Gaz-leikur Pavels: „Þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 10:31 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon lofar alvöru Gaz-leik í kvöld. stöð 2 sport Pressan við að velja réttan Gaz-leik er farinn að ná til Pavels Ermolinskij. Fyrstu tveir Gaz-leikir tímabilsins voru framlengdir og núna þurfa Grindavík og Höttur að standa undir væntingum í kvöld. Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Pavel og Helgi Már Magnússon völdu leik Grindavíkur og Hattar sem Gaz-leik 3. umferðar Bónus deildarinnar. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og Pavel kallar viðureignina Innstimplunarleikinn. „Grindavík er búinn að spila tvo leiki en við erum varla búnir að sjá þá spila. Þeir eru búnir að spila á móti tveimur lakari andstæðingum, tvö lið sem veittu þeim litla mótspyrnu,“ sagði Pavel en Grindavík vann ÍR í 1. umferðinni og svo Hauka í síðustu umferð. „Grindavík er lið sem við ætlumst til mikils af í leik en við höfum ekki séð það. Núna eru þeir að mæta sterkum andstæðingi og það er tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Grindavík - Höttur Andstæðingur Grindvíkinga, Hattarmenn, hafa komið flestum á óvart með því að vinna báða leiki sína, gegn Haukum og Keflvíkingum. Pavel segir að nú sé lag fyrir Hött að stimpla sig af krafti inn í deild þeirra bestu. „Hattarmenn eru búnir að vinna tvo góða sigra. Maður finnur smá öðruvísi áru yfir þeim. Það er meira sjálfstraust og þeim líður eins og þeir eigi allt í einu heima hérna,“ sagði Pavel. „Innstimplunin sem þeir geta náð fram er að þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum sem er að reyna að fóta sig í deildinni og koma sér fyrir. Í gegnum tíðina hafa sterkari andstæðingar hakað við leiki á móti Hetti og átt von á því að vinna. Í excel-skjalinu var þetta sigur. Núna er að breytast í lið sem lið eru að vonast eftir að geta unnið.“ Upphitunarþáttinn fyrir Gaz-leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 20:10 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Pavel og Helgi Már Magnússon völdu leik Grindavíkur og Hattar sem Gaz-leik 3. umferðar Bónus deildarinnar. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og Pavel kallar viðureignina Innstimplunarleikinn. „Grindavík er búinn að spila tvo leiki en við erum varla búnir að sjá þá spila. Þeir eru búnir að spila á móti tveimur lakari andstæðingum, tvö lið sem veittu þeim litla mótspyrnu,“ sagði Pavel en Grindavík vann ÍR í 1. umferðinni og svo Hauka í síðustu umferð. „Grindavík er lið sem við ætlumst til mikils af í leik en við höfum ekki séð það. Núna eru þeir að mæta sterkum andstæðingi og það er tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Grindavík - Höttur Andstæðingur Grindvíkinga, Hattarmenn, hafa komið flestum á óvart með því að vinna báða leiki sína, gegn Haukum og Keflvíkingum. Pavel segir að nú sé lag fyrir Hött að stimpla sig af krafti inn í deild þeirra bestu. „Hattarmenn eru búnir að vinna tvo góða sigra. Maður finnur smá öðruvísi áru yfir þeim. Það er meira sjálfstraust og þeim líður eins og þeir eigi allt í einu heima hérna,“ sagði Pavel. „Innstimplunin sem þeir geta náð fram er að þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum sem er að reyna að fóta sig í deildinni og koma sér fyrir. Í gegnum tíðina hafa sterkari andstæðingar hakað við leiki á móti Hetti og átt von á því að vinna. Í excel-skjalinu var þetta sigur. Núna er að breytast í lið sem lið eru að vonast eftir að geta unnið.“ Upphitunarþáttinn fyrir Gaz-leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 20:10 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01
Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31