Háskóli Íslands styður þjóðarmorð Elí Hörpu og Önundarbur skrifar 18. október 2024 12:02 Það er orðið ljóst: Rektor Háskóla Íslands styður þjóðarmorð. Þjóðarmorð er ekki nógu alvarlegt í augum rektors Háskóla Íslands til þess að hann telji ástæðu til að tjá sig opinberlega. Þjóðarmorð er ekki nægileg ástæða til þess að rektor lýsi yfir stuðningi við palestínskan almenning á Gaza sem hafa nú í 377 daga verið sprengd í loft upp, skotin til bana af leyniskyttum, pyntuð til dauða í fangabúðum, brennd lifandi í tjaldbúðum og svelt vísvitandi í hel. Kerfisbundið þjóðarmorð framkvæmt með vopnum vestrænna ríkja kemur Háskóla Íslands hreinlega ekki við, samkvæmt rektor. Nei, það er einfaldlega ekki nógu mikið einsdæmi til þess að rektor finnist viðeigandi að Háskóli Íslands tjái sig um málið. Hvað þá að slíta opinberlega öllum tengslum við gerandann í þjóðarmorðinu. Nei, slíkt gengi í berhöggi við akademískt frelsi og gildi háskólasamfélagsins, vill rektor meina. Þá spurðu nemendur: hvað með alla háskólana, söfnin og fræðasetrin sem Ísrael hefur sprengt í loft upp? Alla nemendurna sem hafa verið myrtir, eins og hinn 19 ára verkfræðinema Shaban al-Dalou, sem allur heimurinn sá brenna lifandi ásamt móður sinni í tjaldbúðum eftir sprengjuárás Ísraels á Al-Aqsa spítalann? Þegar eldurinn gleypti hann lá hann á sjúkrabeði með vökva í æð að jafna sig eftir aðra sprengjuárás Ísraels sem hafði verið gerð á mosku. Hvað með allt fræðafólkið og háskólakennarana sem hafa verið myrt eða fangelsuð af Ísrael, líkt og prófessor Nadera Shalhoub-Kevorkian? Eru þau einnig óviðkomandi Háskóla Íslands og háskólasamfélaginu? Miðað við þögn rektors gagnvart þessum spurningum, og hvað þögn hans hefur varað lengi, er ljóst að hann, og þar með Háskóli Íslands, styður þjóðar- og menntamorð. Hvað annað getur þögnin þýtt? Nú gæti einhverjum fundist óréttlátt að leggja þetta á herðar rektors, en samkvæmt reglum Háskólans er rektor „forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi skólans og á milli funda háskólaráðs fer hann með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans.“ Reyndar mega öll sem eiga sæti í Háskólaráði, nema fulltrúar stúdenta, sitja undir sömu skömm og rektor, en þjóðarmorðið á Gaza hefur einungis verið rætt þar einu sinni og það af frumkvæði stúdenta. Það var þá sem rektor sem lýsti landráni, þjóðarmorði og stríðsglæpum Ísraels sem „pólitísku álitamáli líðandi stundar.“ Þögnin frá öllum æðstu embættum Háskóla Íslands, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir bæði starfsfólks og nemenda, er ærandi. Þetta er ein af þeim stundum í mannkynssögunni sem við verðum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið. Háskólasamfélagið getur ekki setið hjá, og tekist á við hryllinginn áratugum síðar í baksýnisspeglinum. Þar til sýnt hefur verið fram á annað neyðumst við því til þess að áætla að Háskóli Íslands, æðsta menntastofnun landsins, styðji þjóðarmorð. Elí Hörpu og Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði og meðlimur í Stúdentar fyrir Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er orðið ljóst: Rektor Háskóla Íslands styður þjóðarmorð. Þjóðarmorð er ekki nógu alvarlegt í augum rektors Háskóla Íslands til þess að hann telji ástæðu til að tjá sig opinberlega. Þjóðarmorð er ekki nægileg ástæða til þess að rektor lýsi yfir stuðningi við palestínskan almenning á Gaza sem hafa nú í 377 daga verið sprengd í loft upp, skotin til bana af leyniskyttum, pyntuð til dauða í fangabúðum, brennd lifandi í tjaldbúðum og svelt vísvitandi í hel. Kerfisbundið þjóðarmorð framkvæmt með vopnum vestrænna ríkja kemur Háskóla Íslands hreinlega ekki við, samkvæmt rektor. Nei, það er einfaldlega ekki nógu mikið einsdæmi til þess að rektor finnist viðeigandi að Háskóli Íslands tjái sig um málið. Hvað þá að slíta opinberlega öllum tengslum við gerandann í þjóðarmorðinu. Nei, slíkt gengi í berhöggi við akademískt frelsi og gildi háskólasamfélagsins, vill rektor meina. Þá spurðu nemendur: hvað með alla háskólana, söfnin og fræðasetrin sem Ísrael hefur sprengt í loft upp? Alla nemendurna sem hafa verið myrtir, eins og hinn 19 ára verkfræðinema Shaban al-Dalou, sem allur heimurinn sá brenna lifandi ásamt móður sinni í tjaldbúðum eftir sprengjuárás Ísraels á Al-Aqsa spítalann? Þegar eldurinn gleypti hann lá hann á sjúkrabeði með vökva í æð að jafna sig eftir aðra sprengjuárás Ísraels sem hafði verið gerð á mosku. Hvað með allt fræðafólkið og háskólakennarana sem hafa verið myrt eða fangelsuð af Ísrael, líkt og prófessor Nadera Shalhoub-Kevorkian? Eru þau einnig óviðkomandi Háskóla Íslands og háskólasamfélaginu? Miðað við þögn rektors gagnvart þessum spurningum, og hvað þögn hans hefur varað lengi, er ljóst að hann, og þar með Háskóli Íslands, styður þjóðar- og menntamorð. Hvað annað getur þögnin þýtt? Nú gæti einhverjum fundist óréttlátt að leggja þetta á herðar rektors, en samkvæmt reglum Háskólans er rektor „forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki heildarstefnu í málefnum háskólans. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi skólans og á milli funda háskólaráðs fer hann með ákvörðunarvald í öllum málum háskólans.“ Reyndar mega öll sem eiga sæti í Háskólaráði, nema fulltrúar stúdenta, sitja undir sömu skömm og rektor, en þjóðarmorðið á Gaza hefur einungis verið rætt þar einu sinni og það af frumkvæði stúdenta. Það var þá sem rektor sem lýsti landráni, þjóðarmorði og stríðsglæpum Ísraels sem „pólitísku álitamáli líðandi stundar.“ Þögnin frá öllum æðstu embættum Háskóla Íslands, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir bæði starfsfólks og nemenda, er ærandi. Þetta er ein af þeim stundum í mannkynssögunni sem við verðum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið. Háskólasamfélagið getur ekki setið hjá, og tekist á við hryllinginn áratugum síðar í baksýnisspeglinum. Þar til sýnt hefur verið fram á annað neyðumst við því til þess að áætla að Háskóli Íslands, æðsta menntastofnun landsins, styðji þjóðarmorð. Elí Hörpu og Önundarbur, meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði og meðlimur í Stúdentar fyrir Palestínu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun