„Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2024 10:12 Ásmundur Einar Daðason, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Gnarr. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hún segir að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árángur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Þessu er Ásmundur Einar ósammála en í grein sem birtist á Vísi í dag segir hann hugmyndina hreinlega hættulega. „Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi,“ segir ráðherrann. „Gamaldags hugmyndafræði“ Ásmundur segir rannsóknir sýna að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Hann bendir á að í maí hafi verið undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM, þar sem markmiðið sé að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á öllum skólum á landsvísu. „Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn,“ segir Ásmundur. Á að einangra börnin enn meira, spyr Jón Jón Gnarr, sem mun líklega skipa 2. sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlista Viðreisnar fyrir komandi þingkosningar, hefur einnig tjáð sig um hugmyndir Áslaugar Örnu og segir þær „sérlega skringilegar“. Hugmyndin sé arfaslæm. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Jón vísar einnig til MEMM verkefnisins, sem hafi vrið kynnt sem „liður í heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum og aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu“. „Mér finnst þessi nýja hugmynd Áslaugar byggja á hugmyndafræði einhvers konar aðskilnaðarstefnu. Kann að virka sem sniðug lausn en býrs samt á endanum til fleiri vandamál en hún leysir. Við eigum ekki að fjölga óþarfa opinberum stofnunum og halda áfram að þenja þannig út kerfi, með tilheyrandi kostnaði, sem er ekki að virka fyrir fólk og stendur því einungis fyrir þrifum,“ segir Jón. Nærtækara væri að auka úrræði innan skólanna og setja á fót nýnemadeildir innan þeirra og styðja nemendur til að samlagast samfélaginu og menningu með áherslu á íslenskukennsku. „Barnið tæki þátt í íþróttastarfi og félagslífi í sínum skóla. Barnið er hluti af skólastarfinu og þarf ekki að dúsa í einangruðum móttökuskóla þar sem er mjög ólíklegt að það sé í samskiptum við íslensk börn. Í stað einangrunar leggjum við áherslu á samlögun og þegar barnið er tilbúið færist það sjálfkrafa yfir í venjulegan bekk,“ segir Jón. Þetta sé bæði heilbrigðari og manneskjulegri aðferðafræði og líklega mun ódýrari og árangursríkari. Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hún segir að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árángur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Þessu er Ásmundur Einar ósammála en í grein sem birtist á Vísi í dag segir hann hugmyndina hreinlega hættulega. „Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi,“ segir ráðherrann. „Gamaldags hugmyndafræði“ Ásmundur segir rannsóknir sýna að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Hann bendir á að í maí hafi verið undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM, þar sem markmiðið sé að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á öllum skólum á landsvísu. „Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn,“ segir Ásmundur. Á að einangra börnin enn meira, spyr Jón Jón Gnarr, sem mun líklega skipa 2. sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlista Viðreisnar fyrir komandi þingkosningar, hefur einnig tjáð sig um hugmyndir Áslaugar Örnu og segir þær „sérlega skringilegar“. Hugmyndin sé arfaslæm. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Jón vísar einnig til MEMM verkefnisins, sem hafi vrið kynnt sem „liður í heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum og aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu“. „Mér finnst þessi nýja hugmynd Áslaugar byggja á hugmyndafræði einhvers konar aðskilnaðarstefnu. Kann að virka sem sniðug lausn en býrs samt á endanum til fleiri vandamál en hún leysir. Við eigum ekki að fjölga óþarfa opinberum stofnunum og halda áfram að þenja þannig út kerfi, með tilheyrandi kostnaði, sem er ekki að virka fyrir fólk og stendur því einungis fyrir þrifum,“ segir Jón. Nærtækara væri að auka úrræði innan skólanna og setja á fót nýnemadeildir innan þeirra og styðja nemendur til að samlagast samfélaginu og menningu með áherslu á íslenskukennsku. „Barnið tæki þátt í íþróttastarfi og félagslífi í sínum skóla. Barnið er hluti af skólastarfinu og þarf ekki að dúsa í einangruðum móttökuskóla þar sem er mjög ólíklegt að það sé í samskiptum við íslensk börn. Í stað einangrunar leggjum við áherslu á samlögun og þegar barnið er tilbúið færist það sjálfkrafa yfir í venjulegan bekk,“ segir Jón. Þetta sé bæði heilbrigðari og manneskjulegri aðferðafræði og líklega mun ódýrari og árangursríkari.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira