Teymi Trump hefur sakað Verkamannaflokkinn um að ólögmæt afskipti af kosningunum, með því að hafa sent flokksmenn til Bandaríkjanna til að starfa fyrir framboð andstæðings síns, Kamölu Harris.
Í kvörtuninni er hinum meintu afskiptum líkt við inngrip Breta í málefni Bandaríkjanna þegar þau freistuðu þess að verða sjálfstæð sambandsríki.
„Það fór ekki vel fyrir þeim síðast þegar fulltrúar breskra stjórnvalda reyndu að ganga dyra á milli í Bandaríkjunum,“ segir meðal annars í kvörtuninni, þar sem einnig er vísað til þess að um þessar mundir séu 243 ár frá því að Bretar gáfust upp í Yorktown.
Um sé að ræða grímulaus inngrip erlends ríkis, með samþykki framboðs Harris.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir umrædda flokksmenn sjálfboðaliða sem hafi ákveðið að leggja kosningabaráttu Harris lið á eigin tíma. Þeir séu ekki að störfum fyrir Verkamannaflokkinn.
Margra ára hefð sé fyrir sjálfboðavinnu flokksmanna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum.