Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2024 11:50 Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, bendir á að þing hafi verið rofið og setur spurningamerki við umboð starfsstjórnar. Vísir/Vilhelm Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Hún telur málið vekja upp spurningar um umboð starfsstjórnar. „Og tala nú ekki um starfstjórn sem er í raun minnihlutastjórn og við erum nú á þeim tíma í pólitíkinni að þing hefur verið rofið og boðað til kosninga. Eitt er að það sé pólitískt gagnrýnivert og annað hversu tækt þetta er í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum ekki með óundirbúinn fyrirspurnartíma eða neitt slíkt í þinginu þannig að aðhald þingsins í þessum efnum er ekki fyrir hendi,“ segir Svandís. Hún telur ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að róa hóp kjósenda í ákveðnu horni flokksins. Gagnrýni Jóns á Vinstri Græn og orð hans um sóðalega framgöngu flokksins séu ekkert nýtt. En finnið þið til ábyrgðar hvað þetta varðar? Nú gangið þið út úr þessari starfsstjórn. „Við erum að undirbúa kosningar og ég held að þetta endurspegli það hversu mikilvægt það er að fá kjósendur til að segja sinn hug því að þetta dregur fram með skýrum hætti hvað Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru er í mjög miklum innanflokksvanda,“ segir Svandís. En nú hefði þetta kannski ekki farið svona ef þið hefðuð verið þarna. Sérðu eftir einhverju? „Við erum bara komin í annan fasa og við þurfum að búa okkur undir kosningar. Það verður kosið í nóvember og við þurfum að draga það fram með skýrum hætti um hvað verður kosið. Ég held að það geti verið gagnlegt fyrir kjósendur að sjá þessi tilþrif og rifja það upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur umgengist vald þegar viðnámið er lítið,“ segir Svandís. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira
„Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Hún telur málið vekja upp spurningar um umboð starfsstjórnar. „Og tala nú ekki um starfstjórn sem er í raun minnihlutastjórn og við erum nú á þeim tíma í pólitíkinni að þing hefur verið rofið og boðað til kosninga. Eitt er að það sé pólitískt gagnrýnivert og annað hversu tækt þetta er í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum ekki með óundirbúinn fyrirspurnartíma eða neitt slíkt í þinginu þannig að aðhald þingsins í þessum efnum er ekki fyrir hendi,“ segir Svandís. Hún telur ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að róa hóp kjósenda í ákveðnu horni flokksins. Gagnrýni Jóns á Vinstri Græn og orð hans um sóðalega framgöngu flokksins séu ekkert nýtt. En finnið þið til ábyrgðar hvað þetta varðar? Nú gangið þið út úr þessari starfsstjórn. „Við erum að undirbúa kosningar og ég held að þetta endurspegli það hversu mikilvægt það er að fá kjósendur til að segja sinn hug því að þetta dregur fram með skýrum hætti hvað Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru er í mjög miklum innanflokksvanda,“ segir Svandís. En nú hefði þetta kannski ekki farið svona ef þið hefðuð verið þarna. Sérðu eftir einhverju? „Við erum bara komin í annan fasa og við þurfum að búa okkur undir kosningar. Það verður kosið í nóvember og við þurfum að draga það fram með skýrum hætti um hvað verður kosið. Ég held að það geti verið gagnlegt fyrir kjósendur að sjá þessi tilþrif og rifja það upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur umgengist vald þegar viðnámið er lítið,“ segir Svandís.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira