Lítil slaufa með mikla þýðingu Halla Þorvaldsdóttir skrifar 23. október 2024 10:02 Í dag er Bleikur dagur um allt land. Ísland er bleikt til stuðnings konum sem fengið hafa krabbamein og aðstandendum þeirra og í minningu þeirra sem við höfum misst. Bleika slaufan lætur ekki mikið yfir sér en í 25 ár hefur hún öðlast sífellt stærri sess hjá þjóðinni. Með kaupum á slaufunni styður fólk við mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins en slaufan gerir okkur öllum líka kleift að sýna stuðning okkar með áberandi hætti. Við hjá Krabbameinsfélaginu heyrum það ítrekað hversu miklu það skiptir fólk að sjá aðra bera slaufuna. Það á jafnt við um þá sem eru sjálfir í glímunni við krabbamein og aðstandendur. „Mér hlýnar alltaf aðeins um hjartaræturnar þegar ég sé fólk með Bleiku slaufuna í sjónvarpinu“ sagði mér kona í gær og önnur sendi skilaboð og þakkaði fyrir átakið með orðunum „Ég finn svo sterkt að ég er ekki ein í þessu þegar ég mæti fólki sem gengur með slaufuna“. Í þessum fáu orðum kristallast hvernig Bleika slaufan er svo miklu meira en bleik slaufa. Hún er eins konar skilaboðaskjóða, sýnileg stuðningsyfirlýsing við málstaðinn og konur sem eru að takast á við krabbamein. Lítil slaufa með mikla þýðingu. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þjóðinni fyrir að sýna sinn stuðning í verki, kaupa og bera Bleiku slaufuna. Það er ómetanlegt. Þið breytið öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag er Bleikur dagur um allt land. Ísland er bleikt til stuðnings konum sem fengið hafa krabbamein og aðstandendum þeirra og í minningu þeirra sem við höfum misst. Bleika slaufan lætur ekki mikið yfir sér en í 25 ár hefur hún öðlast sífellt stærri sess hjá þjóðinni. Með kaupum á slaufunni styður fólk við mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins en slaufan gerir okkur öllum líka kleift að sýna stuðning okkar með áberandi hætti. Við hjá Krabbameinsfélaginu heyrum það ítrekað hversu miklu það skiptir fólk að sjá aðra bera slaufuna. Það á jafnt við um þá sem eru sjálfir í glímunni við krabbamein og aðstandendur. „Mér hlýnar alltaf aðeins um hjartaræturnar þegar ég sé fólk með Bleiku slaufuna í sjónvarpinu“ sagði mér kona í gær og önnur sendi skilaboð og þakkaði fyrir átakið með orðunum „Ég finn svo sterkt að ég er ekki ein í þessu þegar ég mæti fólki sem gengur með slaufuna“. Í þessum fáu orðum kristallast hvernig Bleika slaufan er svo miklu meira en bleik slaufa. Hún er eins konar skilaboðaskjóða, sýnileg stuðningsyfirlýsing við málstaðinn og konur sem eru að takast á við krabbamein. Lítil slaufa með mikla þýðingu. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þjóðinni fyrir að sýna sinn stuðning í verki, kaupa og bera Bleiku slaufuna. Það er ómetanlegt. Þið breytið öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar