Leggur upp í leit að lífvænlegum aðstæðum á Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 12:02 Teikning af Europa Clipper við Evrópu með Júpíter í baksýn. Rauðleitar rákir rista yfirborð tunglsins. Liturinn er talinn stafa af söltum úr hafinu fyrir neðan ísskorpuna. AP/NASA/JPL-Caltech Fyrsti könnunarleiðangurinn til ístunglsins Evrópu gæti hafist í dag með geimskoti bandaríska geimfarsins Europa Clipper. Evrópa þykir einn mest spennandi hnöttur sólkerfisins því neðanjarðarhaf er talið að finna undir ísilögðu yfirborðinu. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA stefnir á að skjóta Europa Clipper á loft með Falcon Heavy-eldflaug SpaceX frá Kennedy-geimmiðstöðinni á Canevaral-höfða á Flórída klukkan 16:06 að íslenskum tíma í dag. Vefmiðilinn Space.com segir mögulegan skottíma í dag aðeins fimmtán sekúndur en góðar líkur séu á hagstæðu veðri þá. Skotgluggi leiðangursins er til 6. nóvember. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér fyrir neðan ef af því verður í dag. Áfangastaður geimfarins er Evrópa, fjórða stærsta tungl Júpíter. Til þess að komast þangað þarf Clipper að ferðast 2,9 milljarða kílómetra langa leið sem hlykkjast um sólkerfið. Það flýgur fram hjá Mars og jörðinni og nýtir sér þyngdarkraft þeirra til þess að slöngva sér áfram út til Júpíters. Ferðalagið á að taka um fimm og hálft ár. Clipper-geimfarið á að vera komið á braut um gasrisann árið 2030. Þó að önnur geimför sem hafa verið send til og fram hjá Júpíter hafi áður kannað Evrópu er Clipper fyrsta geimfarið sem er sent sérstaklega til að rannsaka ístunglið. Geimfarið að fljúga 49 sinnum rétt fram hjá tunglinu á þremur árum og mun nær en nokkurt annað geimfar hefur gert. Þegar Clipper verður sem næst Evrópu verður farið í aðeins um tuttugu og fimm kílómetra hæð yfir svellinu á yfirborðinu. Europa Clipper ofan á Falcon Heavy-eldflauginni á skotpalli í Flórída sunnudaginn 13. október 2024.NASA Ein besta vonin um lífvænlegar aðstæður í sólkerfinu Evrópa hefur lengi fangað ímyndunarafl vísindamanna. Talið er að undir ísskorpunni sé að finna víðáttumikið haf fljótandi saltvatns. Sterkir flóðkraftar Júpíters sem verka á innyfli Evrópu eru taldir mynda nógu mikinn hita til þess að vatn geti verið á fljótandi formi þrátt fyrir annars naprar aðstæður í ytra sólkerfinu. Fljótandi vatn er talin grundvallarforsenda lífs. Vaxandi þekking manna á lífverum við neðansjávarstrýtur á hafsbotni á jörðinni þar sem sólarljóss nýtur ekki við kveikti þá hugmynd í kolli vísindamanna að á Evrópu gæti líf mögulega hafa kviknað við sambærilegar aðstæður. „Ef við finnum líf svona langt frá sólinni gæfi það til kynna að það ætti sér annan uppruna en á jörðinni. Það hefur gríðarlega þýðingu því ef það gerðist tvisvar í sólkerfinu okkar gæti það þýtt að líf sé virkilega algengt,“ segir Mark Fox-Powell, reikistjörnuörverufræðingur við Opna háskólann í Bretlandi við breska ríkisútvarpið BBC. Verkfræðingar NASA snúa Europa Clipper-geimfarinu til að undirbúa það fyrir geimskot í Kennedy-geimmiðstöðinni í maí.NASA/Kim Shiflett Bonnie Buratti, reikistjörnufræðingur við JPL-tilraunastofu NASA og einn aðalvísindamanna Clipper-leiðangursins, leggur þó áherslu á að markmið geimfarsins sé ekki að leita að lífi heldur lífvænlegum aðstæðum. „Það eru mjög sterkar vísbendingar um að innihaldsefni lífs séu til staðar á Evrópu en við verðum að fara þangað til þess að komast að því,“ segir Buratti við Reuters-fréttastofuna. Kannar þykkt skorpunnar og efnasamsetninguna Clipper er sólarknúið og stærsta geimfar sem NASA hefur nokkru sinni byggt til þess að rannsaka aðra hnetti í sólkerfinu. Farið er rúmlega þrjátíu metra langt, sautján metra breitt og vegur um sex tonn. Þar vega þungt sólarsellurnar sem búa til orku til að knýja níu mælitæki um borð. Þrjú meginmarkmið Europa Clipper eru að mæla þykkt ísskorpu Evrópu og hvernig hún verkar við hafið undir henni, kanna efnasamsetningu tunglsins og jarðfræði þess. Talið er að ísskorpan sé á bilinu fimmtán til tuttugu og fimm kílómetra þykk. Hafið fyrir neðan hana er áætlað allt frá sextíu til 150 kílómetra djúpt. Þannig gæti verið allt að tvöfalt meira fljótandi vatn undir yfirborði Evrópu en í öllum höfum jarðar samtals. Gæti örverulíf hafa kviknað í víðáttumiklu neðanjarðarhafi undir ísilögðu yfirborði Evrópu? Evrópa er á stærð við tunglið okkar og er eitt fjögurra svonefndra Galíleó-tungla Júpíters.NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Vísbendingar hafa fundist um að frá yfirborði Evrópu gjósi vatnsstrókar. MASPEX-mælitækið um borð í Clipper er ætlað að greina vatnsgufu og gas í nágrenni Evrópu til þess að freista þess að finna lífræn efnasambönd sem gætu verið næring fyrir mögulegt neðansjávarörverulíf. Einnig vakir fyrir NASA að finna álitlega lendingarstaði á yfirborði Evrópu fyrir frekari könnunarleiðangra þangað í framtíðinni. Fleiri vatnaveraldir í sólkerfinu Evrópa er ekki eina vatnaveröldin í sólkerfinu okkar. Talið er að neðanjarðarhöf sé að finna á bæði Ganýmedesi og Kallistó, stærstu tunglum Júpíters. Mun dýpra er talið niður á þau en á Evrópu. Þá er Enkeladus, ístungl Satúrnusar, þekkt fyrir ísgíga sem þeyta vatnssameindum út í geim, líklega frá neðanjarðarhafi. Einnig er talið mögulegt að slíkt haf sé að finna á Trítoni, stærsta tungli Neptúnusar. Þangað hefur þó ekkert geimfar farið frá því að Voyager 2 flaug fram hjá í ágúst árið 1989 og engin áform eru um frekari ferðir þangað í fyrirsjáanlegri framtíð. Geimurinn Vísindi Tækni Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Lykilhráefni lífs í neðanjarðarhafi tungls Satúrnusar Ofgnótt af frumefninu fosfór, sem er nauðsynleg byggingareining lífs eins og við þekkjum það, er líklega að finna í neðanjarðarhafi undir ísskorpi Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Efnasambönd sem innihalda frumefnið fundust í einum hringja Satúrnusar sem íshverir Enkeladusar fóðra. 15. júní 2023 20:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA stefnir á að skjóta Europa Clipper á loft með Falcon Heavy-eldflaug SpaceX frá Kennedy-geimmiðstöðinni á Canevaral-höfða á Flórída klukkan 16:06 að íslenskum tíma í dag. Vefmiðilinn Space.com segir mögulegan skottíma í dag aðeins fimmtán sekúndur en góðar líkur séu á hagstæðu veðri þá. Skotgluggi leiðangursins er til 6. nóvember. Hægt er að fylgjast með geimskotinu í spilaranum hér fyrir neðan ef af því verður í dag. Áfangastaður geimfarins er Evrópa, fjórða stærsta tungl Júpíter. Til þess að komast þangað þarf Clipper að ferðast 2,9 milljarða kílómetra langa leið sem hlykkjast um sólkerfið. Það flýgur fram hjá Mars og jörðinni og nýtir sér þyngdarkraft þeirra til þess að slöngva sér áfram út til Júpíters. Ferðalagið á að taka um fimm og hálft ár. Clipper-geimfarið á að vera komið á braut um gasrisann árið 2030. Þó að önnur geimför sem hafa verið send til og fram hjá Júpíter hafi áður kannað Evrópu er Clipper fyrsta geimfarið sem er sent sérstaklega til að rannsaka ístunglið. Geimfarið að fljúga 49 sinnum rétt fram hjá tunglinu á þremur árum og mun nær en nokkurt annað geimfar hefur gert. Þegar Clipper verður sem næst Evrópu verður farið í aðeins um tuttugu og fimm kílómetra hæð yfir svellinu á yfirborðinu. Europa Clipper ofan á Falcon Heavy-eldflauginni á skotpalli í Flórída sunnudaginn 13. október 2024.NASA Ein besta vonin um lífvænlegar aðstæður í sólkerfinu Evrópa hefur lengi fangað ímyndunarafl vísindamanna. Talið er að undir ísskorpunni sé að finna víðáttumikið haf fljótandi saltvatns. Sterkir flóðkraftar Júpíters sem verka á innyfli Evrópu eru taldir mynda nógu mikinn hita til þess að vatn geti verið á fljótandi formi þrátt fyrir annars naprar aðstæður í ytra sólkerfinu. Fljótandi vatn er talin grundvallarforsenda lífs. Vaxandi þekking manna á lífverum við neðansjávarstrýtur á hafsbotni á jörðinni þar sem sólarljóss nýtur ekki við kveikti þá hugmynd í kolli vísindamanna að á Evrópu gæti líf mögulega hafa kviknað við sambærilegar aðstæður. „Ef við finnum líf svona langt frá sólinni gæfi það til kynna að það ætti sér annan uppruna en á jörðinni. Það hefur gríðarlega þýðingu því ef það gerðist tvisvar í sólkerfinu okkar gæti það þýtt að líf sé virkilega algengt,“ segir Mark Fox-Powell, reikistjörnuörverufræðingur við Opna háskólann í Bretlandi við breska ríkisútvarpið BBC. Verkfræðingar NASA snúa Europa Clipper-geimfarinu til að undirbúa það fyrir geimskot í Kennedy-geimmiðstöðinni í maí.NASA/Kim Shiflett Bonnie Buratti, reikistjörnufræðingur við JPL-tilraunastofu NASA og einn aðalvísindamanna Clipper-leiðangursins, leggur þó áherslu á að markmið geimfarsins sé ekki að leita að lífi heldur lífvænlegum aðstæðum. „Það eru mjög sterkar vísbendingar um að innihaldsefni lífs séu til staðar á Evrópu en við verðum að fara þangað til þess að komast að því,“ segir Buratti við Reuters-fréttastofuna. Kannar þykkt skorpunnar og efnasamsetninguna Clipper er sólarknúið og stærsta geimfar sem NASA hefur nokkru sinni byggt til þess að rannsaka aðra hnetti í sólkerfinu. Farið er rúmlega þrjátíu metra langt, sautján metra breitt og vegur um sex tonn. Þar vega þungt sólarsellurnar sem búa til orku til að knýja níu mælitæki um borð. Þrjú meginmarkmið Europa Clipper eru að mæla þykkt ísskorpu Evrópu og hvernig hún verkar við hafið undir henni, kanna efnasamsetningu tunglsins og jarðfræði þess. Talið er að ísskorpan sé á bilinu fimmtán til tuttugu og fimm kílómetra þykk. Hafið fyrir neðan hana er áætlað allt frá sextíu til 150 kílómetra djúpt. Þannig gæti verið allt að tvöfalt meira fljótandi vatn undir yfirborði Evrópu en í öllum höfum jarðar samtals. Gæti örverulíf hafa kviknað í víðáttumiklu neðanjarðarhafi undir ísilögðu yfirborði Evrópu? Evrópa er á stærð við tunglið okkar og er eitt fjögurra svonefndra Galíleó-tungla Júpíters.NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Vísbendingar hafa fundist um að frá yfirborði Evrópu gjósi vatnsstrókar. MASPEX-mælitækið um borð í Clipper er ætlað að greina vatnsgufu og gas í nágrenni Evrópu til þess að freista þess að finna lífræn efnasambönd sem gætu verið næring fyrir mögulegt neðansjávarörverulíf. Einnig vakir fyrir NASA að finna álitlega lendingarstaði á yfirborði Evrópu fyrir frekari könnunarleiðangra þangað í framtíðinni. Fleiri vatnaveraldir í sólkerfinu Evrópa er ekki eina vatnaveröldin í sólkerfinu okkar. Talið er að neðanjarðarhöf sé að finna á bæði Ganýmedesi og Kallistó, stærstu tunglum Júpíters. Mun dýpra er talið niður á þau en á Evrópu. Þá er Enkeladus, ístungl Satúrnusar, þekkt fyrir ísgíga sem þeyta vatnssameindum út í geim, líklega frá neðanjarðarhafi. Einnig er talið mögulegt að slíkt haf sé að finna á Trítoni, stærsta tungli Neptúnusar. Þangað hefur þó ekkert geimfar farið frá því að Voyager 2 flaug fram hjá í ágúst árið 1989 og engin áform eru um frekari ferðir þangað í fyrirsjáanlegri framtíð.
Geimurinn Vísindi Tækni Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Lykilhráefni lífs í neðanjarðarhafi tungls Satúrnusar Ofgnótt af frumefninu fosfór, sem er nauðsynleg byggingareining lífs eins og við þekkjum það, er líklega að finna í neðanjarðarhafi undir ísskorpi Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Efnasambönd sem innihalda frumefnið fundust í einum hringja Satúrnusar sem íshverir Enkeladusar fóðra. 15. júní 2023 20:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24
Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45
Lykilhráefni lífs í neðanjarðarhafi tungls Satúrnusar Ofgnótt af frumefninu fosfór, sem er nauðsynleg byggingareining lífs eins og við þekkjum það, er líklega að finna í neðanjarðarhafi undir ísskorpi Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Efnasambönd sem innihalda frumefnið fundust í einum hringja Satúrnusar sem íshverir Enkeladusar fóðra. 15. júní 2023 20:02