Landsliðshetjan í áfalli: Ég skelf öll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 09:30 Katrine Lunde er frábær markvörður og var síðast í stór hlutverki þegar Norðmenn unnu Ólympíugull í París í ágúst. Getty/Buda Mendes Katrine Lunde er enn einn besti handboltamarkvörður heims þótt að hún haldi upp á 45 ára afmælið í mars. Það breytir ekki því að hún gæti verið án félags á föstudaginn. Þessi sigursæli leikmaður spilar með Vipers í heimalandinu en þrátt fyrir mikla sigurgöngu undanfarinn áratug þá hefur reksturinn gengið skelfilega síðustu misseri. Fjárhagsvandræði Vipers Kristiansand hafa verið mikil og halda áfram. Björgunaraðferðir síðustu mánaða hafa greinilega ekki gengið nógu vel því nú er enn á ný komið að lokafresti þar sem gjaldþrot vofir yfir. Leikmenn liðsins, þar á meðal Lunde, voru kallaðir á fund þar sem kom fram að félagið þurfi að safna 25 milljónum norskra króna fyrir föstudaginn. Það gera 316 milljónir íslenskra króna. Takist það ekki fer félagið á hausinn. Frétt NRK um málið og viðbrögð Katrine Lunde.NRK „Ég skelf öll. Þetta er alls ekki gaman og hefur mikil áhrif á okkur. Þetta er lífið mitt,“ sagði Katrine Lunde við TV 2 í Noregi. Liðsfélagi hennar Silje Waade var með tárin í augunum eftir fundinn. „Mér líður eins og ég hafi stokkið fram af brúninni og nú er ég bara að bíða eftir því að komast að því hvernig dýnan er. Þetta er lífið okkar. Ég veit ekki hvort ég fái að mæta í vinnuna á mánudaginn,“ sagði Waade. Umræða um mögulegt gjaldþrot Vipers var líka í febrúar og ágúst en í bæði þau skiptin tókst að bjarga málunum. Það hafa hins vegar verið sannkallaðar skammtímalausnir. Waade hefur verið hjá félaginu frá 2018 og hefur orðið sex sinnum meistari. „Við vitum vel af því að félagið glímir við fjárhagsvandræði en það kom samt mikið á óvart hvað upphæðin er há og hvað fyrirvarinn er stuttur,“ sagði Waade. Leikmenn Vipers spila leik áður en kemur að lokafrestinum og sá er í Meistaradeildinni í kvöld á móti Budocnost. Kyvåg tror Vipers er historie: – Synd og trist https://t.co/Z9dQ82lDy6— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2024 Norski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Þessi sigursæli leikmaður spilar með Vipers í heimalandinu en þrátt fyrir mikla sigurgöngu undanfarinn áratug þá hefur reksturinn gengið skelfilega síðustu misseri. Fjárhagsvandræði Vipers Kristiansand hafa verið mikil og halda áfram. Björgunaraðferðir síðustu mánaða hafa greinilega ekki gengið nógu vel því nú er enn á ný komið að lokafresti þar sem gjaldþrot vofir yfir. Leikmenn liðsins, þar á meðal Lunde, voru kallaðir á fund þar sem kom fram að félagið þurfi að safna 25 milljónum norskra króna fyrir föstudaginn. Það gera 316 milljónir íslenskra króna. Takist það ekki fer félagið á hausinn. Frétt NRK um málið og viðbrögð Katrine Lunde.NRK „Ég skelf öll. Þetta er alls ekki gaman og hefur mikil áhrif á okkur. Þetta er lífið mitt,“ sagði Katrine Lunde við TV 2 í Noregi. Liðsfélagi hennar Silje Waade var með tárin í augunum eftir fundinn. „Mér líður eins og ég hafi stokkið fram af brúninni og nú er ég bara að bíða eftir því að komast að því hvernig dýnan er. Þetta er lífið okkar. Ég veit ekki hvort ég fái að mæta í vinnuna á mánudaginn,“ sagði Waade. Umræða um mögulegt gjaldþrot Vipers var líka í febrúar og ágúst en í bæði þau skiptin tókst að bjarga málunum. Það hafa hins vegar verið sannkallaðar skammtímalausnir. Waade hefur verið hjá félaginu frá 2018 og hefur orðið sex sinnum meistari. „Við vitum vel af því að félagið glímir við fjárhagsvandræði en það kom samt mikið á óvart hvað upphæðin er há og hvað fyrirvarinn er stuttur,“ sagði Waade. Leikmenn Vipers spila leik áður en kemur að lokafrestinum og sá er í Meistaradeildinni í kvöld á móti Budocnost. Kyvåg tror Vipers er historie: – Synd og trist https://t.co/Z9dQ82lDy6— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2024
Norski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira