Rangfærslur bæjarstjóra Stefán Georgsson skrifar 20. október 2024 22:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða. Hérna fer Rósa með rangt mál að öllu leyti. Annað hvort veit bæjarstjóri ekki betur eða hún er vísvitandi að fara með rangt mál til að slá pólítískar keilur. Staðreyndir málsins eru þær að gegnum Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði liggur Hamraneslína 1-2. Gatnagerð í hverfinu lauk að mestu árið 2008 og það stóð lengi óbyggt. Hafnarfjarðarbær og íbúar hafa lengi þrýst á Landsnet að færa línurnar eða setja þær í jarðstreng. Lagt var til árið 2015 að setja Hamraneslínu 1-2 í jarðstreng, en Landsnet tók það ekki í mál. Ferill málsins er rakinn á Facebook síðu áhugahópsins Jarðstrengja. Sama ár (2015) fóru Íbúasamtök Valla í undirskriftasöfnun til að þrýsta á Landnset og í framhaldinu var gert samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, meðal annars um að taka Hamraneslínu niður þegar búið væri að byggja nýjar raflínur til Hafnarfjarðar, svokallaður Lyklafellslínu. Framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu (sem bæjarstjóri virðist rugla við Suðurnesjalínu 2) var fellt úr gildi 2018. Það var fellt úr gildi þar sem Landsnet gleymdi að skoða jarðstreng í öxl Bláfjallavegar sem valkost við loftlínu gegnum vatnsverndarsvæði í mati á umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum er á ábyrgð framkvæmdaaðila og út í hött að kenna náttúruverndarsamtökum um að Landsnet fylgdi ekki lögum. Þetta er alveg skýrt í úrskurði ÚUA: „Úrskurðarnefndin hefur að framan komist að þeirri niðurstöðu að ógilda beri hina kærðu ákvörðun þar sem ekki sé sýnt fram á að jarðstrengskostir séu ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosts framkvæmdaraðila hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.“ Til að gera langa sögu stutta fór svo að gjósa á Reykjanesi og jarðvísindamenn mæltu eindregið gegn þeim valkosti sem Landsnet lagði til. Því var hætt við allt saman og valkosturinn sem Landsnet hafði hafnað 2015 varð allt í einu raunhæfur. Nú í október 2024 (9 árum síðar) var jarðstrengur í stað Hamraneslínu í Skarðshlíð spennusettur og í framhaldi verður línan tekin niður. Í millitíðinni hafði Landsnet fært línuna til bráðabirgða með ærnum tilkostnaði. Níu ára töf og viðbótarkostnaður er alfarið á ábyrgð Landsnets, ekki frjálsra félagasamtaka. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Umhverfismál Stefán Georgsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða. Hérna fer Rósa með rangt mál að öllu leyti. Annað hvort veit bæjarstjóri ekki betur eða hún er vísvitandi að fara með rangt mál til að slá pólítískar keilur. Staðreyndir málsins eru þær að gegnum Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði liggur Hamraneslína 1-2. Gatnagerð í hverfinu lauk að mestu árið 2008 og það stóð lengi óbyggt. Hafnarfjarðarbær og íbúar hafa lengi þrýst á Landsnet að færa línurnar eða setja þær í jarðstreng. Lagt var til árið 2015 að setja Hamraneslínu 1-2 í jarðstreng, en Landsnet tók það ekki í mál. Ferill málsins er rakinn á Facebook síðu áhugahópsins Jarðstrengja. Sama ár (2015) fóru Íbúasamtök Valla í undirskriftasöfnun til að þrýsta á Landnset og í framhaldinu var gert samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, meðal annars um að taka Hamraneslínu niður þegar búið væri að byggja nýjar raflínur til Hafnarfjarðar, svokallaður Lyklafellslínu. Framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu (sem bæjarstjóri virðist rugla við Suðurnesjalínu 2) var fellt úr gildi 2018. Það var fellt úr gildi þar sem Landsnet gleymdi að skoða jarðstreng í öxl Bláfjallavegar sem valkost við loftlínu gegnum vatnsverndarsvæði í mati á umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum er á ábyrgð framkvæmdaaðila og út í hött að kenna náttúruverndarsamtökum um að Landsnet fylgdi ekki lögum. Þetta er alveg skýrt í úrskurði ÚUA: „Úrskurðarnefndin hefur að framan komist að þeirri niðurstöðu að ógilda beri hina kærðu ákvörðun þar sem ekki sé sýnt fram á að jarðstrengskostir séu ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosts framkvæmdaraðila hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.“ Til að gera langa sögu stutta fór svo að gjósa á Reykjanesi og jarðvísindamenn mæltu eindregið gegn þeim valkosti sem Landsnet lagði til. Því var hætt við allt saman og valkosturinn sem Landsnet hafði hafnað 2015 varð allt í einu raunhæfur. Nú í október 2024 (9 árum síðar) var jarðstrengur í stað Hamraneslínu í Skarðshlíð spennusettur og í framhaldi verður línan tekin niður. Í millitíðinni hafði Landsnet fært línuna til bráðabirgða með ærnum tilkostnaði. Níu ára töf og viðbótarkostnaður er alfarið á ábyrgð Landsnets, ekki frjálsra félagasamtaka. Höfundur er verkfræðingur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun