Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2024 13:22 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Embætti hennar sér um að fylgja þeim úr landi sem hafa fengið endanlega synjun um vernd. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Í þeim hópi eru fimm börn sem eru öll, samkvæmt skriflegu svari ríkislögreglustjóra, í forsjá foreldra sinna. Í svari ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að föður og tveimur börnum hans hafi verið gert að halda sig á ákveðnu svæði í Bæjarhrauni. Í útlendingalögum sé heimild til þess að þvinga fólk til að halda sig á ákveðnu svæði til að tryggja framkvæmd ákvörðunar. Í Bæjarhrauni dvelja einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun og á að vísa úr landi. Fyrr í dag var fjallað um mál hins 16 ára Oscar Andres Florez Bocanegra sem kom til landsins fyrir tveimur árum. Lögmaður hans sagði faðir hans hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hefur faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Lögmaður Oscars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Umsókninni hafnað í fyrra „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Oscar, til vinstri á myndinni, er eitt þeirra barna sem flytja á til Kólumbíu í dag. Með honum á myndinni er Sonja Magnúsdóttir en hann hefur dvalið hjá henni og manni hennar frá því í maí.Aðsend Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og er ein í Kólumbíu. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir „Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í þeim hópi eru fimm börn sem eru öll, samkvæmt skriflegu svari ríkislögreglustjóra, í forsjá foreldra sinna. Í svari ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að föður og tveimur börnum hans hafi verið gert að halda sig á ákveðnu svæði í Bæjarhrauni. Í útlendingalögum sé heimild til þess að þvinga fólk til að halda sig á ákveðnu svæði til að tryggja framkvæmd ákvörðunar. Í Bæjarhrauni dvelja einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun og á að vísa úr landi. Fyrr í dag var fjallað um mál hins 16 ára Oscar Andres Florez Bocanegra sem kom til landsins fyrir tveimur árum. Lögmaður hans sagði faðir hans hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hefur faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Lögmaður Oscars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Umsókninni hafnað í fyrra „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Oscar, til vinstri á myndinni, er eitt þeirra barna sem flytja á til Kólumbíu í dag. Með honum á myndinni er Sonja Magnúsdóttir en hann hefur dvalið hjá henni og manni hennar frá því í maí.Aðsend Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og er ein í Kólumbíu.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir „Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent