Erlent

Úkraínu­menn reiðir vegna fyrir­hugaðs fundar Guterres og Pútín

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Guterres og Putín á ráðstefnu árið 2017.
Guterres og Putín á ráðstefnu árið 2017. Getty/Mikhail Svetlov

Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn.

Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa ekki staðfest fundinn en ekki heldur neitað því að hann muni eiga sér stað. Samkvæmt erlendum miðlum á hann að fara fram á hliðarlínum ráðstefnu BRICS-ríkjanna í borginni Kazan í Rússlandi. 

Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir fund Guterres með Pútín ekki til þess fallinn að stuðla að friði. Þá muni hann skaða orðspor Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa Úkraínumenn bent á að Guterres hafi hafnað boði á friðarráðstefnu Úkraínu í Sviss en hyggist nú funda með „stríðsglæpamanninum“ Pútín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×