Innlent

Grunaður um að hafa ekið ölvaður og gegn rauðu ljósi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Frá slysstað í dag.
Frá slysstað í dag. Vísir

Ökumaður var handtekinn eftir að hafa ekið á tvo gangandi vegfarendur í hverfi 105 í dag. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og gegn rauðu ljósi.

Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar, þar sem segir að vegfarendurnir tveir hafi verið fluttir á slysadeild til aðhlynningar, annar meira slasaður en hinn. Ökumaðurinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa. 

Fyrr í dag var greint frá því að um hálffjögurleytið hafi tveir einstaklingar verið fluttir á sjúkrahús eftir slys á gatnamótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×