Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2024 07:14 Sjálf lægðin fer svo austur yfir landið í nótt og í fyrramálið. Veðurstofan Mikill lægðagangur hefur verið að undanförnu og svo er að sjá að það verði áfram, þótt heldur minni hlýindi fylgi lægðunum sem koma um og eftir helgi. Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að enn ein lægðin gangi yfir landið í dag og fyrir hádegi verði suðaustan hvassviðri eða jafnvel stormur með talsverðu vatnsveðri á vestanverðu landinu. Það verður blautt og hvasst vestantil á landinu fyrri part dags. Svona er staðan klukkan níu samkvæmt spá Veðurstofunnar.Veðurstofan „Gular viðvaranir eru í gildi vestantil fram eftir morgni. Mun hægari fyrir austan og úrkomulítið. Undir hádegi snýst svo vindur til suðvestanáttar, víða 10-18 með skúrum og ekki er ólíklegt að slyddu geri orðið vart í kröftugustu skúra hryðjunum. Sjálf lægðin fer svo austur yfir landið í nótt og í fyrramálið og við tekur mun hægari norðvestanátt með éljum fyrir norðan og kólnar víðast hvar,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir eru í gildi vestantil á landinu í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Vestan og suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél, en víða bjartviðri fyrir austan. Hiti 1 til 5 stig. Norðvestlægari og él á norðanverðu landinu síðdegis, en styttir upp syðra og kólnar. Á sunnudag: Breytileg átt, 3-10 og léttskýjað, en dálítil él við norður- og austurströndina. Frost víða 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna. Á mánudag: Ákveðin suðlæg og suðvestlæg átt, rigning, slydda eða snjókoma og hiti 0 til 7 stig, mildast syðst, en vestlægari um kvöldið og skúrir eða él og kólnar heldur. Á þriðjudag og miðvikudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með skúrum eða slydduéljum, en lengst af bjart með köflum eystra. Hiti um og yfir frostmarki en að 5 stigum syðst. Á fimmtudag: Útlit fyrir kalda norðanátt með ofankomu fyrir norðan en þurrt að kalla syðra. Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að enn ein lægðin gangi yfir landið í dag og fyrir hádegi verði suðaustan hvassviðri eða jafnvel stormur með talsverðu vatnsveðri á vestanverðu landinu. Það verður blautt og hvasst vestantil á landinu fyrri part dags. Svona er staðan klukkan níu samkvæmt spá Veðurstofunnar.Veðurstofan „Gular viðvaranir eru í gildi vestantil fram eftir morgni. Mun hægari fyrir austan og úrkomulítið. Undir hádegi snýst svo vindur til suðvestanáttar, víða 10-18 með skúrum og ekki er ólíklegt að slyddu geri orðið vart í kröftugustu skúra hryðjunum. Sjálf lægðin fer svo austur yfir landið í nótt og í fyrramálið og við tekur mun hægari norðvestanátt með éljum fyrir norðan og kólnar víðast hvar,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir eru í gildi vestantil á landinu í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Vestan og suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél, en víða bjartviðri fyrir austan. Hiti 1 til 5 stig. Norðvestlægari og él á norðanverðu landinu síðdegis, en styttir upp syðra og kólnar. Á sunnudag: Breytileg átt, 3-10 og léttskýjað, en dálítil él við norður- og austurströndina. Frost víða 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna. Á mánudag: Ákveðin suðlæg og suðvestlæg átt, rigning, slydda eða snjókoma og hiti 0 til 7 stig, mildast syðst, en vestlægari um kvöldið og skúrir eða él og kólnar heldur. Á þriðjudag og miðvikudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með skúrum eða slydduéljum, en lengst af bjart með köflum eystra. Hiti um og yfir frostmarki en að 5 stigum syðst. Á fimmtudag: Útlit fyrir kalda norðanátt með ofankomu fyrir norðan en þurrt að kalla syðra.
Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira