Vill setja á fót móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 06:24 „Menntakerfið okkar á að tryggja jöfn tækifæri. Óbreytt staða tryggir ekki þau tækifæri fyrir alla,“ segir ráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist sannfærð um að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu skipt sköpum í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Þetta segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Ráðherrann bendir á að árangur íslenskra nemenda í PISA sé verri en nokkru sinni áður og undir meðallagi Norðurlandanna og OECD í öllum þáttum. Þá útskrifist helmingur drengja úr grunnskóla án þess að hafa náð grunnfærni í læsi. Vandinn sé margþættur og erfitt að benda á eina „töfralausn“ en móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu hafti „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. „Móttökuskóli er ekki ný hugmynd og slíkan skóla má t.d. finna í Noregi. Skólinn væri fyrsta skref fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að fóta sig í íslensku samfélagi og lögð væri áhersla á samræmda tungumálakennslu og hæfnimat. Sérhæft úrræði þannig að þau séu betur undirbúin þegar þau síðan fara inn í almenna grunnskóla,“ segir Áslaug Arna. Tillögur þessa efnis hafi þegar verið lagðar fram af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. „Með því að taka slíka ákvörðun mætum við betur nemendum sem eru að fóta sig í nýju skólaumhverfi og þurfa aukna aðstoð og tungumálakennslu. Í óbreyttu kerfi tapa allir – ekki aðeins börn og ungmenni af erlendum uppruna heldur líka aðrir nemendur, kennarar og starfsfólk sem reynir að mæta þörfum hvers og eins nemanda án nægilegs stuðnings. Árangur skiptir samfélagið öllu máli,“ segir ráðherrann. Kerfið þurfi að virka fyrir alla og sérstaklega þann hóp barna sem eigi undir högg að sækja. Grunnskólar Skóla- og menntamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Þetta segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Ráðherrann bendir á að árangur íslenskra nemenda í PISA sé verri en nokkru sinni áður og undir meðallagi Norðurlandanna og OECD í öllum þáttum. Þá útskrifist helmingur drengja úr grunnskóla án þess að hafa náð grunnfærni í læsi. Vandinn sé margþættur og erfitt að benda á eina „töfralausn“ en móttökuskólar fyrir börn af erlendum uppruna gætu hafti „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. „Móttökuskóli er ekki ný hugmynd og slíkan skóla má t.d. finna í Noregi. Skólinn væri fyrsta skref fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að fóta sig í íslensku samfélagi og lögð væri áhersla á samræmda tungumálakennslu og hæfnimat. Sérhæft úrræði þannig að þau séu betur undirbúin þegar þau síðan fara inn í almenna grunnskóla,“ segir Áslaug Arna. Tillögur þessa efnis hafi þegar verið lagðar fram af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. „Með því að taka slíka ákvörðun mætum við betur nemendum sem eru að fóta sig í nýju skólaumhverfi og þurfa aukna aðstoð og tungumálakennslu. Í óbreyttu kerfi tapa allir – ekki aðeins börn og ungmenni af erlendum uppruna heldur líka aðrir nemendur, kennarar og starfsfólk sem reynir að mæta þörfum hvers og eins nemanda án nægilegs stuðnings. Árangur skiptir samfélagið öllu máli,“ segir ráðherrann. Kerfið þurfi að virka fyrir alla og sérstaklega þann hóp barna sem eigi undir högg að sækja.
Grunnskólar Skóla- og menntamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira