Raunveruleg pólítísk ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna Ómar Már Jónsson skrifar 11. október 2024 13:01 Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta. Dæmi um þetta eru Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, sem fengu ný ráðherraembætti þrátt fyrir mikla gagnrýni fyrir mistök og afglöp í starfi. Sú leið, þar sem pólitísk ábyrgð felst í formsatriðum en ekki raunverulegum afleiðingum, er skaðleg fyrir lýðræðislegan stöðugleika og til að endurheimta traust almennings þarf pólitísk ábyrgð að fela í sér alvarlegar afleiðingar, svo sem afsagnir eða brotthvarf úr stjórnmálum. Þegar almenningur skynjar að ráðherrar sleppa við að axla ábyrgð fyrir mistök sín verður trúin á stjórnmálakerfið sjálft fyrir skaða. Með tímanum hefur þessi tilhneiging til að komast hjá raunverulegum afleiðingum leitt til minnkandi þátttöku í kosningum og aukins vantrausts á stjórnvöldum. Traust og trúverðugleiki eru grunnstoðir lýðræðis í lýðræðisríkjum og er traust almennings á stjórnvöldum og fulltrúum þeirra lykilþáttur í því að viðhalda heilbrigðu samfélagi og stöðugleika. Þegar ráðherrar telja sig axla sína pólítísku ábyrgð með því að færa sig á milli ráðuneyta án þess að taka afleiðingum mistaka sinna, grefur það undan því trausti. Það liggur því fyrir að ráðamenn sem axla ekki ábyrgð á verkum sínum með raunverulegum afleiðingum stuðla að tilfinningu hjá almenningi um að valdhafar séu ónæmir fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir embættum þeirra. Ávinningur aukinnar ábyrgðar fyrir traust og trúverðugleika Ef íslenskir stjórnmálamenn myndu taka ábyrgð sína alvarlega og axla pólitíska ábyrgð á raunverulegan hátt, myndi það hafa margvíslega kosti fyrir samfélagið. Með því fellst aukin virðing og traust almennings. Með því væru þeir að axla raunverulega ábyrgð og sýna með gjörðum sínum að þeir virði stöðu sína og valdið sem þeim hefur verið veitt. Þannig er hægt að auka traust almennings á stjórnmálum og fólk myndi með því upplifa að stjórnvöld séu að starfa í þeirra þágu og að valdhafar þurfi að svara fyrir mistök sín. Með því að stjórnmálamenn taki raunverulega ábyrgð á mistökum myndi einnig aukast líkurnar á því að færni og fagmennska verði sett í forgrunn við skipanir í ráðherraembætti og ætti að leiða til þess að til starfanna komi hæfari einstaklingar sem setja hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin frama. Þegar stjórnmálamenn axla ábyrgð á verkum sínum lærist ekki bara af mistökunum heldur eru líkurnar á því að þau endurtaki sig mun minni. Þegar ráðherrar geta ekki haldið áfram í embættum sínum án afleiðinga fyrir alvarleg mistök, verður pressan á næsta einstakling í embætti að gera betur. Að lokum Það styttist í kosningar! Núverandi stjórnarflokkar hafa misst sinn trúðverðugleika. Það er grundvallaratriði að íslenskir stjórnmálamenn fari að sýna meiri ábyrgð og axli sína pólitísku ábyrgð á raunverulegan hátt. Með því að setja raunverulega ábyrgð í forgrunn verður hægt að byggja upp sterkari stjórnsýslu, auka traust á lýðræðinu og stuðla að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Traust er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn fá að gjöf, það er eitthvað sem þeir þurfa að vinna sér inn með því að sýna ábyrgð, gagnsæi og virðingu fyrir embættum sínum. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta. Dæmi um þetta eru Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, sem fengu ný ráðherraembætti þrátt fyrir mikla gagnrýni fyrir mistök og afglöp í starfi. Sú leið, þar sem pólitísk ábyrgð felst í formsatriðum en ekki raunverulegum afleiðingum, er skaðleg fyrir lýðræðislegan stöðugleika og til að endurheimta traust almennings þarf pólitísk ábyrgð að fela í sér alvarlegar afleiðingar, svo sem afsagnir eða brotthvarf úr stjórnmálum. Þegar almenningur skynjar að ráðherrar sleppa við að axla ábyrgð fyrir mistök sín verður trúin á stjórnmálakerfið sjálft fyrir skaða. Með tímanum hefur þessi tilhneiging til að komast hjá raunverulegum afleiðingum leitt til minnkandi þátttöku í kosningum og aukins vantrausts á stjórnvöldum. Traust og trúverðugleiki eru grunnstoðir lýðræðis í lýðræðisríkjum og er traust almennings á stjórnvöldum og fulltrúum þeirra lykilþáttur í því að viðhalda heilbrigðu samfélagi og stöðugleika. Þegar ráðherrar telja sig axla sína pólítísku ábyrgð með því að færa sig á milli ráðuneyta án þess að taka afleiðingum mistaka sinna, grefur það undan því trausti. Það liggur því fyrir að ráðamenn sem axla ekki ábyrgð á verkum sínum með raunverulegum afleiðingum stuðla að tilfinningu hjá almenningi um að valdhafar séu ónæmir fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir embættum þeirra. Ávinningur aukinnar ábyrgðar fyrir traust og trúverðugleika Ef íslenskir stjórnmálamenn myndu taka ábyrgð sína alvarlega og axla pólitíska ábyrgð á raunverulegan hátt, myndi það hafa margvíslega kosti fyrir samfélagið. Með því fellst aukin virðing og traust almennings. Með því væru þeir að axla raunverulega ábyrgð og sýna með gjörðum sínum að þeir virði stöðu sína og valdið sem þeim hefur verið veitt. Þannig er hægt að auka traust almennings á stjórnmálum og fólk myndi með því upplifa að stjórnvöld séu að starfa í þeirra þágu og að valdhafar þurfi að svara fyrir mistök sín. Með því að stjórnmálamenn taki raunverulega ábyrgð á mistökum myndi einnig aukast líkurnar á því að færni og fagmennska verði sett í forgrunn við skipanir í ráðherraembætti og ætti að leiða til þess að til starfanna komi hæfari einstaklingar sem setja hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin frama. Þegar stjórnmálamenn axla ábyrgð á verkum sínum lærist ekki bara af mistökunum heldur eru líkurnar á því að þau endurtaki sig mun minni. Þegar ráðherrar geta ekki haldið áfram í embættum sínum án afleiðinga fyrir alvarleg mistök, verður pressan á næsta einstakling í embætti að gera betur. Að lokum Það styttist í kosningar! Núverandi stjórnarflokkar hafa misst sinn trúðverðugleika. Það er grundvallaratriði að íslenskir stjórnmálamenn fari að sýna meiri ábyrgð og axli sína pólitísku ábyrgð á raunverulegan hátt. Með því að setja raunverulega ábyrgð í forgrunn verður hægt að byggja upp sterkari stjórnsýslu, auka traust á lýðræðinu og stuðla að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Traust er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn fá að gjöf, það er eitthvað sem þeir þurfa að vinna sér inn með því að sýna ábyrgð, gagnsæi og virðingu fyrir embættum sínum. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun