Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 15:49 Alexei Moskaljov sat í fangelsi í 22 mánuði vegna teikningar dóttur hans sem rússnesk yfirvöld töldu ófrægja herinn. AP Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. Dóttir Alexei Moskaljov var tólf ára gömul þegar hún teiknaði mynd af konu með úkraínskan fána sem hélt hlífiskildi yfir barni sínu fyrir rússneskri eldflaugaárás í myndmenntartíma skömmu eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Skólastjórinn í bænum Jefremov nærri Túla hringdi á lögregluna og stúlkan var yfirheyrð af fulltrúum leyniþjónustunnar FSB og faðir hennar sömuleiðis. Leyniþjónustumennirnir sögðu Moskaljov að hann æli dóttur sína „rangt“ upp, að sögn Washington Post. Moskaljov var kærður fyrir áróður gegn stríðinu og sektaður en í desember 2022 var hann svo ákærður fyrir að bera út óhróður um rússneska herinn. Stuðningskona Moskaljov-fjölskyldunnar í bol með mynd af Möshu Moskaljov. Faðir hennar var dæmdur í fangelsi fyrir teikningu hennar.Vísir/EPA Dótturinni var komið fyrir á munaðarleysingjahæli þar sem móðir hennar neitaði að taka við henni. Moskaljov hafði alið hana einn upp frá þriggja ára aldri. Hann reyndi að flýja land en var handsamaður og stungið í fangelsi. Stúlkunni var á endanum komið til móður sinnar. Moskaljov var loks látinn laus í dag. Hann sagði fjölmiðlamönnum sem tóku á móti honum að það hefði verið dóttir hans sem hélt honum gangandi innan veggja fangelsisins þar sem hann sætti illri meðferð. Hundruð barna handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu Stjórn Vladímírs Pútín forseta hefur gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og þrengja að frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum í landinu á undanförnum árum, sérstaklega eftir að hann hóf innrásstríð sitt hans í Úkraínu. Rússneskir skólar eru sagðir dreifa áróðri stjórnvalda um stríðið og kennarar og nemendur sem lýsa andstöðu við stríðið fá að kenna á því. Maður gengur framhjá veggmynd af rússneskum hermanni í bænum Jefremov þar sem Moskaljov-fjölskyldan bjó.Vísir/EPA Mannréttindasamtökin OVD-Info segja að á sjötta hundrað barna hafi verið handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu og að tuttugu skólabörn hafi hlotið þunga fangelsisdóma fyrir ýmis konar andóf, þar á meðal að reyna að trufla vopnasendingar til Úkraínu. Tugir þeirra eru sagðir á lista stjórnvalda yfir öfga- og hryðjuverkamenn. Samtökin segja mál Moskaljov hluti af ógnvekjandi þróun í Rússlandi þar sem ungmennum sem eru mótfallin stríðinu og fjölskyldum þeirra sé ógnað á sama tíma og börn sé þvinguð inn í hervætt samfélag sem þolir ekkert andóf. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tjáningarfrelsi Erlend sakamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Dóttir Alexei Moskaljov var tólf ára gömul þegar hún teiknaði mynd af konu með úkraínskan fána sem hélt hlífiskildi yfir barni sínu fyrir rússneskri eldflaugaárás í myndmenntartíma skömmu eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Skólastjórinn í bænum Jefremov nærri Túla hringdi á lögregluna og stúlkan var yfirheyrð af fulltrúum leyniþjónustunnar FSB og faðir hennar sömuleiðis. Leyniþjónustumennirnir sögðu Moskaljov að hann æli dóttur sína „rangt“ upp, að sögn Washington Post. Moskaljov var kærður fyrir áróður gegn stríðinu og sektaður en í desember 2022 var hann svo ákærður fyrir að bera út óhróður um rússneska herinn. Stuðningskona Moskaljov-fjölskyldunnar í bol með mynd af Möshu Moskaljov. Faðir hennar var dæmdur í fangelsi fyrir teikningu hennar.Vísir/EPA Dótturinni var komið fyrir á munaðarleysingjahæli þar sem móðir hennar neitaði að taka við henni. Moskaljov hafði alið hana einn upp frá þriggja ára aldri. Hann reyndi að flýja land en var handsamaður og stungið í fangelsi. Stúlkunni var á endanum komið til móður sinnar. Moskaljov var loks látinn laus í dag. Hann sagði fjölmiðlamönnum sem tóku á móti honum að það hefði verið dóttir hans sem hélt honum gangandi innan veggja fangelsisins þar sem hann sætti illri meðferð. Hundruð barna handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu Stjórn Vladímírs Pútín forseta hefur gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og þrengja að frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum í landinu á undanförnum árum, sérstaklega eftir að hann hóf innrásstríð sitt hans í Úkraínu. Rússneskir skólar eru sagðir dreifa áróðri stjórnvalda um stríðið og kennarar og nemendur sem lýsa andstöðu við stríðið fá að kenna á því. Maður gengur framhjá veggmynd af rússneskum hermanni í bænum Jefremov þar sem Moskaljov-fjölskyldan bjó.Vísir/EPA Mannréttindasamtökin OVD-Info segja að á sjötta hundrað barna hafi verið handtekin fyrir mótmæli gegn stríðinu og að tuttugu skólabörn hafi hlotið þunga fangelsisdóma fyrir ýmis konar andóf, þar á meðal að reyna að trufla vopnasendingar til Úkraínu. Tugir þeirra eru sagðir á lista stjórnvalda yfir öfga- og hryðjuverkamenn. Samtökin segja mál Moskaljov hluti af ógnvekjandi þróun í Rússlandi þar sem ungmennum sem eru mótfallin stríðinu og fjölskyldum þeirra sé ógnað á sama tíma og börn sé þvinguð inn í hervætt samfélag sem þolir ekkert andóf.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tjáningarfrelsi Erlend sakamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira