„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 13:01 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. Samningar ríkis og sveitarfélaga við aðildarfélög Kennarasambands Íslands hafa verið lausir síðan 31. mars annars vegar og 31. maí hins vegar. Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í September. Verkföll hafa verið boðuð í átta skólum og ekki er útilokað að þeim fari fjölgandi. „Komi til þessara verkfalla þá er það auðvitað grafalvarlegt mál fyrir börn og ungmenni vegna þess að barn sem missir úr námi, það hefur áhrif bæði varðandi námsframvindu en líka varðandi rútínu barna og annað slíkt og það þekkjum við úr covid-faraldrinum. Þannig að langvarandi niðurfelling skólahalds vegna verkfalla sannarlega hefur áhrif eins og það mun gera í þessum umræddu skólum,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ábyrgð þeirra sem að þarna sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara er gríðarlega mikil. Samningsaðilar hafa tvær vikur til stefnu þannig það er mikilvægt að það takist vel. Það var fundur í gær, það er annar fundur fyrirhugaður á þriðjudag þannig að skilaboð mín þangað inn eru þau að allir finni til ábyrgðar, séu lausnamiðaðir og finni lausnir til þess að það megi afstýra þessu verkfalli fyrir börnin í landinu og til þess eru tvær vikur,“ segir Ásmundur. Meðal þess sem kennarar hafa lagt áherslu á að úr þurfi að bæta er skortur á fagmenntuðum kennurum í skólum landsins. Er það ekki á þína ábyrgð að efla fagmenntun innan grunnskólakerfisins? „Jú, við erum í miklu og góðu faglegu samstarfi við Kennarasambandið. Við erum nýbúin að halda stórt menntaþing og eitt af því sem þar er undir og eitt af því sem að ég varpaði ljósi á þar var skortur á fagmenntuðu fólki inni í skólunum. Þannig að ég hef skilning á stöðu menntakerfisins, klárlega, en ábyrgð aðila er mikil sem þarna sitja við borðið. Bæði af hálfu ríkisins, sveitarfélaganna og líka Kennarasambandsins. Þannig að mikilvægt að menn nálgist það þannig og séu tilbúnir til þess að finna lausnir,“ segir Ásmundur. Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Samningar ríkis og sveitarfélaga við aðildarfélög Kennarasambands Íslands hafa verið lausir síðan 31. mars annars vegar og 31. maí hins vegar. Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í September. Verkföll hafa verið boðuð í átta skólum og ekki er útilokað að þeim fari fjölgandi. „Komi til þessara verkfalla þá er það auðvitað grafalvarlegt mál fyrir börn og ungmenni vegna þess að barn sem missir úr námi, það hefur áhrif bæði varðandi námsframvindu en líka varðandi rútínu barna og annað slíkt og það þekkjum við úr covid-faraldrinum. Þannig að langvarandi niðurfelling skólahalds vegna verkfalla sannarlega hefur áhrif eins og það mun gera í þessum umræddu skólum,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ábyrgð þeirra sem að þarna sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara er gríðarlega mikil. Samningsaðilar hafa tvær vikur til stefnu þannig það er mikilvægt að það takist vel. Það var fundur í gær, það er annar fundur fyrirhugaður á þriðjudag þannig að skilaboð mín þangað inn eru þau að allir finni til ábyrgðar, séu lausnamiðaðir og finni lausnir til þess að það megi afstýra þessu verkfalli fyrir börnin í landinu og til þess eru tvær vikur,“ segir Ásmundur. Meðal þess sem kennarar hafa lagt áherslu á að úr þurfi að bæta er skortur á fagmenntuðum kennurum í skólum landsins. Er það ekki á þína ábyrgð að efla fagmenntun innan grunnskólakerfisins? „Jú, við erum í miklu og góðu faglegu samstarfi við Kennarasambandið. Við erum nýbúin að halda stórt menntaþing og eitt af því sem þar er undir og eitt af því sem að ég varpaði ljósi á þar var skortur á fagmenntuðu fólki inni í skólunum. Þannig að ég hef skilning á stöðu menntakerfisins, klárlega, en ábyrgð aðila er mikil sem þarna sitja við borðið. Bæði af hálfu ríkisins, sveitarfélaganna og líka Kennarasambandsins. Þannig að mikilvægt að menn nálgist það þannig og séu tilbúnir til þess að finna lausnir,“ segir Ásmundur.
Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira