Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Veðurstofunnar.
Þar segir að GPS-mælingar á Svartsengissvæðinu sýna að landris sé stöðugt. Í síðustu viku hafi líkanreikningar, sem byggi á GPS gögnunum, sýnt að örlítið hafi dregið úr kvikuinnflæði undir Svartsengi. Ekkert bendi til að það hafi dregið meira úr hraðanum, og þá bendi ekkert í gögnum til þess að kvikusöfnun undir Svartsengi sé að hætta.
Þá segir að fyrirvari vegna yfirvofandi eldgoss geti verið mjög skammur, en hann geti verið allt niður í hálftíma langur.
Hættumat á svæðinu er óbreytt, en í gær var greint frá því að aðgangur að Grindvík yrði hindranalaus frá og með mánudagsmorgni.