Sigmundur komst á forsíðuna en ekki Messi Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 10. október 2024 15:47 Sigmundur deildi forsíðunni meðal annars með Pútín og Assad. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðulegt að hann hafi verið settur á forsíðu þýsks blaðs þar sem fjallað var um Panamaskjölin en ekki aðrir hærra settir í samfélaginu, þeirra á meðal heimsfrægir íþróttamenn og aðrir stjórnmálaleiðtogar. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi jafnoft þurft að þola það að reynt sé að bola honum úr starfi á þessari öld. Sigmundur var gestur í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 Vísi í dag. Þar ræddi hann meðal annars um Panamaskjölin og Klaustursmálið, tvö stór hneykslismál sem Sigmundur hefur gengið í gegnum. „Þetta eru tvö dæmi þar sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði Sigmundur og var þá að tala um Panamaskjölin. Að hans mati hafi einhverjir viljað losna við ríkisstjórnina og þar með ráðist á hann sem forsætisráðherra. Heimir spurði hann nánar út í þessa meintu aðför. Þú segir að þetta hafi verið skipulögð aðgerð. Það eru hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga í þessum skjölum. Þú sem forsætisráðherra Íslands er nefndur í þessum skjölum en þú talar um að það hafi verið skipulögð aðför. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? Voru það pólitískir aðilar? „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá var það í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til þess að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur telur að aldrei hafi jafnoft verið reynt að koma íslenskum pólitíkus úr starfi á þessari öld og honum.Vísir/Vilhelm Menn sem svífast einskis Meðal annars voru vogunarsjóðir sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. „Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi að hæsta hús í heimi, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var kannski hægt að byggja tvö þannig hús fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Heimir Már Pétursson ræddu málin í Samtalinu í dag.Vísir/Vilhelm Á umdeildri forsíðu Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var eitthvað forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, al-Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims. Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum?“ sagði Sigmundur. Forsíðan sem Sigmundur ræddi um.Süddeutsche Zeitung Panama-skjölin Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Sigmundur var gestur í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 Vísi í dag. Þar ræddi hann meðal annars um Panamaskjölin og Klaustursmálið, tvö stór hneykslismál sem Sigmundur hefur gengið í gegnum. „Þetta eru tvö dæmi þar sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði Sigmundur og var þá að tala um Panamaskjölin. Að hans mati hafi einhverjir viljað losna við ríkisstjórnina og þar með ráðist á hann sem forsætisráðherra. Heimir spurði hann nánar út í þessa meintu aðför. Þú segir að þetta hafi verið skipulögð aðgerð. Það eru hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga í þessum skjölum. Þú sem forsætisráðherra Íslands er nefndur í þessum skjölum en þú talar um að það hafi verið skipulögð aðför. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? Voru það pólitískir aðilar? „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá var það í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til þess að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur telur að aldrei hafi jafnoft verið reynt að koma íslenskum pólitíkus úr starfi á þessari öld og honum.Vísir/Vilhelm Menn sem svífast einskis Meðal annars voru vogunarsjóðir sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. „Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi að hæsta hús í heimi, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var kannski hægt að byggja tvö þannig hús fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Heimir Már Pétursson ræddu málin í Samtalinu í dag.Vísir/Vilhelm Á umdeildri forsíðu Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var eitthvað forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, al-Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims. Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum?“ sagði Sigmundur. Forsíðan sem Sigmundur ræddi um.Süddeutsche Zeitung
Panama-skjölin Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira