Veður

Skýjað og sums staðar rigning eða slydda

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir hita á bilinu eitt til níu stig í dag.
Gera má ráð fyrir hita á bilinu eitt til níu stig í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, víða þrjá til tíu metra á sekúndu í dag. Spáð er skýjuðu veðri og sums staðar dálítilli rigningu eða jafnvel slyddu, einkum á Austurlandi.

Úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi í kvöld en snjómugga eða slydda norðvestantil.

Hiti verður á bilinu eitt til níu stig yfir daginn, svalast um landið norðvestanvert. Víða vægt frost í nótt.

„Áþekkt veður á morgun úrkomulega séð. Vindur áfram hægur en norðaustan kaldi á Vestfjörðum. Heldur svalara. Annað kvöld er svo útlit fyrir vaxandi austanátt og bætir í rigningu, fyrst suðvestantil.

Svo er að sjá að á föstudaginn verði ofurlítið hlýrra og mun því öll úrkoma sem fellur þann daginn koma sem rigning,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10, hvassast á Vestfjörðum. Skýjað og sums staðar lítilsháttar úrkoma, en bætir heldur í úrkomuna vestantil eftir hádegi. Vaxandi austanátt og rigning sunnanlands um kvöldið. Hiti um frostmark norðanlands en 2 til 6 stiga hiti sunnanlands.

Á föstudag: Austan og norðaustan 5-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum og við suðausturströndina. Víða rigning, einkum þó um landið austanvert, en slydda á stöku stað. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag: Sunnan 5-13. Dálítil væta syðra en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 2 til 10 stig, mildast austantil.

Á sunnudag: Breytileg eða austlæg átt. Víða dálítil úrkoma, síst á Norðurlandi. Hiti um frostmark norðvestantil, annars 1 til 5 stiga hiti.

Á mánudag: Norðlæg átt og svalt. Rigning eða slydda fyrir norðan og snjókoma inn til landsins, en yfirleitt þurrt syðra.

Á þriðjudag: Útlit fyrir hæga vestlæga átt með skúrum eða eljum allvíða, en vaxandi suðaustanátt með ringingu og hlýnandi veðri suðvestantil um kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×