Sárnar umræðan síðustu daga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. október 2024 19:21 Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára. Vísir/Einar Formanni Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs sárnar málflutning síðustu daga og umræða um úttektir Viðskiptaráðs og sveitarfélaganna. Mennta og barnamálaráðherra segir tímabært að meta störf kennara að verðleikum. Að öllu óbreyttu leggja kennarar í níu skólum niður störf eftir eina viku. Þá hafa kennarar í Garðaskóla samþykkt verkfall sem hefst 25. nóvember og í MR hefst verkfall þann ellefta nóvember. Samband íslenskra sveitarfélaga telur verkfallsboðunina ólögmæta en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu í fyrramálið. Tvær úttektir í dag og í gær Viðskiptaráð gaf frá sér úttekt í gær þar sem því var slegið upp að hvergi á Norðurlöndum væru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði að einkareknir grunnskólar væru möguleg lausn á vanda í menntakerfinu. SÍS gaf út samantekt í dag þar sem kom fram að 37% af vinnutíma kennara færi í kennslu nemenda en 63 prósent tímans í undirbúning, önnur fagleg störf, endurmenntun, kaffitíma, frímínútur og undirbúningstíma utan starfstíma skóla. „Hún sló mig“ Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára, sárnar málflutning síðustu daga. „Hún sló mig og okkur kennara töluvert mikið. Umræðan á kennarastofunni í morgun var þannig að við erum leið yfir þessari umræðu og hvernig verið er að tala starfið okkar sí og endurtekið alltaf niður. Það er svolítið tilfinningin að það sé verið að grafa undan því sem við erum að vinna að.“ Hún segist ekki hrifin af einkavæðingu í grunnskólum og tekur fram að það sé alls ekki tekið tillit til þess að á Íslandi séu skólar án aðgreiningar. „Fáir nemendur á hvern kennara, þetta hlýtur að vera á landsvísu svo það væri ráðlagt fyrir sveitarfélögin að koma með tölu hvert fyrir sig því þetta á ekki við um stóru sveitarfélögin þar sem ég starfa og er í forsvari fyrir.“ Þurfi að meta kennara að verðleikum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segist hafa skilning á kröfum kennara og tekur fram að samfélagið nálgist tímamót í umræðu um fólk sem starfar með börnum. Störfin þurfi að meta að verðleikum því að kennarar byggi grunn undir framtíðina. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ef þú skoðar tölfræði í málefnum barna, skortur á fólki sem er tilbúið að vinna með börnum að þá þurfum við að fara að virða þessar stéttir meira en við erum að gera almennt.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira
Að öllu óbreyttu leggja kennarar í níu skólum niður störf eftir eina viku. Þá hafa kennarar í Garðaskóla samþykkt verkfall sem hefst 25. nóvember og í MR hefst verkfall þann ellefta nóvember. Samband íslenskra sveitarfélaga telur verkfallsboðunina ólögmæta en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu í fyrramálið. Tvær úttektir í dag og í gær Viðskiptaráð gaf frá sér úttekt í gær þar sem því var slegið upp að hvergi á Norðurlöndum væru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði að einkareknir grunnskólar væru möguleg lausn á vanda í menntakerfinu. SÍS gaf út samantekt í dag þar sem kom fram að 37% af vinnutíma kennara færi í kennslu nemenda en 63 prósent tímans í undirbúning, önnur fagleg störf, endurmenntun, kaffitíma, frímínútur og undirbúningstíma utan starfstíma skóla. „Hún sló mig“ Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára, sárnar málflutning síðustu daga. „Hún sló mig og okkur kennara töluvert mikið. Umræðan á kennarastofunni í morgun var þannig að við erum leið yfir þessari umræðu og hvernig verið er að tala starfið okkar sí og endurtekið alltaf niður. Það er svolítið tilfinningin að það sé verið að grafa undan því sem við erum að vinna að.“ Hún segist ekki hrifin af einkavæðingu í grunnskólum og tekur fram að það sé alls ekki tekið tillit til þess að á Íslandi séu skólar án aðgreiningar. „Fáir nemendur á hvern kennara, þetta hlýtur að vera á landsvísu svo það væri ráðlagt fyrir sveitarfélögin að koma með tölu hvert fyrir sig því þetta á ekki við um stóru sveitarfélögin þar sem ég starfa og er í forsvari fyrir.“ Þurfi að meta kennara að verðleikum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segist hafa skilning á kröfum kennara og tekur fram að samfélagið nálgist tímamót í umræðu um fólk sem starfar með börnum. Störfin þurfi að meta að verðleikum því að kennarar byggi grunn undir framtíðina. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ef þú skoðar tölfræði í málefnum barna, skortur á fólki sem er tilbúið að vinna með börnum að þá þurfum við að fara að virða þessar stéttir meira en við erum að gera almennt.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira