Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sú breiðfylking sem hann var Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 11:41 Sigríður Andersen segist ekki vera að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen segir ákvörðun sína um að leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum ekki skýrast af því að hún sé að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Hún greindi frá því að hún myndi leiða annan Reykjavíkurlista Miðflokksins í komandi kosningum. Hún segir að þegar falast var eftir því í upphafi þessarar viku að hún hugleiddi þann möguleika að leiða lista Miðflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu hafi henni ekki fundist annað hægt en að gera það. „Og komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að reyna að vinna þessum sjónarmiðum frekara fylgis og þá væri Miðflokkurinn heppilegur vettvangur eins og staðan er í dag,“ segir Sigríður á Sprengisandi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sú breiðfylking sem hann var Sigríður sagði að auðvitað hafi mikið þurft að koma til þess að hún kvaddi Sjálfstæðisflokkinn en hún hefur verið þátttakandi í starfi hans frá fimmtán ára aldri. Hún segist enn hafa sterkan áhuga á flokknum en að hann sé ekki sú breiðfylking sem hann var áður. „Mér finnst auðvitað mikilvægt að sjónarmið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni og hefur alltaf haft fái aukið vægi. Við sjáum það hins vegra í dag að það hefur ekki verið þannig af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fyrir því eru ýmsar ástæður,“ Hún segir að hafi menn þörf fyrir hópefli og múgsefjun sé heppilegra að ganga í íþróttafélög. Það sé ekki viðeigandi á vettvangi stjórmálanna. Ekki í neinu „beef-i“ við Sjálfstæðismenn Sigríður segist ekki líta svo á að það væru einhverjir ákveðnir málaflokkar eða stefnur Sjálfstæðisflokksins sem hefðu leitt til þess að hún sneri baki við honum. „Ég er frekar að líta á þetta sem tækifæri til að fjölga málsvörum tiltekinna sjónarmiða á þinginu. Sjónarmiða sem hafa komið fram hjá Miðflokknum að mínu mati með hvað skýrustum hætti að minnsta kosti á þessu kjörtímabili,“ segir hún. „Ég er ekki í neinu beef-i við Sjálfstæðisflokkinn. Ég óska honum og félögum mínum þar alls hins besta. Mér finnst það mikilvægt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé öflugur og að fólkið í honum hafi sjálfstraust til þess að tala fyrir málum sem brenna á þeim í samræmi við stefnu sjálfstæðisflokksins en líka hrinda í framkvæmd málum sem þau segjast brenna fyrir. Það hefur kannski verði lítið um það núna og menn hafa kannski skýlt sér á bakvið ríkisstjórnarsamstarfið við VG,“ segir Sigríður Á. Andersen. Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hún segir að þegar falast var eftir því í upphafi þessarar viku að hún hugleiddi þann möguleika að leiða lista Miðflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu hafi henni ekki fundist annað hægt en að gera það. „Og komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að reyna að vinna þessum sjónarmiðum frekara fylgis og þá væri Miðflokkurinn heppilegur vettvangur eins og staðan er í dag,“ segir Sigríður á Sprengisandi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sú breiðfylking sem hann var Sigríður sagði að auðvitað hafi mikið þurft að koma til þess að hún kvaddi Sjálfstæðisflokkinn en hún hefur verið þátttakandi í starfi hans frá fimmtán ára aldri. Hún segist enn hafa sterkan áhuga á flokknum en að hann sé ekki sú breiðfylking sem hann var áður. „Mér finnst auðvitað mikilvægt að sjónarmið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni og hefur alltaf haft fái aukið vægi. Við sjáum það hins vegra í dag að það hefur ekki verið þannig af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fyrir því eru ýmsar ástæður,“ Hún segir að hafi menn þörf fyrir hópefli og múgsefjun sé heppilegra að ganga í íþróttafélög. Það sé ekki viðeigandi á vettvangi stjórmálanna. Ekki í neinu „beef-i“ við Sjálfstæðismenn Sigríður segist ekki líta svo á að það væru einhverjir ákveðnir málaflokkar eða stefnur Sjálfstæðisflokksins sem hefðu leitt til þess að hún sneri baki við honum. „Ég er frekar að líta á þetta sem tækifæri til að fjölga málsvörum tiltekinna sjónarmiða á þinginu. Sjónarmiða sem hafa komið fram hjá Miðflokknum að mínu mati með hvað skýrustum hætti að minnsta kosti á þessu kjörtímabili,“ segir hún. „Ég er ekki í neinu beef-i við Sjálfstæðisflokkinn. Ég óska honum og félögum mínum þar alls hins besta. Mér finnst það mikilvægt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé öflugur og að fólkið í honum hafi sjálfstraust til þess að tala fyrir málum sem brenna á þeim í samræmi við stefnu sjálfstæðisflokksins en líka hrinda í framkvæmd málum sem þau segjast brenna fyrir. Það hefur kannski verði lítið um það núna og menn hafa kannski skýlt sér á bakvið ríkisstjórnarsamstarfið við VG,“ segir Sigríður Á. Andersen.
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira