Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sú breiðfylking sem hann var Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 11:41 Sigríður Andersen segist ekki vera að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen segir ákvörðun sína um að leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum ekki skýrast af því að hún sé að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Hún greindi frá því að hún myndi leiða annan Reykjavíkurlista Miðflokksins í komandi kosningum. Hún segir að þegar falast var eftir því í upphafi þessarar viku að hún hugleiddi þann möguleika að leiða lista Miðflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu hafi henni ekki fundist annað hægt en að gera það. „Og komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að reyna að vinna þessum sjónarmiðum frekara fylgis og þá væri Miðflokkurinn heppilegur vettvangur eins og staðan er í dag,“ segir Sigríður á Sprengisandi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sú breiðfylking sem hann var Sigríður sagði að auðvitað hafi mikið þurft að koma til þess að hún kvaddi Sjálfstæðisflokkinn en hún hefur verið þátttakandi í starfi hans frá fimmtán ára aldri. Hún segist enn hafa sterkan áhuga á flokknum en að hann sé ekki sú breiðfylking sem hann var áður. „Mér finnst auðvitað mikilvægt að sjónarmið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni og hefur alltaf haft fái aukið vægi. Við sjáum það hins vegra í dag að það hefur ekki verið þannig af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fyrir því eru ýmsar ástæður,“ Hún segir að hafi menn þörf fyrir hópefli og múgsefjun sé heppilegra að ganga í íþróttafélög. Það sé ekki viðeigandi á vettvangi stjórmálanna. Ekki í neinu „beef-i“ við Sjálfstæðismenn Sigríður segist ekki líta svo á að það væru einhverjir ákveðnir málaflokkar eða stefnur Sjálfstæðisflokksins sem hefðu leitt til þess að hún sneri baki við honum. „Ég er frekar að líta á þetta sem tækifæri til að fjölga málsvörum tiltekinna sjónarmiða á þinginu. Sjónarmiða sem hafa komið fram hjá Miðflokknum að mínu mati með hvað skýrustum hætti að minnsta kosti á þessu kjörtímabili,“ segir hún. „Ég er ekki í neinu beef-i við Sjálfstæðisflokkinn. Ég óska honum og félögum mínum þar alls hins besta. Mér finnst það mikilvægt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé öflugur og að fólkið í honum hafi sjálfstraust til þess að tala fyrir málum sem brenna á þeim í samræmi við stefnu sjálfstæðisflokksins en líka hrinda í framkvæmd málum sem þau segjast brenna fyrir. Það hefur kannski verði lítið um það núna og menn hafa kannski skýlt sér á bakvið ríkisstjórnarsamstarfið við VG,“ segir Sigríður Á. Andersen. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Hún segir að þegar falast var eftir því í upphafi þessarar viku að hún hugleiddi þann möguleika að leiða lista Miðflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu hafi henni ekki fundist annað hægt en að gera það. „Og komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að reyna að vinna þessum sjónarmiðum frekara fylgis og þá væri Miðflokkurinn heppilegur vettvangur eins og staðan er í dag,“ segir Sigríður á Sprengisandi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sú breiðfylking sem hann var Sigríður sagði að auðvitað hafi mikið þurft að koma til þess að hún kvaddi Sjálfstæðisflokkinn en hún hefur verið þátttakandi í starfi hans frá fimmtán ára aldri. Hún segist enn hafa sterkan áhuga á flokknum en að hann sé ekki sú breiðfylking sem hann var áður. „Mér finnst auðvitað mikilvægt að sjónarmið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni og hefur alltaf haft fái aukið vægi. Við sjáum það hins vegra í dag að það hefur ekki verið þannig af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fyrir því eru ýmsar ástæður,“ Hún segir að hafi menn þörf fyrir hópefli og múgsefjun sé heppilegra að ganga í íþróttafélög. Það sé ekki viðeigandi á vettvangi stjórmálanna. Ekki í neinu „beef-i“ við Sjálfstæðismenn Sigríður segist ekki líta svo á að það væru einhverjir ákveðnir málaflokkar eða stefnur Sjálfstæðisflokksins sem hefðu leitt til þess að hún sneri baki við honum. „Ég er frekar að líta á þetta sem tækifæri til að fjölga málsvörum tiltekinna sjónarmiða á þinginu. Sjónarmiða sem hafa komið fram hjá Miðflokknum að mínu mati með hvað skýrustum hætti að minnsta kosti á þessu kjörtímabili,“ segir hún. „Ég er ekki í neinu beef-i við Sjálfstæðisflokkinn. Ég óska honum og félögum mínum þar alls hins besta. Mér finnst það mikilvægt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé öflugur og að fólkið í honum hafi sjálfstraust til þess að tala fyrir málum sem brenna á þeim í samræmi við stefnu sjálfstæðisflokksins en líka hrinda í framkvæmd málum sem þau segjast brenna fyrir. Það hefur kannski verði lítið um það núna og menn hafa kannski skýlt sér á bakvið ríkisstjórnarsamstarfið við VG,“ segir Sigríður Á. Andersen.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira