Þjálfari Cercle þakkar Blikum: „Gáfu okkur stærsta og besta klefann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2024 11:01 Miron Muslic fagnar sigri fyrr í keppninni. Cercle hefur vegnað vel í Evrópu en gengið brösuglega heima fyrir. Grzegorz Wajda/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Miron Muslic, þjálfari Cercle Brugge, er nokkuð bjartsýnn fyrir leik liðs hans við Víking í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag. Víkingar séu á útivelli líkt og hans menn. Cercle vann öruggan 6-2 sigur á St. Gallen frá Austurríki í fyrsta leik liðsins í keppninni og gerði sömuleiðis vel í forkeppninni. Liðinu hefur aftur á móti gengið bölvanlega heima fyrir, aðeins unnið einn leik af átta. Muslic segir leikmenn liðsins vera að venjast álaginu, enda ekki fastagestir í Evrópukeppnum. „Við erum að reyna að finna jafnvægið og rytmann. Það er margt nýtt í þessu fyrir okkur, álagið og að spila þrjá leiki í viku. Þegar við finnum þetta jafnvægi fer að ganga betur hjá okkur í deildinni,“ segir Muslic. Þónokkrir leikmenn Cercle voru skildir eftir heima vegna smávægilegra meiðsla eða álags. Muslic segir það ekki merki þess að Belgarnir vanmeti Víkinga. „Alls ekki. Þeir eru, líkt og við á þessu deildarkeppnarstigi Sambandsdeildarinnar. Þeir eiga skilið að vera hér og við berum fulla virðingu fyrir þeim,“ segir Muslic sem hefur kynnt sér leikstíl Íslandsmeistaranna. „Þetta er lið sem heldur í boltann og vill byggja upp frá öftustu línu en taka áhættur með boltann. Þeir spila 4-4-2 án boltans og eru sterkir í tilfærslum.“ Hann er þá meðvitaður um að Víkingar eigi úrslitaleik við Breiðablik á sunnudaginn kemur. Hann segir Blika styðja Cercle í leik dagsins og þakkar þeim gestrisnina á Kópavogsvelli. „Þeir eru gestir eins og við. Heimaliðið gaf okkur stærsta og besta klefann, svo þeir styðja okkur. 100 prósent,“ segir Muslic. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Belgíski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Cercle vann öruggan 6-2 sigur á St. Gallen frá Austurríki í fyrsta leik liðsins í keppninni og gerði sömuleiðis vel í forkeppninni. Liðinu hefur aftur á móti gengið bölvanlega heima fyrir, aðeins unnið einn leik af átta. Muslic segir leikmenn liðsins vera að venjast álaginu, enda ekki fastagestir í Evrópukeppnum. „Við erum að reyna að finna jafnvægið og rytmann. Það er margt nýtt í þessu fyrir okkur, álagið og að spila þrjá leiki í viku. Þegar við finnum þetta jafnvægi fer að ganga betur hjá okkur í deildinni,“ segir Muslic. Þónokkrir leikmenn Cercle voru skildir eftir heima vegna smávægilegra meiðsla eða álags. Muslic segir það ekki merki þess að Belgarnir vanmeti Víkinga. „Alls ekki. Þeir eru, líkt og við á þessu deildarkeppnarstigi Sambandsdeildarinnar. Þeir eiga skilið að vera hér og við berum fulla virðingu fyrir þeim,“ segir Muslic sem hefur kynnt sér leikstíl Íslandsmeistaranna. „Þetta er lið sem heldur í boltann og vill byggja upp frá öftustu línu en taka áhættur með boltann. Þeir spila 4-4-2 án boltans og eru sterkir í tilfærslum.“ Hann er þá meðvitaður um að Víkingar eigi úrslitaleik við Breiðablik á sunnudaginn kemur. Hann segir Blika styðja Cercle í leik dagsins og þakkar þeim gestrisnina á Kópavogsvelli. „Þeir eru gestir eins og við. Heimaliðið gaf okkur stærsta og besta klefann, svo þeir styðja okkur. 100 prósent,“ segir Muslic. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Belgíski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira