Kæru kennarar Einar Þorsteinsson skrifar 14. október 2024 19:51 Frá ykkur hef ég fengið sterk viðbrögð við ummælum mínum um starfsaðstæður kennara á ráðstefnu Sambands sveitarfélaganna og nokkuð ljóst að sjónarmið mín hafa ekki komist nægilega vel á framfæri í stuttum myndbandsbúti sem fór á flug. Á myndbandið vantaði byrjunina á ræðu minni þar sem ég lagði til að á næstu fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna yrðu mannauðsmál sett formlega á dagskrá. Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum. Aðgerðir undanfarinna ára Ég nefndi líka að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum til þess að bæta starfsaðstæður ykkar hafa greinilega ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Á Íslandi er bein kennsla hvers grunnskólakennara minnst af öllum Norðurlöndunum, í leikskólunum hefur fermetrum á hvert barn verið fjölgað sem og undirbúningstímum fjölgað og vinnuvikan stytt úr 40 í 36 klukkustundir. Þessar aðgerðir höfðu það að markmiði að lækka veikindahlutfallið og stórbæta aðstæður en þróunin er í öfuga átt. Samkvæmt nýrri könnun sér fjórðungur kennara ekki fyrir sér að endast í starfinu. Eitthvað er að. Breyttur veruleiki skólakerfisins Í tali mínu á ráðstefnu sveitarfélaganna um málefni ykkar þótti mér mikilvægt að draga þessi atriði fram því við, vinnuveitendur ykkar, þurfum að horfa á kerfið í heild þegar við bregðumst við, mótum stefnu og ráðumst í aðgerðir. Ég nefndi líka sérstaklega að við yrðum að búa þannig um skólastarfið að kennarar væru „hamingjusamir í starfi og liði vel“ og ágætt að hnykkja á því markmiði. Starf kennarans er krefjandi en það mótast líka af því skólakerfi sem við höfum byggt upp. Enginn einn ber ábyrgð á kerfinu, enda er það afsprengi stefnumótunar ríkis, sveitarfélaga og krafna frá fræða- og kennarasamfélaginu. Einhversstaðar verður umræðan að byrja Er tímabært að staldra við og skoða forsendurnar? Skóli án aðgreiningar er að mínu áliti rétt stefna, að öll börn óháð stöðu fái sömu þjónustu og að enginn upplifi sig útundan. En ég vil ræða hvernig okkur gengur með þá stefnu og hvort betur megi fara. Ég ætla að leyfa mér að hafa ekki fullmótaða skoðun á því strax og langar að heyra í ykkur sem best þekkið til mála. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að 33% barna í leikskólum og 24% barna í grunnskólum borgarinnar eru af erlendum uppruna og þær geysimiklu breytingar sem það hefur á störf ykkar kennara. Enn eitt, fjölgun barna með greiningar og hegðunarvandamál og samskipti við foreldra sem þeim verkefnum fylgja eykur líka klárlega álagið. Þetta þekkið þið vel. En þetta vitum við foreldrar líka. Persónulega er ég ævinlega þakklátur kennurum minna þriggja barna og veit hvernig þeir – og þið – takið utan um börn náms- og félagslega og stuðlið að farsælli og hamingjusamri æsku sem leggur grunn að allri framtíð. Mannanna verk Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á íslensku menntakerfi sem varða allt í senn skipulag, gæði og þjónustu innan kerfisins og upplýsingar um stöðu og þróun hvers nemanda og skólakerfisins í heild. Ber það fyrst að nefna innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lög um miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þá eru til meðferðar frumvarp að lögum um námsgögn og frumvarp að lögum um inngildandi menntun. Það er afar mikilvægt að þessar breytingar nái fram að ganga en til þess þarf öflugt samstarf fagfólks á vettvangi, sveitarstjórna, ráðuneytis og stofnana ríkisins. Reykjavíkurborg mun leggja mikla áherslu á virkan þátt í þessari vinnu. Kæru kennarar. Það er einfaldlega mín skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að við ræðum um menntun og skólakerfið með opnum huga. Öll kerfi eru mannanna verk. Ég er reiðubúinn til samtals við ykkur og mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum en því fer fjarri. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá ykkur hef ég fengið sterk viðbrögð við ummælum mínum um starfsaðstæður kennara á ráðstefnu Sambands sveitarfélaganna og nokkuð ljóst að sjónarmið mín hafa ekki komist nægilega vel á framfæri í stuttum myndbandsbúti sem fór á flug. Á myndbandið vantaði byrjunina á ræðu minni þar sem ég lagði til að á næstu fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna yrðu mannauðsmál sett formlega á dagskrá. Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum. Aðgerðir undanfarinna ára Ég nefndi líka að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum til þess að bæta starfsaðstæður ykkar hafa greinilega ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Á Íslandi er bein kennsla hvers grunnskólakennara minnst af öllum Norðurlöndunum, í leikskólunum hefur fermetrum á hvert barn verið fjölgað sem og undirbúningstímum fjölgað og vinnuvikan stytt úr 40 í 36 klukkustundir. Þessar aðgerðir höfðu það að markmiði að lækka veikindahlutfallið og stórbæta aðstæður en þróunin er í öfuga átt. Samkvæmt nýrri könnun sér fjórðungur kennara ekki fyrir sér að endast í starfinu. Eitthvað er að. Breyttur veruleiki skólakerfisins Í tali mínu á ráðstefnu sveitarfélaganna um málefni ykkar þótti mér mikilvægt að draga þessi atriði fram því við, vinnuveitendur ykkar, þurfum að horfa á kerfið í heild þegar við bregðumst við, mótum stefnu og ráðumst í aðgerðir. Ég nefndi líka sérstaklega að við yrðum að búa þannig um skólastarfið að kennarar væru „hamingjusamir í starfi og liði vel“ og ágætt að hnykkja á því markmiði. Starf kennarans er krefjandi en það mótast líka af því skólakerfi sem við höfum byggt upp. Enginn einn ber ábyrgð á kerfinu, enda er það afsprengi stefnumótunar ríkis, sveitarfélaga og krafna frá fræða- og kennarasamfélaginu. Einhversstaðar verður umræðan að byrja Er tímabært að staldra við og skoða forsendurnar? Skóli án aðgreiningar er að mínu áliti rétt stefna, að öll börn óháð stöðu fái sömu þjónustu og að enginn upplifi sig útundan. En ég vil ræða hvernig okkur gengur með þá stefnu og hvort betur megi fara. Ég ætla að leyfa mér að hafa ekki fullmótaða skoðun á því strax og langar að heyra í ykkur sem best þekkið til mála. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að 33% barna í leikskólum og 24% barna í grunnskólum borgarinnar eru af erlendum uppruna og þær geysimiklu breytingar sem það hefur á störf ykkar kennara. Enn eitt, fjölgun barna með greiningar og hegðunarvandamál og samskipti við foreldra sem þeim verkefnum fylgja eykur líka klárlega álagið. Þetta þekkið þið vel. En þetta vitum við foreldrar líka. Persónulega er ég ævinlega þakklátur kennurum minna þriggja barna og veit hvernig þeir – og þið – takið utan um börn náms- og félagslega og stuðlið að farsælli og hamingjusamri æsku sem leggur grunn að allri framtíð. Mannanna verk Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á íslensku menntakerfi sem varða allt í senn skipulag, gæði og þjónustu innan kerfisins og upplýsingar um stöðu og þróun hvers nemanda og skólakerfisins í heild. Ber það fyrst að nefna innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lög um miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þá eru til meðferðar frumvarp að lögum um námsgögn og frumvarp að lögum um inngildandi menntun. Það er afar mikilvægt að þessar breytingar nái fram að ganga en til þess þarf öflugt samstarf fagfólks á vettvangi, sveitarstjórna, ráðuneytis og stofnana ríkisins. Reykjavíkurborg mun leggja mikla áherslu á virkan þátt í þessari vinnu. Kæru kennarar. Það er einfaldlega mín skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að við ræðum um menntun og skólakerfið með opnum huga. Öll kerfi eru mannanna verk. Ég er reiðubúinn til samtals við ykkur og mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum en því fer fjarri. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun