir a.m.k.. ódýrustu heyrnartækjunum, eins og staðan var 2003 þegar niðurgreiðslan var 28.000 á hvort eyra. Í dag er dugar 60.000 kr. niðurgreiðslan ekki einu sinni fyrir helmingnum af verði ódýrustu tækjanna, langt frá því. Þá er ekki talinn með sá auka búnaður sem auðveldað getur lífið þeirra verr settu og aukið atvinnuþátttöku þeirra. Þeir sem eru mjög illa heyrandi, og uppfylla ákveðin hörð skilyrði fá 80% niðurgreiðslu en þurfa samt að reiða fram fleiri tugi þúsunda fyrir heyrnartæki. Þeir allra verst settu geta svo, að uppfylltum skilyrðum, fengið kuðungsígræðslu. En þá þurfa þeir að greiða 200% meira fyrir utanáliggjandi búnaðinn þó aðgerðin sjálf sé greidd af ríkinu. Auk þess, í mörgum tilfellum, fleiri tugi þúsunda fyrir ýmsa varahluti og/eða viðgerðir. Sumir eru jafnvel svo lánssamir að hafa tvö tæki og þá tvöfaldast kostnaðurinn. Taka skal fram að þeir sem eru með kuðungsígræðslutæki heyra ekkert án þeirra. Síðast en ekki síst eru þeir sem heyra bara á öðru eyra. Ef þeir eru svo heppnir að heyra nægilega vel á hinu eyranu þá fá þeir enga niðurgreiðslu þrátt fyrir að til sé tækni sem getur létt þeim lífið. Það er víst, samkvæmt íslenska ríkinu, alveg nóg að heyra bara öðru megin. Þessu verður að breyta. Íslenska ríkið þarf að niðurgreiða heyrnartæki í samræmi við önnur hjálpartæki. Þjóðin getur ekki beðið mikið lengur. Heyrnarskertir eru jafngildir þegnar í samfélaginu og aðrir. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að heyra. Höfundur er heyrnarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið hefur í gegnum tíðina ekki horft á heyrnarheilsu sem part af heilbrigðiskerfinu sem styðja þarf við. Gerir það í illri nauðsyn, eins lítið og það kemst upp með. Norðurlöndin sem og flest önnur Evrópuríki niðurgreiða heyrnartæki að lang stærstu eða öllu leiti, hvort sem farið er á opinbera stofnun eða til einkafyrirtækja. Einkafyrirtækin eru með samninga við heilbrigðiskerfin um úthlutun og eftirfylgd með heyrnartækjum. Sérhæfðari tilfelli eins og börn, kuðungsígræðsluþegar og aðrar þyngri heyrnarskerðingar eru inni á heyrnardeildum sjúkrahúsa, sumstaðar einnig einfaldari tilfellin.. Löndin eiga það þó sameiginlegt að kostnaður einstaklingsins er hverfandi fyrir þau hjálpartæki sem hann þarf. Hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, gervilimir, hjálpartæki fyrir blinda eða önnur hjálpatæki fyrir athafnir daglegs lífs. En hér á Íslandi þar sem málaflokkurinn er settur í eina litla ríkisstofnun sem á að sinna öllum en hefur ekki bolmagn til að sinna nema fáum vegna fjárskorts. Hér á Íslandi er kökunni ekki jafnt skipt þegar heyrnarskerðing er borin saman við aðrar fatlanir og/eða hamlanir. Oftar en ekki er niðurgreiðsla annara hjálpartækja, en fyrir heyrn, 100% og jafnvel viðgerðir á þeim. Það á ekki við um heyrnartæki. Mörg dæmi er um að fólk spari notkun heyrnartækja því þau eru svo dýr og þau eru svo hrædd um að týna þeim. Hugsið ykkur ef fólk sparaði notkun blindrastafa, gervifóta eða göngugrinda því þetta er svo dýr búnaður! Heyrnarskertir í Evrópuríkjum þurfa ekki að spyrja sig „hef ég efni á því að heyra og taka þátt í samfélaginu; í vinnu, í skólanum, í félagsstörfum“. Það þurfa fullorðnir Íslendingar svo sannarlega að gera. Það eru ekki allt yngra fólk sem á foreldra sem geta aðstoðað við að greiða heyrnartæki þeirra og annan hjálparbúnaðinn til að stunda skóla. Hér á landi hefur fólk þurft að greiða stærri og stærri hluta af ráðstöfunartekjum í heyrnartæki þar sem niðurgreiðslan er föst, fyrir stærsta hópinn, og ekki endurskoðuð með tilliti verðlagsþróunar. Fleiri og fleiri neita sér um heyrnartæki og annan búnað vegna kostnaðar. Hér áður fyrr dugði niðurgreiðsla fyrir a.m.k.. ódýrustu heyrnartækjunum, eins og staðan var 2003 þegar niðurgreiðslan var 28.000 á hvort eyra. Í dag er dugar 60.000 kr. niðurgreiðslan ekki einu sinni fyrir helmingnum af verði ódýrustu tækjanna, langt frá því. Þá er ekki talinn með sá auka búnaður sem auðveldað getur lífið þeirra verr settu og aukið atvinnuþátttöku þeirra. Þeir sem eru mjög illa heyrandi, og uppfylla ákveðin hörð skilyrði fá 80% niðurgreiðslu en þurfa samt að reiða fram fleiri tugi þúsunda fyrir heyrnartæki. Þeir allra verst settu geta svo, að uppfylltum skilyrðum, fengið kuðungsígræðslu. En þá þurfa þeir að greiða 200% meira fyrir utanáliggjandi búnaðinn þó aðgerðin sjálf sé greidd af ríkinu. Auk þess, í mörgum tilfellum, fleiri tugi þúsunda fyrir ýmsa varahluti og/eða viðgerðir. Sumir eru jafnvel svo lánssamir að hafa tvö tæki og þá tvöfaldast kostnaðurinn. Taka skal fram að þeir sem eru með kuðungsígræðslutæki heyra ekkert án þeirra. Síðast en ekki síst eru þeir sem heyra bara á öðru eyra. Ef þeir eru svo heppnir að heyra nægilega vel á hinu eyranu þá fá þeir enga niðurgreiðslu þrátt fyrir að til sé tækni sem getur létt þeim lífið. Það er víst, samkvæmt íslenska ríkinu, alveg nóg að heyra bara öðru megin. Þessu verður að breyta. Íslenska ríkið þarf að niðurgreiða heyrnartæki í samræmi við önnur hjálpartæki. Þjóðin getur ekki beðið mikið lengur. Heyrnarskertir eru jafngildir þegnar í samfélaginu og aðrir. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að heyra. Höfundur er heyrnarfræðingur.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun