Óásættanleg staða fyrir fimleikadeild Keflavíkur: Loforð svikin og framtíð starfseminnar í hættu Berglind Ragnarsdóttir skrifar 19. október 2024 07:02 Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í 600 iðkendur á aldrinum eins til 100 ára. Við erum stærsta kveníþróttagreinin en þjónustum fólk frá vöggu til grafar frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfum unnið ötullega að því að efla fimleika og íþróttir fyrir alla. Fimleikadeildin starfar í Íþróttaakademíunni í Krossmóa. Aðstaðan í Akademíunni er löngu sprungin. Ástandið versnaði enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár án þess að lausn sé í sjónmáli. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur, sem telur um 300 iðkendur, hefur nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Samhliða því var fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum og var því farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. Þetta var stór fjárfesting fyrir deildina og markaði tímamót í starfsemi okkar. Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og það er augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt. Þessi staða hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur fagnar á næsta ári 40 ára afmæli en frá stofnun fimleikadeildarinnar hafa þarfir hennar alltaf lotið lægra haldi fyrir þörfum annarra íþróttagreina og þykir okkur það miður að sjá að stærsta kvennaíþróttin á svæðinu þurfi ítrekað að víkja og smækka sig. Í Akademíunni hefur okkur margoft verið bent á það að Reykjanesbær eigi mannvirkið og að því sé það nýtt eins og bærinn telur best en það sama virðist ekki eiga við um íþróttahúsin sem UMFN nýtir undir sína starfsemi. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að vísa frá iðkendum og segja upp starfsfólki vegna skorts á aðstöðu. Þetta er óviðunandi fyrir iðkendur okkar, starfsfólk og samfélagið í heild. Að auki virðist vera þarna önnur öfl að verki. Íþróttafélagapólitík sem snýst meira um lit keppnisfatnaðar en þjónustu við bæjarbúa og stjórn fimleikadeildarinnar hefur spurt þeirrar spurningar hvort það geti verið að UMFN hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að dreifa starfsemi sinni eins mikið og hægt væri til að koma í veg fyrir að blái liturinn sjáist í húsakynnum Njarðvíkur. Fimleikadeildin hefur hins vegar aldrei gert greinarmun á því hvaðan iðkendur koma og hjá okkur eru öll börn velkomin og eins og áður sagði þjónustum við bæði fjölskyldur og börn úr öllum hverfum Reykjanesbæjar en einnig frá nágrannasveitarfélögum. Við skorum á þá sem málið varðar að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja fimleikadeildinni aðstöðu sem hæfir umfangi og mikilvægi starfseminnar og gera okkur kleift að færa þjónustuna nær bæjarbúum. Það er mikilvægt að ráðamenn standi við gefin loforð og styðji við íþróttastarfsemi sem hefur svo jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Fimleikadeild Keflavíkur vill halda áfram að veita börnum og fjölskyldum á Suðurnesjum góða þjónustu og stuðla að heilbrigðu íþróttalífi en til þess þurfum við að hafa aðstöðu sem gerir okkur kleift að mæta þörfum iðkenda og samfélagsins við skorum því á umsjónarmann íþróttamannvirkja, sviðstjóra menntasviðs, íþrótta og tómstundafulltrúa og íþróttafélögin að gera allt sem í sínu valdi stendur til vinna saman að lausn og bæta úr þessu. Höfundar sitja í stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Reykjanesbær Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í 600 iðkendur á aldrinum eins til 100 ára. Við erum stærsta kveníþróttagreinin en þjónustum fólk frá vöggu til grafar frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfum unnið ötullega að því að efla fimleika og íþróttir fyrir alla. Fimleikadeildin starfar í Íþróttaakademíunni í Krossmóa. Aðstaðan í Akademíunni er löngu sprungin. Ástandið versnaði enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár án þess að lausn sé í sjónmáli. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur, sem telur um 300 iðkendur, hefur nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Samhliða því var fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum og var því farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. Þetta var stór fjárfesting fyrir deildina og markaði tímamót í starfsemi okkar. Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og það er augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt. Þessi staða hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur fagnar á næsta ári 40 ára afmæli en frá stofnun fimleikadeildarinnar hafa þarfir hennar alltaf lotið lægra haldi fyrir þörfum annarra íþróttagreina og þykir okkur það miður að sjá að stærsta kvennaíþróttin á svæðinu þurfi ítrekað að víkja og smækka sig. Í Akademíunni hefur okkur margoft verið bent á það að Reykjanesbær eigi mannvirkið og að því sé það nýtt eins og bærinn telur best en það sama virðist ekki eiga við um íþróttahúsin sem UMFN nýtir undir sína starfsemi. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að vísa frá iðkendum og segja upp starfsfólki vegna skorts á aðstöðu. Þetta er óviðunandi fyrir iðkendur okkar, starfsfólk og samfélagið í heild. Að auki virðist vera þarna önnur öfl að verki. Íþróttafélagapólitík sem snýst meira um lit keppnisfatnaðar en þjónustu við bæjarbúa og stjórn fimleikadeildarinnar hefur spurt þeirrar spurningar hvort það geti verið að UMFN hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að dreifa starfsemi sinni eins mikið og hægt væri til að koma í veg fyrir að blái liturinn sjáist í húsakynnum Njarðvíkur. Fimleikadeildin hefur hins vegar aldrei gert greinarmun á því hvaðan iðkendur koma og hjá okkur eru öll börn velkomin og eins og áður sagði þjónustum við bæði fjölskyldur og börn úr öllum hverfum Reykjanesbæjar en einnig frá nágrannasveitarfélögum. Við skorum á þá sem málið varðar að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja fimleikadeildinni aðstöðu sem hæfir umfangi og mikilvægi starfseminnar og gera okkur kleift að færa þjónustuna nær bæjarbúum. Það er mikilvægt að ráðamenn standi við gefin loforð og styðji við íþróttastarfsemi sem hefur svo jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Fimleikadeild Keflavíkur vill halda áfram að veita börnum og fjölskyldum á Suðurnesjum góða þjónustu og stuðla að heilbrigðu íþróttalífi en til þess þurfum við að hafa aðstöðu sem gerir okkur kleift að mæta þörfum iðkenda og samfélagsins við skorum því á umsjónarmann íþróttamannvirkja, sviðstjóra menntasviðs, íþrótta og tómstundafulltrúa og íþróttafélögin að gera allt sem í sínu valdi stendur til vinna saman að lausn og bæta úr þessu. Höfundar sitja í stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun