„Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2024 10:12 Ásmundur Einar Daðason, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Gnarr. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hún segir að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árángur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Þessu er Ásmundur Einar ósammála en í grein sem birtist á Vísi í dag segir hann hugmyndina hreinlega hættulega. „Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi,“ segir ráðherrann. „Gamaldags hugmyndafræði“ Ásmundur segir rannsóknir sýna að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Hann bendir á að í maí hafi verið undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM, þar sem markmiðið sé að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á öllum skólum á landsvísu. „Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn,“ segir Ásmundur. Á að einangra börnin enn meira, spyr Jón Jón Gnarr, sem mun líklega skipa 2. sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlista Viðreisnar fyrir komandi þingkosningar, hefur einnig tjáð sig um hugmyndir Áslaugar Örnu og segir þær „sérlega skringilegar“. Hugmyndin sé arfaslæm. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Jón vísar einnig til MEMM verkefnisins, sem hafi vrið kynnt sem „liður í heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum og aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu“. „Mér finnst þessi nýja hugmynd Áslaugar byggja á hugmyndafræði einhvers konar aðskilnaðarstefnu. Kann að virka sem sniðug lausn en býrs samt á endanum til fleiri vandamál en hún leysir. Við eigum ekki að fjölga óþarfa opinberum stofnunum og halda áfram að þenja þannig út kerfi, með tilheyrandi kostnaði, sem er ekki að virka fyrir fólk og stendur því einungis fyrir þrifum,“ segir Jón. Nærtækara væri að auka úrræði innan skólanna og setja á fót nýnemadeildir innan þeirra og styðja nemendur til að samlagast samfélaginu og menningu með áherslu á íslenskukennsku. „Barnið tæki þátt í íþróttastarfi og félagslífi í sínum skóla. Barnið er hluti af skólastarfinu og þarf ekki að dúsa í einangruðum móttökuskóla þar sem er mjög ólíklegt að það sé í samskiptum við íslensk börn. Í stað einangrunar leggjum við áherslu á samlögun og þegar barnið er tilbúið færist það sjálfkrafa yfir í venjulegan bekk,“ segir Jón. Þetta sé bæði heilbrigðari og manneskjulegri aðferðafræði og líklega mun ódýrari og árangursríkari. Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hún segir að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árángur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Þessu er Ásmundur Einar ósammála en í grein sem birtist á Vísi í dag segir hann hugmyndina hreinlega hættulega. „Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi,“ segir ráðherrann. „Gamaldags hugmyndafræði“ Ásmundur segir rannsóknir sýna að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Hann bendir á að í maí hafi verið undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM, þar sem markmiðið sé að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á öllum skólum á landsvísu. „Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn,“ segir Ásmundur. Á að einangra börnin enn meira, spyr Jón Jón Gnarr, sem mun líklega skipa 2. sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlista Viðreisnar fyrir komandi þingkosningar, hefur einnig tjáð sig um hugmyndir Áslaugar Örnu og segir þær „sérlega skringilegar“. Hugmyndin sé arfaslæm. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Jón vísar einnig til MEMM verkefnisins, sem hafi vrið kynnt sem „liður í heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum og aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu“. „Mér finnst þessi nýja hugmynd Áslaugar byggja á hugmyndafræði einhvers konar aðskilnaðarstefnu. Kann að virka sem sniðug lausn en býrs samt á endanum til fleiri vandamál en hún leysir. Við eigum ekki að fjölga óþarfa opinberum stofnunum og halda áfram að þenja þannig út kerfi, með tilheyrandi kostnaði, sem er ekki að virka fyrir fólk og stendur því einungis fyrir þrifum,“ segir Jón. Nærtækara væri að auka úrræði innan skólanna og setja á fót nýnemadeildir innan þeirra og styðja nemendur til að samlagast samfélaginu og menningu með áherslu á íslenskukennsku. „Barnið tæki þátt í íþróttastarfi og félagslífi í sínum skóla. Barnið er hluti af skólastarfinu og þarf ekki að dúsa í einangruðum móttökuskóla þar sem er mjög ólíklegt að það sé í samskiptum við íslensk börn. Í stað einangrunar leggjum við áherslu á samlögun og þegar barnið er tilbúið færist það sjálfkrafa yfir í venjulegan bekk,“ segir Jón. Þetta sé bæði heilbrigðari og manneskjulegri aðferðafræði og líklega mun ódýrari og árangursríkari.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira