Segir aðför Eflingar með ólíkindum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2024 12:22 Frá mótmælum Eflingar í september. Elvar harðneitar fyrir að vera launaþjófur. Vísir/Vilhelm Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. Greint var frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið, Ítalgest ehf., hafði verið starfrækt frá árinu 1992. Í mars á þessu ári keypti veitingamaðurinn Elvar Ingimarsson staðinn og flutti hann af Laugavegi og yfir á Frakkastíg. Í september boðuðu svo Eflingarmenn til mótmæla við staðinn vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Sökuðu Eflingarliðar hann um launaþjófnað og kjarasamningsbrot. Stéttarfélagið lagði svo sendiferðabíl fyrir utan staðinn sem var merktur með skilaboðum um að fólk ætti ekki að borða á staðnum. Elvar hefur viðurkennt að hann hafi glímt við smávægilega erfiðleika við launagreiðslur og að hann hafi verið að semja við lífeyrissjóði um greiðslur þangað þegar aðgerðir Eflingar hófust. Aðgerðirnar hafi hins vegar verið langt frá því að vera réttmætar. „Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ segir Elvar. Staðurinn hefur lokað og starfsfólk þess misst vinnuna. Hins vegar hafi aðgerðirnar skaðað Eflingu mest. „Þetta er ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins. Trúverðugleiki Eflingar hlítur að fara út um gluggann með þessa konu í brúnni. Það er ekki hægt að tjónka við henni,“ segir Elvar og meinar þá Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er formaður Eflingar. Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02 Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Greint var frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið, Ítalgest ehf., hafði verið starfrækt frá árinu 1992. Í mars á þessu ári keypti veitingamaðurinn Elvar Ingimarsson staðinn og flutti hann af Laugavegi og yfir á Frakkastíg. Í september boðuðu svo Eflingarmenn til mótmæla við staðinn vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Sökuðu Eflingarliðar hann um launaþjófnað og kjarasamningsbrot. Stéttarfélagið lagði svo sendiferðabíl fyrir utan staðinn sem var merktur með skilaboðum um að fólk ætti ekki að borða á staðnum. Elvar hefur viðurkennt að hann hafi glímt við smávægilega erfiðleika við launagreiðslur og að hann hafi verið að semja við lífeyrissjóði um greiðslur þangað þegar aðgerðir Eflingar hófust. Aðgerðirnar hafi hins vegar verið langt frá því að vera réttmætar. „Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ segir Elvar. Staðurinn hefur lokað og starfsfólk þess misst vinnuna. Hins vegar hafi aðgerðirnar skaðað Eflingu mest. „Þetta er ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins. Trúverðugleiki Eflingar hlítur að fara út um gluggann með þessa konu í brúnni. Það er ekki hægt að tjónka við henni,“ segir Elvar og meinar þá Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er formaður Eflingar.
Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02 Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02
Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20