Hætt að hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 22:43 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni flokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Þar komu þingmenn Framsóknar saman og ræddu óvæntar vendingar dagsins og næstu skref í ljósi þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið. Þetta staðfestir Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir að nú sé tími til að horfa fram á veginn. Forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ segir Ingibjörg. Hún tekur fram að ákvörðunin hafi komið öllum á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins tekur undir orð Ingibjargar í samtali við Vísi og ítrekar að Framsóknarflokkurinn muni leggja allt sitt undir svo að mikilvæg verkefni verði kláruð áður en blásið verður til kosninga í nóvember. „Það sem ég hef áhyggjur af þegar það eru fjölmörg verkefni sem á eftir að klára, kallar það á gríðarlega samvinnu inn á þingi,“ sagði hann og harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki treyst sér til að ljúka verkefnunum og nefnir sem dæmi efnahagsmálin. Formennirnir ræddu saman í gær „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga.“ Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun í dag þar sem sagði að ungu Framsóknarfólki blöskri ákvörðun forsætisráðherra og að um heigulshátt væri að ræða. Spurð hvernig þessi orð blasa við þingmönnum Framsóknarflokksins segir Ingibjörg: „Stjórnin hefur frjálsar hendur til að koma með sýnar ályktanir og koma sinni sýn á framfæri. Eins og þetta blasir við okkur núna hafa þessir þrír flokkar verið í samstarfi, við höfum verið að vinna eftir stjórnarsáttmála og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að ljúka verkefninu.“ Alltaf reiðubúin í kosningar Hún tekur fram að Framsóknarflokkurinn sé alltaf reiðubúinn í kosningar. „Núna er kominn tími til þess að hætta hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við. Við erum búin að vinna góða vinna á þessu kjörtímabili. Við höfum skilað góðu verki að okkar mati. Nú er næsta verkefni kosningarnar.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Þetta staðfestir Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Hún segir að nú sé tími til að horfa fram á veginn. Forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Við vorum bara að ræða stöðuna sem kom upp í dag og vendingar síðustu klukkustunda. Við vorum að ná utan um það og framhaldið í kjölfarið,“ segir Ingibjörg. Hún tekur fram að ákvörðunin hafi komið öllum á óvart. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins tekur undir orð Ingibjargar í samtali við Vísi og ítrekar að Framsóknarflokkurinn muni leggja allt sitt undir svo að mikilvæg verkefni verði kláruð áður en blásið verður til kosninga í nóvember. „Það sem ég hef áhyggjur af þegar það eru fjölmörg verkefni sem á eftir að klára, kallar það á gríðarlega samvinnu inn á þingi,“ sagði hann og harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki treyst sér til að ljúka verkefnunum og nefnir sem dæmi efnahagsmálin. Formennirnir ræddu saman í gær „Þetta kom okkur á óvörum sérstaklega í ljósi þess að formennirnir ræddu saman í gær. Við vildum ljúka mikilvægum verkefnum á skynsamlegan hátt áður en boðað yrði til kosninga.“ Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun í dag þar sem sagði að ungu Framsóknarfólki blöskri ákvörðun forsætisráðherra og að um heigulshátt væri að ræða. Spurð hvernig þessi orð blasa við þingmönnum Framsóknarflokksins segir Ingibjörg: „Stjórnin hefur frjálsar hendur til að koma með sýnar ályktanir og koma sinni sýn á framfæri. Eins og þetta blasir við okkur núna hafa þessir þrír flokkar verið í samstarfi, við höfum verið að vinna eftir stjórnarsáttmála og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að ljúka verkefninu.“ Alltaf reiðubúin í kosningar Hún tekur fram að Framsóknarflokkurinn sé alltaf reiðubúinn í kosningar. „Núna er kominn tími til þess að hætta hugsa um það sem liðið er og horfa fram á við. Við erum búin að vinna góða vinna á þessu kjörtímabili. Við höfum skilað góðu verki að okkar mati. Nú er næsta verkefni kosningarnar.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. 13. október 2024 19:48