Kennarar eru alls konar Anton Már Gylfason skrifar 21. október 2024 07:32 Kennarar eru alls konar, sem betur fer. Kennarar eiga fjölskyldur, börn og barnabörn. Kennarar kaupa húsnæði og taka lán. Kennarar eiga góða daga og stundum slæma. Sumir kennarar eru alla jafna heilsuhraustir, aðrir síður. Kennarar eru fólk og eiga hvorki betra né verra skilið en annað fólk. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um hvernig starfslið skóla skuli saman sett. Í grunn- og framhaldsskólum eiga að starfa menntaðir kennarar og er nánar tiltekið hver sú menntun skuli vera. Í leikskólum eiga að minnsta kosti tveir þriðju hlutar starfsfólks að vera menntaðir kennarar. Þróunin undanfarið hefur þó verið á þann veg á öllum skólastigum og -gerðum að hlutfall kennara – þeirra sem hafa tilskilin leyfi til að sinna kennslu – hefur farið minnkandi ár frá ári. Það er engin tilviljun að samfélagið hafi ákveðið að gera kröfur um að minnsta kosti fimm ára háskólanám og leyfisbréf áður en einstaklingur fær að starfa undir lögvernduðu starfsheiti kennarans. Þetta er fólkið sem samfélagið treystir fyrir því mikilvæga hlutverki að mennta þjóðfélagsþegna framtíðarinnar. Það að sérmenntað fólk sinni þessum störfum er einfaldlega skilvirkasta leiðin til að tryggja að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem samfélagið vill að þeir njóti. Sú staðreynd að á hverju hausti standi stjórnendur skólanna frammi fyrir mönnunarvanda sem virðist ógerningur að leysa er skýr vísbending um að brotalöm sé í kerfinu. Af einhverjum ástæðum eru nauðsynleg störf við skólana fleiri en þeir sérfræðingar sem um þau sækja. Hverjar eru ástæðurnar? Af hverju gengur alltaf verr og verr að manna skólana? Svarið við þessum spurningum er margslungið. Rauði þráðurinn blasir þó við hvar sem borið er niður: Samfélagið hefur ekki fjárfest nægjanlega í kennurum. Að fjárfesta í kennurum þýðir til dæmis að séð sé til þess að hópastærðir séu þannig að kennarar geti sinnt öllum einstaklingum í hópnum á þann hátt að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem við teljum að þeir eigi að njóta og hafi þau tækifæri til menntunar sem samfélagið leggur upp með. Að fjárfesta í kennurum er líka að tryggja að starfumhverfi kennara (og um leið nemenda) sé eins og best verður á kosið; að framboð á námsefni sé fjölbreytt og henti þeim hópi sem það er ætlað, að skólahúsnæði henti þeirri starfsemi sem þar fer fram og þeim námsaðferðum sem notast er við. Síðast en ekki síst þurfa launakjör kennara að endurspegla þá ábyrgð sem þeir bera og vera jöfn launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Kennarar eru alls konar, við erum stundum hraust, stundum veik, stundum glöð og stundum leið. Kennarar, eins og aðrir, vilja njóta sannmælis og sanngirni þegar kemur að launum og öðrum kjörum. Kennarar vilja líka að um störf þeirra sé fjallað á sanngjarnan hátt. Stjórnmálafólk, fjölmiðlar og við öll getum, með því að velja okkur skynsamlegt sjónarhorn, stuðlað að farsælu skólastarfi – vilji er allt sem þarf. Það er löngu komin tími til að samfélagið sameinist um að fjárfesta í kennurum. Nú, þegar pólitíkusar undirbúa af kappi framboðsræður sínar, er tækifæri til að setja málið á oddinn og gera eitthvað í því. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt því fólk vill að börnum þess líði vel í skólanum og haldi vel undirbúin út í lífið að skólagöngu lokinni, með menntun í farteskinu sem er á pari við það sem best gerist í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Fólk vill að í skólum landsins ríki stöðugleiki. Eina skynsamlega leiðin til þess að nálgast hann er að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Kennarar eru alls konar, sem betur fer. Kennarar eiga fjölskyldur, börn og barnabörn. Kennarar kaupa húsnæði og taka lán. Kennarar eiga góða daga og stundum slæma. Sumir kennarar eru alla jafna heilsuhraustir, aðrir síður. Kennarar eru fólk og eiga hvorki betra né verra skilið en annað fólk. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um hvernig starfslið skóla skuli saman sett. Í grunn- og framhaldsskólum eiga að starfa menntaðir kennarar og er nánar tiltekið hver sú menntun skuli vera. Í leikskólum eiga að minnsta kosti tveir þriðju hlutar starfsfólks að vera menntaðir kennarar. Þróunin undanfarið hefur þó verið á þann veg á öllum skólastigum og -gerðum að hlutfall kennara – þeirra sem hafa tilskilin leyfi til að sinna kennslu – hefur farið minnkandi ár frá ári. Það er engin tilviljun að samfélagið hafi ákveðið að gera kröfur um að minnsta kosti fimm ára háskólanám og leyfisbréf áður en einstaklingur fær að starfa undir lögvernduðu starfsheiti kennarans. Þetta er fólkið sem samfélagið treystir fyrir því mikilvæga hlutverki að mennta þjóðfélagsþegna framtíðarinnar. Það að sérmenntað fólk sinni þessum störfum er einfaldlega skilvirkasta leiðin til að tryggja að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem samfélagið vill að þeir njóti. Sú staðreynd að á hverju hausti standi stjórnendur skólanna frammi fyrir mönnunarvanda sem virðist ógerningur að leysa er skýr vísbending um að brotalöm sé í kerfinu. Af einhverjum ástæðum eru nauðsynleg störf við skólana fleiri en þeir sérfræðingar sem um þau sækja. Hverjar eru ástæðurnar? Af hverju gengur alltaf verr og verr að manna skólana? Svarið við þessum spurningum er margslungið. Rauði þráðurinn blasir þó við hvar sem borið er niður: Samfélagið hefur ekki fjárfest nægjanlega í kennurum. Að fjárfesta í kennurum þýðir til dæmis að séð sé til þess að hópastærðir séu þannig að kennarar geti sinnt öllum einstaklingum í hópnum á þann hátt að nemendur njóti þeirrar þjónustu sem við teljum að þeir eigi að njóta og hafi þau tækifæri til menntunar sem samfélagið leggur upp með. Að fjárfesta í kennurum er líka að tryggja að starfumhverfi kennara (og um leið nemenda) sé eins og best verður á kosið; að framboð á námsefni sé fjölbreytt og henti þeim hópi sem það er ætlað, að skólahúsnæði henti þeirri starfsemi sem þar fer fram og þeim námsaðferðum sem notast er við. Síðast en ekki síst þurfa launakjör kennara að endurspegla þá ábyrgð sem þeir bera og vera jöfn launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Kennarar eru alls konar, við erum stundum hraust, stundum veik, stundum glöð og stundum leið. Kennarar, eins og aðrir, vilja njóta sannmælis og sanngirni þegar kemur að launum og öðrum kjörum. Kennarar vilja líka að um störf þeirra sé fjallað á sanngjarnan hátt. Stjórnmálafólk, fjölmiðlar og við öll getum, með því að velja okkur skynsamlegt sjónarhorn, stuðlað að farsælu skólastarfi – vilji er allt sem þarf. Það er löngu komin tími til að samfélagið sameinist um að fjárfesta í kennurum. Nú, þegar pólitíkusar undirbúa af kappi framboðsræður sínar, er tækifæri til að setja málið á oddinn og gera eitthvað í því. Það er ekki lengur í boði að gera ekki neitt því fólk vill að börnum þess líði vel í skólanum og haldi vel undirbúin út í lífið að skólagöngu lokinni, með menntun í farteskinu sem er á pari við það sem best gerist í þeim samfélögum sem við viljum bera okkur saman við. Fólk vill að í skólum landsins ríki stöðugleiki. Eina skynsamlega leiðin til þess að nálgast hann er að fjárfesta í kennurum. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun