Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sú breiðfylking sem hann var Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 11:41 Sigríður Andersen segist ekki vera að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen segir ákvörðun sína um að leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum ekki skýrast af því að hún sé að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Hún greindi frá því að hún myndi leiða annan Reykjavíkurlista Miðflokksins í komandi kosningum. Hún segir að þegar falast var eftir því í upphafi þessarar viku að hún hugleiddi þann möguleika að leiða lista Miðflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu hafi henni ekki fundist annað hægt en að gera það. „Og komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að reyna að vinna þessum sjónarmiðum frekara fylgis og þá væri Miðflokkurinn heppilegur vettvangur eins og staðan er í dag,“ segir Sigríður á Sprengisandi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sú breiðfylking sem hann var Sigríður sagði að auðvitað hafi mikið þurft að koma til þess að hún kvaddi Sjálfstæðisflokkinn en hún hefur verið þátttakandi í starfi hans frá fimmtán ára aldri. Hún segist enn hafa sterkan áhuga á flokknum en að hann sé ekki sú breiðfylking sem hann var áður. „Mér finnst auðvitað mikilvægt að sjónarmið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni og hefur alltaf haft fái aukið vægi. Við sjáum það hins vegra í dag að það hefur ekki verið þannig af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fyrir því eru ýmsar ástæður,“ Hún segir að hafi menn þörf fyrir hópefli og múgsefjun sé heppilegra að ganga í íþróttafélög. Það sé ekki viðeigandi á vettvangi stjórmálanna. Ekki í neinu „beef-i“ við Sjálfstæðismenn Sigríður segist ekki líta svo á að það væru einhverjir ákveðnir málaflokkar eða stefnur Sjálfstæðisflokksins sem hefðu leitt til þess að hún sneri baki við honum. „Ég er frekar að líta á þetta sem tækifæri til að fjölga málsvörum tiltekinna sjónarmiða á þinginu. Sjónarmiða sem hafa komið fram hjá Miðflokknum að mínu mati með hvað skýrustum hætti að minnsta kosti á þessu kjörtímabili,“ segir hún. „Ég er ekki í neinu beef-i við Sjálfstæðisflokkinn. Ég óska honum og félögum mínum þar alls hins besta. Mér finnst það mikilvægt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé öflugur og að fólkið í honum hafi sjálfstraust til þess að tala fyrir málum sem brenna á þeim í samræmi við stefnu sjálfstæðisflokksins en líka hrinda í framkvæmd málum sem þau segjast brenna fyrir. Það hefur kannski verði lítið um það núna og menn hafa kannski skýlt sér á bakvið ríkisstjórnarsamstarfið við VG,“ segir Sigríður Á. Andersen. Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Hún segir að þegar falast var eftir því í upphafi þessarar viku að hún hugleiddi þann möguleika að leiða lista Miðflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu hafi henni ekki fundist annað hægt en að gera það. „Og komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að reyna að vinna þessum sjónarmiðum frekara fylgis og þá væri Miðflokkurinn heppilegur vettvangur eins og staðan er í dag,“ segir Sigríður á Sprengisandi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sú breiðfylking sem hann var Sigríður sagði að auðvitað hafi mikið þurft að koma til þess að hún kvaddi Sjálfstæðisflokkinn en hún hefur verið þátttakandi í starfi hans frá fimmtán ára aldri. Hún segist enn hafa sterkan áhuga á flokknum en að hann sé ekki sú breiðfylking sem hann var áður. „Mér finnst auðvitað mikilvægt að sjónarmið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni og hefur alltaf haft fái aukið vægi. Við sjáum það hins vegra í dag að það hefur ekki verið þannig af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fyrir því eru ýmsar ástæður,“ Hún segir að hafi menn þörf fyrir hópefli og múgsefjun sé heppilegra að ganga í íþróttafélög. Það sé ekki viðeigandi á vettvangi stjórmálanna. Ekki í neinu „beef-i“ við Sjálfstæðismenn Sigríður segist ekki líta svo á að það væru einhverjir ákveðnir málaflokkar eða stefnur Sjálfstæðisflokksins sem hefðu leitt til þess að hún sneri baki við honum. „Ég er frekar að líta á þetta sem tækifæri til að fjölga málsvörum tiltekinna sjónarmiða á þinginu. Sjónarmiða sem hafa komið fram hjá Miðflokknum að mínu mati með hvað skýrustum hætti að minnsta kosti á þessu kjörtímabili,“ segir hún. „Ég er ekki í neinu beef-i við Sjálfstæðisflokkinn. Ég óska honum og félögum mínum þar alls hins besta. Mér finnst það mikilvægt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé öflugur og að fólkið í honum hafi sjálfstraust til þess að tala fyrir málum sem brenna á þeim í samræmi við stefnu sjálfstæðisflokksins en líka hrinda í framkvæmd málum sem þau segjast brenna fyrir. Það hefur kannski verði lítið um það núna og menn hafa kannski skýlt sér á bakvið ríkisstjórnarsamstarfið við VG,“ segir Sigríður Á. Andersen.
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira