Innlent

Á­kærður fyrir að nauðga barni og af­henda því á­fengi daginn eftir

Jón Þór Stefánsson skrifar
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni vegna tveggja atvika sem eru sögð hafa átt sér stað í lok júlímánaðar 2023.

Annars vegar er maðurinn ákærður fyrir nauðgun og önnur brot fyrir að hafa mælt sér mót við þrettán ára stúlku og sótt hana á bíl sínum, ekið með hana á afvikinn stað. Þar er hann sagður hafa í krafti yfirburðarstöðu sinnar vegna aldurs- og þroskamunar þeirra látið hana eiga við sig munnmök án hennar samþykkis.

Í ákæru segir að hann hafi lofað henni áfengi vegna þessa og daginn eftir hafi hann afhent henni sex flöskur af Breezer-ávaxtavíni.

Hins vegar er maðurinn ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og kynferðisbrots gegn barni, en til var fyrir nettælingu, fyrir að setja sig aftur í samband við stúlkuna nóttina eftir. Hann er sagður hafa gert það í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Hann hafi haft það fyrir augum að hafa við hana kynferðismök með því að bjóða henni áfengi og peningagreiðslu gegn því að hún myndi hafa við hann munnmök.

Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands.

Fyrir hönd stúlkunnar er þess krafist að maðurinn greiði henni fimm milljónir króna auk vaxta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×