Frá ímyndarstjórnmálum til klassískrar jafnaðarstefnu Kolbeinn H. Stefánsson skrifar 22. október 2024 12:03 Kosningaslagorð Samfylkingarinnar—Traust velferð, stolt þjóð—hefur vakið talsverða umræðu undanfarna daga. Svo virðist sem ákveðnum hópi á vinstri væng stjórnmálanna finnist ósæmandi að alþjóðlega sinnaður jafnaðarmannaflokkur notist við orðið „þjóð“ – hvað þá að orðunum „stolt“ og „þjóð“ sé blandað saman í pólitískri orðræðu. Þjóðarheimilið Breski stjórnmálafræðingurinn Michael Freeden hefur varið sínum starfsferli í að rannsakað pólitíska hugmyndafræði. Að hans mati er þjóðernishyggja ekki sjálfstæð hugmyndafræði heldur fremur hugmyndafræðilegur viðauki sem er hægt að hengja á aðra heildstæðari hugmyndafræði. Þannig verða inntak og áferð þjóðernishyggju mjög ólík eftir því hvort hún hangir á félagshyggju, frjálslyndisstefnu eða íhaldsstefnu. Af því leiðir að öll þjóðernishyggja er ekki eins og við verðum að meta hana út frá hugmyndafræðilegu samhengi. Í ljósi þessa er mikilvægt að skoða slagorð Samfylkingarinnar í heild sinni, ekki bara tiltekin orð sem kunna að trufla okkur. Af samhenginu má ráða að sterkri velferðarþjónustu sé teflt fram sem forsendu þjóðarstolts. Skilaboðin eru ekki þau að Íslendingar séu í eðli sínu æðri öðrum þjóðum eða eitthvað slíkt, heldur öllu heldur þau að þjóð sem býr til gott samfélag getur verið stolt af því. Orðið þjóð er heldur ekki fúkyrði, allt sem það þýðir er fólk sem deilir tilteknu ríkisfangi og upp að vissu marki sögu, menningu, gildum, viðmiðum og oft tungumáli sem eru engu að síður breytileg yfir tíma. Þetta slagorð Samfylkingarinnar er í sjálfu sér ekkert sérstaklega frumlegt í samhengi norrænna jafnaðarflokka. Í bók sinni The Primacy of Politics: Social Democracy and the Making of Europe's Twentieth Century greindi Sheri Berman hvers vegna jafnaðarflokkar náðu undirtökunum á Norðurlöndunum á millistríðsárunum, þegar önnur Evrópulönd stóðu frammi fyrir uppgangi róttækari hægristjórnmála og jafnvel fasisma. Lykil þáttur þar var hvernig norrænir jafnaðarflokkar virkjuðu þjóðerniskenndina: folkhem. Þetta er það sem Samfylkingin er að gera, taka þjóðerniskenndina og virkja hana í þágu samfélagslegra markmiða jafnaðarstefnunnar. Aftur í upprunann Áherslur Samfylkingarinnar hafa breyst umtalsvert undir forystu Kristrúnar Frostadóttur. Það að vilja aðild að Evrópusambandinu var lengi vel lakmuspróf fyrir fólk sem vildi komast áfram innan flokksins en í dag virðist flokkurinn hafa opnað faðminn gagnvart þeim sem hafa efasemdir um að full aðild að ESB sé lausn alls vanda Í kjölfar hrunsins bættist nýja stjórnarskráin við sem einhvers konar trúarsetning auk þess sem hverskyns ídentítetspólitík varð meira áberandi í áherslum flokksins. Um tíma var eins og flokkurinn hverfðist fyrst og fremst um dægurmál á Twitter og lyti stjórn þeirra sem hæst höfðu í samfélagsmiðlunni hverju sinni. Undir forystu Kristrúnar hafa þessar áherslur vikið fyrir hefðbundnari, jafnvel dálítið gamaldags áherslum jafnaðarflokka: Lífskjör og velferð á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og verðmætasköpunar. Slíkar áherslur eru ekkert sérstaklega rómantískar eða byltingarkenndar. Jafnaðarstefnan er það almennt ekki. Jafnaðarflokkar eru yfirleitt ábyrgir, pragmatískir og frekar leiðinlegir (minna Che Guevara, meira Göran Person og Paul Nyrup Rasmussen). Ef einhver kjósa Samfylkinguna í þeirri von að Ísland verði orðið einhverskonar sósíaldemókratísk paradís innan fjögurra ára eiga þau hin sömu eftir að verða fyrir vonbrigðum. Hið svokallaða skandínavíska módel, sem náði hápunkti á 9. áratug síðustu aldar og er í hugum margra einhverskonar ídeal til að líkja eftir, var ekki byggt upp á einu kjörtímabili. Það var mótað skref fyrir skref, með strategískum málamiðlunum, kjörtímabil eftir kjörtímabil yfir mun lengri tíma. Á undanförnum misserum hafa ýmsir haldið því fram að Samfylkingin hafi villst af leið jafnaðarstefnunnar undir forystu Kristrúnar. Rétt væri að segja að Samfylkingin, eins og jafnaðarflokkar víða, hafi villst af leið þegar hún setti í forgrunn áherslur sem eru í sjálfum sér óviðkomandi jafnaðarstefnunni, svo sem Evrópusambandsaðild, stjórnarskrárskipti og ídentítetsstjórnmál. Undir forystu nýs formanns hefur flokkurinn aftur ratað á braut klassískrar jafnaðarstefnu sem reynir að virkja samtakamátt þjóðar til að skapa samfélag þar sem sterk velferðarþjónusta, ábyrg hagstjórn og kraftmikil verðmætasköpun fara saman. Höfundur er félagsfræðingur og sérfræðingur í velferðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kosningaslagorð Samfylkingarinnar—Traust velferð, stolt þjóð—hefur vakið talsverða umræðu undanfarna daga. Svo virðist sem ákveðnum hópi á vinstri væng stjórnmálanna finnist ósæmandi að alþjóðlega sinnaður jafnaðarmannaflokkur notist við orðið „þjóð“ – hvað þá að orðunum „stolt“ og „þjóð“ sé blandað saman í pólitískri orðræðu. Þjóðarheimilið Breski stjórnmálafræðingurinn Michael Freeden hefur varið sínum starfsferli í að rannsakað pólitíska hugmyndafræði. Að hans mati er þjóðernishyggja ekki sjálfstæð hugmyndafræði heldur fremur hugmyndafræðilegur viðauki sem er hægt að hengja á aðra heildstæðari hugmyndafræði. Þannig verða inntak og áferð þjóðernishyggju mjög ólík eftir því hvort hún hangir á félagshyggju, frjálslyndisstefnu eða íhaldsstefnu. Af því leiðir að öll þjóðernishyggja er ekki eins og við verðum að meta hana út frá hugmyndafræðilegu samhengi. Í ljósi þessa er mikilvægt að skoða slagorð Samfylkingarinnar í heild sinni, ekki bara tiltekin orð sem kunna að trufla okkur. Af samhenginu má ráða að sterkri velferðarþjónustu sé teflt fram sem forsendu þjóðarstolts. Skilaboðin eru ekki þau að Íslendingar séu í eðli sínu æðri öðrum þjóðum eða eitthvað slíkt, heldur öllu heldur þau að þjóð sem býr til gott samfélag getur verið stolt af því. Orðið þjóð er heldur ekki fúkyrði, allt sem það þýðir er fólk sem deilir tilteknu ríkisfangi og upp að vissu marki sögu, menningu, gildum, viðmiðum og oft tungumáli sem eru engu að síður breytileg yfir tíma. Þetta slagorð Samfylkingarinnar er í sjálfu sér ekkert sérstaklega frumlegt í samhengi norrænna jafnaðarflokka. Í bók sinni The Primacy of Politics: Social Democracy and the Making of Europe's Twentieth Century greindi Sheri Berman hvers vegna jafnaðarflokkar náðu undirtökunum á Norðurlöndunum á millistríðsárunum, þegar önnur Evrópulönd stóðu frammi fyrir uppgangi róttækari hægristjórnmála og jafnvel fasisma. Lykil þáttur þar var hvernig norrænir jafnaðarflokkar virkjuðu þjóðerniskenndina: folkhem. Þetta er það sem Samfylkingin er að gera, taka þjóðerniskenndina og virkja hana í þágu samfélagslegra markmiða jafnaðarstefnunnar. Aftur í upprunann Áherslur Samfylkingarinnar hafa breyst umtalsvert undir forystu Kristrúnar Frostadóttur. Það að vilja aðild að Evrópusambandinu var lengi vel lakmuspróf fyrir fólk sem vildi komast áfram innan flokksins en í dag virðist flokkurinn hafa opnað faðminn gagnvart þeim sem hafa efasemdir um að full aðild að ESB sé lausn alls vanda Í kjölfar hrunsins bættist nýja stjórnarskráin við sem einhvers konar trúarsetning auk þess sem hverskyns ídentítetspólitík varð meira áberandi í áherslum flokksins. Um tíma var eins og flokkurinn hverfðist fyrst og fremst um dægurmál á Twitter og lyti stjórn þeirra sem hæst höfðu í samfélagsmiðlunni hverju sinni. Undir forystu Kristrúnar hafa þessar áherslur vikið fyrir hefðbundnari, jafnvel dálítið gamaldags áherslum jafnaðarflokka: Lífskjör og velferð á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og verðmætasköpunar. Slíkar áherslur eru ekkert sérstaklega rómantískar eða byltingarkenndar. Jafnaðarstefnan er það almennt ekki. Jafnaðarflokkar eru yfirleitt ábyrgir, pragmatískir og frekar leiðinlegir (minna Che Guevara, meira Göran Person og Paul Nyrup Rasmussen). Ef einhver kjósa Samfylkinguna í þeirri von að Ísland verði orðið einhverskonar sósíaldemókratísk paradís innan fjögurra ára eiga þau hin sömu eftir að verða fyrir vonbrigðum. Hið svokallaða skandínavíska módel, sem náði hápunkti á 9. áratug síðustu aldar og er í hugum margra einhverskonar ídeal til að líkja eftir, var ekki byggt upp á einu kjörtímabili. Það var mótað skref fyrir skref, með strategískum málamiðlunum, kjörtímabil eftir kjörtímabil yfir mun lengri tíma. Á undanförnum misserum hafa ýmsir haldið því fram að Samfylkingin hafi villst af leið jafnaðarstefnunnar undir forystu Kristrúnar. Rétt væri að segja að Samfylkingin, eins og jafnaðarflokkar víða, hafi villst af leið þegar hún setti í forgrunn áherslur sem eru í sjálfum sér óviðkomandi jafnaðarstefnunni, svo sem Evrópusambandsaðild, stjórnarskrárskipti og ídentítetsstjórnmál. Undir forystu nýs formanns hefur flokkurinn aftur ratað á braut klassískrar jafnaðarstefnu sem reynir að virkja samtakamátt þjóðar til að skapa samfélag þar sem sterk velferðarþjónusta, ábyrg hagstjórn og kraftmikil verðmætasköpun fara saman. Höfundur er félagsfræðingur og sérfræðingur í velferðarmálum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun