Er framtíðin í okkar höndum? Anton Sveinn McKee skrifar 11. október 2024 11:30 Eiga framtíðarkynslóðir á Íslandi að búa í landi sem ræður sínum eigin lögum og reglum? Eiga þær að stýra eigin framtíð frekar en að leyfa erlendum ríkjum og stofnunum að taka ákvarðanir fyrir sig? Nú er verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um innleiðingu reglu sem segir að lög frá Evrópu verði æðri íslenskum lögum, þessi regla er hin svokallaða „Bókun 35“. Í frumvarpinu felst hugmyndafræðileg uppgjöf gagnvart sjálfstæði og fullveldi landsins. Ísland, eftir langa frelsisbaráttu gegn danska ríkinu, fékk fullveldi árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Sjálfsmynd okkar Íslendinga er samofin þessari sögu og landsmenn hafa sterka tengingu við þá atburðarás sem skóp fullveldi landsins. Eitthvert mesta frávik frá þessu átti sér stað árið 1994 þegar EES-samningurinn var fullgildur án þess að leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram um málið. Það gerðu hins vegar Svisslendingar og þar var EES-samningnum hafnað af svissnesku þjóðinni. Seinni tíma upplýsingar sýna að þáverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, var mjög tvístígandi um að senda málið til þjóðarinnar og nýta sér þannig málskotsrétt forseta. Íslenska þjóðin fékk ekki að sýna hug sinn til samningsins á þeim tíma. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi, sem lagt hefur verið fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, ættu innleiddar EES-reglur að víkja öllum íslenskum lögum til hliðar, nema ef Alþingi setur sérstakan fyrirvara í lögin. Í 30 ár hefur verið vitneskja um að bókun 35 hafi ekki verið innleidd á Íslandi og eru engar ástæður til að breyta því. Þeir sem hlynntir eru þessu framsali á valdi þjóðarinnar vilja meina að þetta sé í raun ekkert stórmál, Alþingi geti bara sett fyrirvara í lögin. Það er ekki rétt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að búa til nýja réttarheimild sem væri æðri almennum lögum. Auk stjórnarskrárinnar, sem er æðsta réttarheimild landsins, yrðu allar innleiddar EES-reglur æðri almennum lögum. Þetta myndi án efa leiða til flóknari lagasetningar í framtíðinni. Ýmsir lögspekingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og enn ríkir töluverð óvissa um hvorum lögunum Hæstiréttur mundi dæma í hag ef á reyndi rétthæð nýrra laga gagnvart eldri lögum. Það er áhyggjuefni þegar flokkur sem var stofnaður í kringum sjálfstæðisbaráttu landsins sé nú, á 80 ára afmæli lýðveldisins, að leggja fram frumvarp sem gengur gegn fullveldi landsins og afsalar því að hluta. Svona framkvæmd kemur róti á þjóðarsálina og særir stolt landsmanna. Stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að fara sérlega varlega þegar unnið er með fullveldi lands og þjóðar og gæta hagsmuna okkar í hvívetna gagnvart öðrum þjóðum. Innleiðing á bókuninni væri einfaldlega uppgjöf gagnvart erlendum ríkjum. Höldum uppi vörnum í málinu, förum með málstað okkar fyrir dómstóla og höldum þjóðarstoltinu. Ráðamenn landsins eiga aldrei að gera málamiðlanir þegar kemur að fullveldi Íslands. Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Evrópusambandið Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Eiga framtíðarkynslóðir á Íslandi að búa í landi sem ræður sínum eigin lögum og reglum? Eiga þær að stýra eigin framtíð frekar en að leyfa erlendum ríkjum og stofnunum að taka ákvarðanir fyrir sig? Nú er verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um innleiðingu reglu sem segir að lög frá Evrópu verði æðri íslenskum lögum, þessi regla er hin svokallaða „Bókun 35“. Í frumvarpinu felst hugmyndafræðileg uppgjöf gagnvart sjálfstæði og fullveldi landsins. Ísland, eftir langa frelsisbaráttu gegn danska ríkinu, fékk fullveldi árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Sjálfsmynd okkar Íslendinga er samofin þessari sögu og landsmenn hafa sterka tengingu við þá atburðarás sem skóp fullveldi landsins. Eitthvert mesta frávik frá þessu átti sér stað árið 1994 þegar EES-samningurinn var fullgildur án þess að leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram um málið. Það gerðu hins vegar Svisslendingar og þar var EES-samningnum hafnað af svissnesku þjóðinni. Seinni tíma upplýsingar sýna að þáverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, var mjög tvístígandi um að senda málið til þjóðarinnar og nýta sér þannig málskotsrétt forseta. Íslenska þjóðin fékk ekki að sýna hug sinn til samningsins á þeim tíma. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi, sem lagt hefur verið fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, ættu innleiddar EES-reglur að víkja öllum íslenskum lögum til hliðar, nema ef Alþingi setur sérstakan fyrirvara í lögin. Í 30 ár hefur verið vitneskja um að bókun 35 hafi ekki verið innleidd á Íslandi og eru engar ástæður til að breyta því. Þeir sem hlynntir eru þessu framsali á valdi þjóðarinnar vilja meina að þetta sé í raun ekkert stórmál, Alþingi geti bara sett fyrirvara í lögin. Það er ekki rétt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að búa til nýja réttarheimild sem væri æðri almennum lögum. Auk stjórnarskrárinnar, sem er æðsta réttarheimild landsins, yrðu allar innleiddar EES-reglur æðri almennum lögum. Þetta myndi án efa leiða til flóknari lagasetningar í framtíðinni. Ýmsir lögspekingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og enn ríkir töluverð óvissa um hvorum lögunum Hæstiréttur mundi dæma í hag ef á reyndi rétthæð nýrra laga gagnvart eldri lögum. Það er áhyggjuefni þegar flokkur sem var stofnaður í kringum sjálfstæðisbaráttu landsins sé nú, á 80 ára afmæli lýðveldisins, að leggja fram frumvarp sem gengur gegn fullveldi landsins og afsalar því að hluta. Svona framkvæmd kemur róti á þjóðarsálina og særir stolt landsmanna. Stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að fara sérlega varlega þegar unnið er með fullveldi lands og þjóðar og gæta hagsmuna okkar í hvívetna gagnvart öðrum þjóðum. Innleiðing á bókuninni væri einfaldlega uppgjöf gagnvart erlendum ríkjum. Höldum uppi vörnum í málinu, förum með málstað okkar fyrir dómstóla og höldum þjóðarstoltinu. Ráðamenn landsins eiga aldrei að gera málamiðlanir þegar kemur að fullveldi Íslands. Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun