Innlent

Kostnaður við snagana nam 1,7 milljónum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Kostnaðurinn við snagana var aðeins verið liður í umfangsmiklu viðgerðarstarfi.
Kostnaðurinn við snagana var aðeins verið liður í umfangsmiklu viðgerðarstarfi. Reykjavíkurborg

Kostnaður við snaga sem settir voru upp í Álftamýrarskóla var 1,7 milljónir en ekki 12 milljónir eins og haldið hafði verið fram í fréttum. Milljónirnar tólf voru heildarkostnaður við umfangsmikið viðgerðarverkefni sem snagarnir voru aðeins hluti af.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vakti athygli á umræddum snögum í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn miðvikudag.

Í viðtalinu sagði hún það skjóta skökku við að borgin verði tólf milljónum króna í snagagerð á sama tíma og verið væri að skera niður við bókakaup skólabókasafna um tíu milljónir.

Í svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurnum Ríkisútvarpsins kemur hins vegar fram að í sundurliðun á kostnaði við viðgerð á skólanum hafi snagarnir sjálfir aðeins kostað um 1,7 milljónir króna en snagarnir voru 678 talsins.

Í grein Morgunblaðsins er fullyrt að kostnaður við snaganna hafi numið tólf milljónum króna.

Stærsti hluti kostnaðar í viðgerðarstarfinu hafi verið efniskostnaður fyrir bekki, skóhirslur undir bekkjum og veggjahlífar sem alls ná yfir 77 metra langt svæði. Kostnaðurinn við að þekja svæðið hafi verið tæplega sjö milljónir króna og vinna við þá uppsetningu hafi kostað 1,3 milljónir. Þá var kostnaður við ráðgjöf 1,7 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×