Lífið

Djúpir litatónar og sjarmi við Laugardalinn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1961 og er á tveimur hæðum.
Húsið var byggt árið 1961 og er á tveimur hæðum. Fagmyndun

Við Sporðagrunn í Reykjavík stendur reisulegt einbýlishús frá árinu 1961 sem hefur fengið sjarmerandi endurbætur. Húsið er á tveimur hæðum og telur 270 fermetra.  

Húsið er í eigu Rich­ard Krist­ins­son Dulaney framkvæmdarstjóri og Kristínar Helgu Lárusdóttur mannauðsráðgjafa og markþjálfa. Hjónin keyptu húsið árið 2021 af Heiðar Helgusyni, fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu, og hafa tekið það í gegn á afar smekklegan máta. 

Eignin einkennist af miklum glæsileika þar sem sérsmíðaðar innréttingar, aukin lofthæð og vönduð húsgögn eru í aðalhlutverki.

Sjá: Heiðar Helguson setur húsið á sölu.

Fagmyndun

Björt rými og notaleg stemning

Arkitektinn Viktoría Hrund Kjartansdóttir endurhannaði húsið að innan. Djúpir litir og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í húsinu og skapar notalega stemningu á heimilinu.

Eldhús, stofa og borðstofa flæða saman á heillandi máta. Þaðan er útgengt á skjólsælar suðursvalir. 

Falleg húsgögn og listaverk sem prýða hvern krók og kima, má þar nefna CH24 stóla við borðstofuborðið eftir danska hönnuðuinn Arne Jacobsen, Panthella gólflampa úr smiðju Louis Poulsen og listaverk eftir myndlistarmaninn Ella Egilsson.

Í eldhúsinu er súkkulaðibrún innrétting með ljósum stein á borðum og á eldhúseyju. Samtals er sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu. Ásett verð er 239 milljónir.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Fagmyndun
Fagmyndun
Fagmyndun
Fagmyndun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.