„Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 22:17 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sakar Hezbollah um að hafa reynt að ráða sig af dögum. AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. Ísraelsk yfirvöld sögðu tugi loftskeyta hafa verið skotið frá Líbanon, degi eftir að Hezbollah lýsti yfir nýjum fasa í stríðinu við Ísrael. Skrifstofa Netanjahú sagði dróna hafa verið „skotið í átt“ að heimili hans í strandbænum Caeserea í norðurhluta Ísrael. Þá segir Ísraelsher að þremur drónum hafi verið skotið í átt að bænum, tveir þeirra hafi verið skotnir niður og einn þeirra hæft byggingu í bænum. Ekki kemur fram hvort það hafi verið heimili Netanjahú sem um ræðir eða hverjar skemmdirnar voru. Hermenn á vettvangi eftir drónaárás í strandbænum Caesarea í norðurhluta Ísrael.Getty „Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum“ Íranski fjölmiðillinn IRNA greindi frá því að hryðjuverkasamtökin Hezbollah standi að baki árásinni. Hezbollah, sem eru fjármögnuð og studd af Íran, hafa ekki tjáð sig um málið. „Tilraun Hezbollah, staðgengils Írans, til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök,“ skrifaði Netanjahú í færslu á miðilinnn X (áður Twitter). Þá sagði hann að árásin myndi hvorki stoppa hann né Ísraelsríki frá því að halda áfram stríðinu gegn óvinum þeirra. „Hver sá sem reynir að skaða íbúa Ísrael mun borga það dýrum dómi. Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum og þeim sem senda þá,“ skrifaði hann einnig. The attempt by Iran’s proxy Hezbollah to assassinate me and my wife today was a grave mistake. This will not deter me or the State of Israel from continuing our just war against our enemies in order to secure our future. I say to Iran and its proxies in its axis of evil:…— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) October 19, 2024 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ísraelsk yfirvöld sögðu tugi loftskeyta hafa verið skotið frá Líbanon, degi eftir að Hezbollah lýsti yfir nýjum fasa í stríðinu við Ísrael. Skrifstofa Netanjahú sagði dróna hafa verið „skotið í átt“ að heimili hans í strandbænum Caeserea í norðurhluta Ísrael. Þá segir Ísraelsher að þremur drónum hafi verið skotið í átt að bænum, tveir þeirra hafi verið skotnir niður og einn þeirra hæft byggingu í bænum. Ekki kemur fram hvort það hafi verið heimili Netanjahú sem um ræðir eða hverjar skemmdirnar voru. Hermenn á vettvangi eftir drónaárás í strandbænum Caesarea í norðurhluta Ísrael.Getty „Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum“ Íranski fjölmiðillinn IRNA greindi frá því að hryðjuverkasamtökin Hezbollah standi að baki árásinni. Hezbollah, sem eru fjármögnuð og studd af Íran, hafa ekki tjáð sig um málið. „Tilraun Hezbollah, staðgengils Írans, til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök,“ skrifaði Netanjahú í færslu á miðilinnn X (áður Twitter). Þá sagði hann að árásin myndi hvorki stoppa hann né Ísraelsríki frá því að halda áfram stríðinu gegn óvinum þeirra. „Hver sá sem reynir að skaða íbúa Ísrael mun borga það dýrum dómi. Við munum halda áfram að útrýma hryðjuverkamönnum og þeim sem senda þá,“ skrifaði hann einnig. The attempt by Iran’s proxy Hezbollah to assassinate me and my wife today was a grave mistake. This will not deter me or the State of Israel from continuing our just war against our enemies in order to secure our future. I say to Iran and its proxies in its axis of evil:…— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) October 19, 2024
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira