Óþarfa steinar í götunni Teitur Björn Einarsson skrifar 10. október 2024 16:33 Reynslusögur og umkvartanir einstaklinga og fyrirtækja af takmörkuðum fyrirsjáanleika við leyfisveitingarferli hins opinbera eru ekki nýjar af nálinn og mýmargar. Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2022 kemur fram að löng málsmeðferð sé algengasta ástæða kvartana til embættisins. Ekki verður lengur við unað. Það er enda ekki hlutverk hins opinbera að leggja óþarfa stein í götu aðila sem hyggja á framkvæmdir. Á Alþingi í dag mælti ég því fyrir frumvarpi til breytinga á lögum til að hraða málsmeðferð leyfismála. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að tímafrestir umsagnaraðila í leyfis- og skipulagsferli séu virtir. Hafa verið hnökrar þar á sem valdið hafa ítrekuðum töfum á framkvæmdum. Frumvarp þetta felur því í sér nauðsynlegar breytingar svo mikilvægar innviðaframkvæmdir tefjist ekki von úr viti og framkvæmdaraðilar geti almennt búið við meiri vissu um framvindu verkefna sem þeir hafa tekið að sér og aðlagað aðra þætti þess að ferlinu. Hljóti frumvarpið brautargengi verður sú breyting á að virði umsagnaraðili ekki setta tímafresti vegna leyfisveitinga þá verði litið svo á að þögn sé sama og samþykki. Með öðrum orðum verður óheimilt að tefja framvindu máls dragi stofnun það fram yfir tímafrest að skila umsögn. Afar brýnt er að skýrir tímafrestir séu til staðar og að þeir séu virtir. Hið opinbera þarf að leita leiða til að draga úr óhóflega löngum málsmeðferðartíma og þar skiptir aðhald laganna miklu máli. Markmið frumvarpsins er þannig fyrst og fremst að styrkja réttindi borgaranna, tryggja góða stjórnsýsluhætti og fyrirsjáanleika, einfalda regluverk og auka skilvirkni laganna. Því miður hefur skort á þingmannamál sem hafa sambærileg markmið þó að ekki veiti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Reynslusögur og umkvartanir einstaklinga og fyrirtækja af takmörkuðum fyrirsjáanleika við leyfisveitingarferli hins opinbera eru ekki nýjar af nálinn og mýmargar. Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2022 kemur fram að löng málsmeðferð sé algengasta ástæða kvartana til embættisins. Ekki verður lengur við unað. Það er enda ekki hlutverk hins opinbera að leggja óþarfa stein í götu aðila sem hyggja á framkvæmdir. Á Alþingi í dag mælti ég því fyrir frumvarpi til breytinga á lögum til að hraða málsmeðferð leyfismála. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að tímafrestir umsagnaraðila í leyfis- og skipulagsferli séu virtir. Hafa verið hnökrar þar á sem valdið hafa ítrekuðum töfum á framkvæmdum. Frumvarp þetta felur því í sér nauðsynlegar breytingar svo mikilvægar innviðaframkvæmdir tefjist ekki von úr viti og framkvæmdaraðilar geti almennt búið við meiri vissu um framvindu verkefna sem þeir hafa tekið að sér og aðlagað aðra þætti þess að ferlinu. Hljóti frumvarpið brautargengi verður sú breyting á að virði umsagnaraðili ekki setta tímafresti vegna leyfisveitinga þá verði litið svo á að þögn sé sama og samþykki. Með öðrum orðum verður óheimilt að tefja framvindu máls dragi stofnun það fram yfir tímafrest að skila umsögn. Afar brýnt er að skýrir tímafrestir séu til staðar og að þeir séu virtir. Hið opinbera þarf að leita leiða til að draga úr óhóflega löngum málsmeðferðartíma og þar skiptir aðhald laganna miklu máli. Markmið frumvarpsins er þannig fyrst og fremst að styrkja réttindi borgaranna, tryggja góða stjórnsýsluhætti og fyrirsjáanleika, einfalda regluverk og auka skilvirkni laganna. Því miður hefur skort á þingmannamál sem hafa sambærileg markmið þó að ekki veiti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun