Hreinn úrslitaleikur um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 09:31 Bridget Carleton er hér fagnað af liðsfélögum sínum í Minnesota Lynx eftir að hún tryggði liðinu sigur á New York Liberty með því að setja niður tvö vítaskot tveimur sekúndum fyrir leikslok. Getty/ David Berding Minnesota Lynx tryggði sér hreinan úrslitaleik um WNBA meistaratitilinn í körfubolta eftir 82-80 sigur í fjórða úrslitaleiknum á móti New York Liberty í nótt. New York Liberty gat tryggt sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins en nú er oddaleikur framundan á sunnudagskvöldið þar annað liðið verður WNBA meistari. Þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár þar sem er oddaleikur um titilinn en hann verður spilaður á heimavelli New York Liberty í Brooklyn. Þrír af fjórum leikjum úrslitaeinvígsins hafa verið mjög spennandi, einn unnist í framlengingu og hinir með tveimur stigum annars vegar og þremur stigum hins vegar. Það er því von á hörðum slag þegar titilinn er bókstaflega undir annað kvöld. Dancing their way into GAME 5 🕺 THE MINNESOTA LYNX SURVIVE! #WNBAFinals presented by @youtubetv pic.twitter.com/GdpBtr1B2Y— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 Liberty tapaði fyrsta leiknum á heimavelli en var búið að vinna tvo síðustu leiki einvígsins. Liðin hafa nú bæði unnið útileik og bæði unnið heimaleik. Þetta gæti varla verið jafnara. Bridget Carleton tryggði Lynx sigurinn í nótt með því að setja niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru eftir. Allar í byrjunarliði Lynx skiluðu tólf stigum eða meira en Kayla McBride var stigahæst með nítján stig og Courtney Williams skilaði fimmtán stigum og sjö stoðsendingum. Napheesa Collier, stjarna liðsins, var með 14 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Jonquel Jones var atkvæðamest hjá New York liðinu með 21 stig og 8 fráköst en Leonie Fiebich skoraði 19 stig og gaf 5 stoðsendingar. Stórstjörnurnar áttu ekki sinn besta dag, Breanna Stewart var með 11 stig og Sabrina Ionescu skoraði 10 stig. Saman klikkuðu þær aftur á móti á öllum níu þriggja stiga skotum sínum. Kayla McBride was lights out in Game 4 droppin' 19 PTS, 4-5 from deep, and dishin' out 4 dimes 🔥McBuckets delivered, leading the Lynx to tie the series at 2-2, forcing a Game 5!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/A0tjhKU5C5— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 WNBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
New York Liberty gat tryggt sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins en nú er oddaleikur framundan á sunnudagskvöldið þar annað liðið verður WNBA meistari. Þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár þar sem er oddaleikur um titilinn en hann verður spilaður á heimavelli New York Liberty í Brooklyn. Þrír af fjórum leikjum úrslitaeinvígsins hafa verið mjög spennandi, einn unnist í framlengingu og hinir með tveimur stigum annars vegar og þremur stigum hins vegar. Það er því von á hörðum slag þegar titilinn er bókstaflega undir annað kvöld. Dancing their way into GAME 5 🕺 THE MINNESOTA LYNX SURVIVE! #WNBAFinals presented by @youtubetv pic.twitter.com/GdpBtr1B2Y— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 Liberty tapaði fyrsta leiknum á heimavelli en var búið að vinna tvo síðustu leiki einvígsins. Liðin hafa nú bæði unnið útileik og bæði unnið heimaleik. Þetta gæti varla verið jafnara. Bridget Carleton tryggði Lynx sigurinn í nótt með því að setja niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru eftir. Allar í byrjunarliði Lynx skiluðu tólf stigum eða meira en Kayla McBride var stigahæst með nítján stig og Courtney Williams skilaði fimmtán stigum og sjö stoðsendingum. Napheesa Collier, stjarna liðsins, var með 14 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Jonquel Jones var atkvæðamest hjá New York liðinu með 21 stig og 8 fráköst en Leonie Fiebich skoraði 19 stig og gaf 5 stoðsendingar. Stórstjörnurnar áttu ekki sinn besta dag, Breanna Stewart var með 11 stig og Sabrina Ionescu skoraði 10 stig. Saman klikkuðu þær aftur á móti á öllum níu þriggja stiga skotum sínum. Kayla McBride was lights out in Game 4 droppin' 19 PTS, 4-5 from deep, and dishin' out 4 dimes 🔥McBuckets delivered, leading the Lynx to tie the series at 2-2, forcing a Game 5!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/A0tjhKU5C5— WNBA (@WNBA) October 19, 2024
WNBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira